Þetta blogg átti svo sannarlega ekki að vera um neitt leiðinlegt. Leiðinlegt finnst mér t.d þegar fólk telur upp hvað það át í hvert mál alla dagana, hvað það þvoði margar þvottavélar og hversu oft það fór og "hægði" á sér. Ég hef hinsvegar smá þvottapælingar (eruði ekki fegin að ég ætlaði ekki að segja neitt um að "hægja" á sér...). Þegar ég tek af sængunum verin vill ég að þau þvoist á röngunni svo ég brjóti þau síðan saman á röngunni svo ég geti sett sængina beint í, þegar þau eru þornuð...á röngunni. Aðeins reyndar húsmanneskjur (nú á dögum þýðir ekkert að segja húsmóðir eða húsfaðir, það er bara kynjamisrétti) vita hvað ég er að tala um, það er auðvitað ekki á allra færi að framkvæma svona úthugsaðan verknað eins og að flippa sængurverinu yfir sængina í einu handtaki. Það sem gerist hinsvegar alltaf er að annað sængurverið snýr rétt þegar það er komið úr þvottavélinni og ég get lofað því að ég lét þau bæði snúa röngunni út áður en ég tróð þeim í vél. Þetta er eitthvað til að pæla í.
12 Feb 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
þá er best að loka fyrir sænguverið áður en þú setur það í þvottavélina, taka af þeim ráðin og gefa þeim ekki tækifæri á að snúa sér. Spruning hvort þetta sé orðinn yfirgangur á þau greyin kannski sleppur þar sem þetta eru sængurverin og hafa ekki atkvæðarétt.
fyrir utan húsráð, knús til ykkar allra
hheheehheh!! ég kannast við þetta, alltaf annað komið á réttuna!!
Post a Comment