Það er maður frá Gana ástfanginn af mér, eða ég held það. Nú er ekkert annað í stöðunni að við Bóndi flytjum með honum þangað. Er ekki annars fjölkvæni eða ætti ég að segja fjölmenni í Gana??
Ég sé fyrir mér að þeir muni verða bestu vinir Bóndinn og sá frá Gana. Þeir færu út að veiða saman, þið vitið með löngu spjóti og verða að vera snöggir að stinga niður til að ná fisknum. Þá myndu þeir koma heim í bastkofann voða stoltir af sér með fiskinn á öxlunum. Ég og börnin værum heima og værum að slétta moldar gólfið með sköfum gerum úr fiskbeini og tré. Þau myndu kannski skafa og ég moka út eða þau gerðu bæði og ég myndi fara í sólbað í hengirúminu okkar. Svo myndum við elda fiskinn fyrir utan kofann yfir varðeldinum sem ég eyddi hálfri nóttinni í að blása á svo hann myndi haldast lifandi.
Nú er ég hinsvegar í pásu í fyrirlestri um stíl, fagurfræði, smekk og Gestalt lögin. Nei Gestalt lögin eru ekki sönglög og heldur ekki lögfræðilög. Þau eru uppröðunar lög.
Fleira merkilegt fer örugglega að gerast bráðum og nóg er af verkefnum framundan, þannig á það líka að vera. Ég hef örugglega 100 sinnum sagt það og örugglega hugsað það 100 sinnum oftar en það að NÚNA er ég á réttri hillu. Loksins kom að því... en það gæti auðvitað breyst þessvegna á morgun...
21 Feb 2008
Maður frá Gana
Posted by Bústýran at 9:59 am
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Mikið er ég nú þakklát fyrir þessa undirfögru undirhökumynd - þær gerast vart betri!
Takk annars fyrir frábæra daga og kveðjur frá D-drengnum...
Post a Comment