Þó ég hafi ekki röflað um það hér þá höfum við nú verið að gera ýmislegt.
Til að mynda þá kom Ása systir í heimsókn. Ása kom með Hafstein með sér sem hér eftir verður nefndur Dekurbarnið. Það fer vel á því að vera með Dekurbarn í flokki með hinum rugludöllunum, Prinsinum, Varðhundinum og Hinu Fíflinu. Ég hef nú hafið formlega leit að góðum myndum af þeim systkinum, til að sýna fram á og sanna kenningu mína um miðjubarnið sem er öðruvísi. Þau komu með herkjum því það var jú geggjað veður heima á Íslandi. Þau komu að mig minnir uþb sólahring síðar en þau ætluðu. Það var í lagi í ljósi þess að þau framlengdu bara ferðina og voru hjá okkur til þriðjudags sem var vitaskuld frábært. Á laugardeginum fórum við til Malmö.
Hér fann ég eina mynd af Jóhannesi, ekki besta myndin af honum enda er hann eitthvað hneykslaður á svipinn.
Við Sunneva vorum þarna líka, þá á leiðinni til Svíþjóðar. Af því ég er svo mikill eyjaskeggi (þó ég viðurkenni ekki fyrir neinum að ég sé í alvöru með skegg..) þá finnst mér alveg merkilegt að getað hoppað uppí lest og verið bara hálftíma að komast yfir í allt annað land. Maður getur kannski ekki sagt að Svíþjóð sé allt annað land, því þetta er jú svipað allt saman en það var samt annar andi þar heldur en hér í Köben eða heima á Íslandi. Mér fannst tildæmis við fyrstu sýn fólk vera hávaxnara í Malmö og svo var að sjálfsögðu önnur lykt þar heldur en hér. Viðurðum samferða lúðrasveit í gegnum göngugötuna í miðbæ Malmö. Og krökkunum fannst gaman. Þegar við vorum búin að hafa þau í hæfilega stuttu bandi eiginlega allan daginn þá slepptum við þeim lausum og þau fríkuðu út í einum af gosbrunnunum sem eru þarna. Sem betur fer var ekkert vatn í brunninum. Það var áberandi hvað það var mildara veður þar, það var nístingskuldi í Köben en svo var ekkert mál að vera úti í Malmö og krakkarnir þeyttu af sér úlpum og húfum.
Á Sunnudeginum fórum við út að borða, þá við Bóndi og Ása og Dekurbarnið. Við fórum á Beef´n Reef. Það var hreinasta snilld. Ég sýndi á mér nýja hlið og át kengúru, emúa og krókódíl. Allt alveg fáránlega gott.
Hér er svo Varðhundurinn. Hann fékk klippingu á dögunum og er nú voðalega herralegur. Þarna er hann að gera grín.
Við höfum náttúrulega haft það frekar gott hérna undanfarna daga. Mikið að gera í skólanum hjá mér. Nú er nýafstaðið vetrarfrí hjá krökkunum. Merkilegt með öll þessi frí, sumarfrí, haustfrí, jólafrí, vetrarfrí og páskafrí sem við ætlum vonandi að nýta í eitthvað rohooosalega skemmtilegt.
3 comments:
Já já - var svo miður mín yfir undirhökunni að ég commentaði við vitlausa færslu, en annars er ég bara þakklát fyrir þessa undirfögru undirhökumynd - þær gerast vart betri!
Takk annars fyrir frábæra daga og kveðjur frá D-drengnum...
Ása og D-drengurinn!!!
Æ fyrirgefðu, ég tók ekkert eftir neinni undirhöku..nema minni eigin en það er líka því ég er með svo löng hár föst við hana að þau kitla mig í "barkakýlið"
bahahahaha.... það er gott að vera kona :) undirhaka, hár á höku og leg upp að bringubeini - allt saman gott ;) En mikið gaman er að sjá myndir og lesa fréttir. Oooo hvað mig langar að knúsa ykkur öll...
Post a Comment