28 Feb 2008

Það er mjög óþægilegt þegar maður er svikinn, prettaður, sár, reiður og fokreiður allt í senn. Eins og þegar stóru hjóli er stolið af manni. Þessvegna tókum við þá ákvörðun strax á mánudaginn að hugsa hjólstuldinn þanng að það hafi sennilega verið svo bláfátæk manneskja sem hreinlega neyddist til að gera þetta til að nálgast peninga til að framfleyta börnum sínum eða hjólastólsfastri langömmu sinni sem ekki fær elliheimilispláss. Það er mun auðveldara heldur en að hugsa sem stífas um þessa "dj "#%$/#&$(/% he"#&/$# an"#(/)/$ bj"#(/)#$/ sem hafa ekkert betra við daginn að gera en að ræna frá fólki. Ég reyni reyndar að halda mig alveg frá því að hugsa svoleiðis, þá verð ég nefnilega alveg öskureið, það nennir því enginn..hehe


Þessa dagana er það bara skólinn og aftur skólinn, ég er að búast við að það verði svoleiðis bara þangað til ég er búin með þetta, Bónda til mikillar ánægju eða þannig. Það er ekki að hann vilji að ég komi í sófann að kela eða svo hann geti nuddað bólgnar axlir mínar af setu (já af setu) heldur vill hann sjálfur komast eitthvað frá eldamennsku, svæfingum og uppþvotti.... hvaða rugl er nú það??


Ég hef verið að læra bæði í senn útlitshönnun vefsíðna og síðan að láta þær virka með html og css sem eru tölvutungumál og ég get ekki útskýrt neitt frekar. Það er bæði jafn gaman. Merkilegar andstæður, annað er að sleppa ímyndunar aflinu lausu og hitt er að njörva sig niður við svo strangar reglur að það getur ekki verið ein einasta villa, þá virkar bara ekki neitt.


Nefnd sem látin var kanna möguleika á páskaferðalagi hefur skilað niðurstöðum. Félagsbúið á að fara til Íslands og vera þar yfir páskana. Ákveðið hefur verið að búið noti bara einkaþotuna sína, þar sem hún er ekki í útleigu á þessum tíma. Eini gallinn við einkaþotuna var að það vantaði klósett pappír á klósettin í henni. Þessvegna hefur nefndin sett inn sérákvæði um það að höfuðstöðvar Félagsbúsins skyldu leigðar út til þeirra sem gætu haft þörf fyrir það á meðan við erum á Íslandi, í því skyni að afla fjár til pappírskaupa.

Og til að þakka Ásu fyrir pakkann, sem orsakaði öfund mikla af heimilisföður á AHG (múúúhehehe) þá er hér skaðabótamynd af henni, Ásu þá, í staðin fyrir lestarstöðvar myndina í fyrri færslu. Sjáiði bara hvað þær eru fagrar þarna, ha, ég held þær séu á Bifróhúbbla einhverju þær Ása og Aldís vinkona.

Það er kannski rétt að geta þess að ég rændi þessari mynd af síðunni hennar Aldísar.

Músí mús.

8 comments:

Anonymous said...

Lýsi yfir ánægju minni með álit nefndar :):) og mikið óskaplega hlakka ég til:):)
Og aðeins um hjólið,kannski maður hugsi jákvætt eins og þú mín kæra,og þeir skili gripnum aftur!:)
Flott mynd af Ásu og Aldísi,Ása hefur bara ekkert breyst síðan síðast!
Kossar og knúns.

Anonymous said...

Jæja - spurning um að hætta myndbirtingu!
En greinilega fullt af fréttum...
*gott að pakkinn komst til skila og að hann hafi kveikt örlitla öfund, það er nú ekki verra!!!
*skemmtilegt með páskaferðina - alltaf nóg pláss í Hafnfirsku hálöndunum og það er BANNAÐ að keyra bara framhjá (þannig að þið verðið að koma við nema þið ætlið að vera bara í Keflavík múhahahaha.

Nota svo tækifærið og skelli kveðju og kossi á ömmu Lóu!

Anonymous said...

Ætla bara líka að nota tækifærið og senda kveðju og koss í Hafnfirsku hálöndin !:)

Bústýran said...

Hætta myndbirtingum..varstu að meina það...ertu reið, er okkur þá ekki boðið í fermingar köku?

Anonymous said...

Hafnfirsku láglöndin segja hið sama!! Bannað að keyra framhjá!!

Anonymous said...

Common auðvitað er ég ekkert reið -ekkert voða allavega, en ykkur er að sjálfsögðu boðið í fermingarmat já og kökur... boðskortið kemur fyrr eða síðar

aldisojoh said...

Jii en sniðug mynd.. hehehe.
Hvað segirðu.. þið eruð að koma til landsins um páskana já. Spurning hvort við náum að "skvísa" inn smá skipulagstíma? Sjáum til amk....

Bústýran said...

...skvísa inn skipulagstíma í skipulagið um skipulagið á skipulaginu..hlítur þá ekki eitthvað að gerast?