5 Oct 2007

Sunneva Eldey

Hún er 5 ára í dag.
Allir vöknuðu egggstra snemma til að fagna afmælisdegi Sunnevu. Hún fékk að opna tvo pakka en svo þurfti að drífa sig í skólana.
Þá þótti mér við hæfi að setja inn nokkrar myndir af henni, henni til heiðurs :)
Hér er hún að sýna listir sínar sl. vor á Drekavöllunum í Hafnó.
Hér er hún 3 ára að ég held um vor þá 2005...með snuð.
Þessi mynd er tekin um jólin 2004. Líka með snuð en voða sæt.

Ætli Gummi sé ekki jafngamall Sindra núna svona 20 mánaða (+- einn eða tveir) og hún uþb kannski 3 mánaða..eða 4. Þannig sváfu þau í tvíburakerrunni, alltaf saman. Einn stór og ein lítil.

Þá er hér ein vina mynd frá Hvammstanga. Þarna eru Gummi, Draupnir og Sunneva. Sunneva er 3ára og Gummi 4 ára og Draupnir 5 ára. Þess má geta að hún er í úlpu sem Sindri notar núna..hann er mikið stærri en þau á þessum aldri..
Á morgun verður haldið smá kökuboð. Allir að senda mér góða kökustrauma, ég er ekki viss um að pull that one through án hjálpar ónefndra fjölskyldumeðlima ..ojojoj
En við segjum bara "elsku Sunneva, TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ"







7 comments:

aldisojoh said...

Til hamingju með skvísuna :)

Ellan said...

Til hamingju með pigen ;)

Anonymous said...

Til hamingju með daginn elsku besta frænka mín!! Hlakka til að knúsa þig þegar þú kemur til Íslands!! Kossar og knús frá okkur á D.völlum...

Anonymous said...

Sunneva fær innilegar afmælisóskir frá Kappa og Trýnu og líka okkur Tryggva. Góðar kveðjur og knús til ykkar allra.

Helga said...

Hér úti í garði var sungið: "Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag".. hún er bara yndisleg. Til hamingju með skutluna. Hlakka til að koma í afmælisveisluna á morgun, sendi kökustrauma.. svo máttu alveg hringja, eða kalla í mig ef þig vantar aðstoð :)

Með kveðju frá AHG

Bústýran said...

óboj óboj, kærar þakkir fyrir kveðjurnar.
Helga, ef ég hefði lesið þetta klukkan 10 í gærmorgun en ekki í kvöld kl 22 þá hefði ég pottþétt hringt :)

Unknown said...

Til hamingju með dömuna.....
Garpur biður að heilsa