Það hefur ýmislegt gerst síðan á föstudaginn, þegar allt var í lukku og ólukku. Helgin leið og ég held að ég hafi sett met í verkefnaafköstum á sunnudaginn og sett í leiðinni heimilismet í setu við tölvuna, ég var fyrir framan hana ALLAN daginn, til að klára það sem ég þurfti að gera. Á mánudaginn fór í dönskuskólann og eftir tímann var nemenda fundur þar sem kynnt var undir liðinu til að fara og mótmæla þessum ósköpum. Og það var gert í gær. Þvílík stemmning. Eins og sjá má á myndinni þá er þetta tungumálaskóli fyrir útlendinga, það eru allra þjóða kvikindi þarna. Það er í raun mjög skemmtilegt. Allir tala saman á útlEnskDönsFrönskHebrúversku. Einhver samkennd í gangi þarna. Það voru málaðir borðar og plaggöt með ábendingum um afhverju við værum að ganga. Það átti að koma með hávaðameiker. Ég setti 25aura í hálfslíters flösku og hristi, það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi fjárfest í þessu. Það furðulega er og skemmtilegt að þegar Þorvaldur var að setja 25aurana í flöskuna fyrir mig dúkkaði upp íslenskur 25aur!! Hann var sleginn 1940, en furðulegt. Það var s.s skundað af stað með þvílíkum látum. Um 200 manns. Forsvarsmenn okkar görguðu "what do we want?" og við (hinn tryllti og heilaþvegni lýður) æptum á móti "danish", þau fóru "when do we want it" og við "NOOOOWW" Þetta var gaman :)
Allir gera sig tilbúna í höfuðstöðvum K.I.S.S á Nørrebrogade.
Hér er hersingin komin á Ráðhústorgið, þar sem forsvarsmennirnir, Nicky sem er í brúna pilsinu og Oliver sem stendur við hliðina á henni og þeirra þjónar sem halda á lúðrinum, héldu ræðu um afhverju það væru 200 útlendingar að mótmæla á Ráðhústorginu. Kaldhæðnin er þessi að það eru aðalfréttirnar í Köben núna að vantar fólk til atvinnu, sérlega menntað fólk. Tungumálaskólinn KISS hefur orð á sér fyrir að vera besti skólinn í Köben og jafnframt útskrifa fljótast dönskumælandi útlendinga. Þá finnst manni hálf skrítið að það sé verið að loka skóla sem gerir útlendu atvinnuafli mögulegt að komast á atvinnumarkaðinn. Þið getið lesið um þetta allt hér http://www.kisscontinue.dk/ og á http://www.wewantakiss.wetpaint.com/ . Allavega þá kom uppúr krafsinu að við fengum fund með borgarstjóranum í dag, þar sem forsvarsmennirnir fara og reyna að fá KISS opnað aftur eða önnur ásættanleg úrræði.
Að allt öðru:
Ég var búin að nefna að Sindri hefði tekið uppá því að taka eldhússtólana með sér um íbúðina til að komast þangað sem hann langar. Ég segi nú bara húrra fyrir því að hann bjargi sér bara. Segi kannski minna húrr yfir því að hann sé alltaf að þessu. Í þetta skiptið klifraði hann uppí til Sunnevu þegar hún var ekki heima en náði ekki lengra en þetta.
Og hér er eitthvað ótrúlega spennandi. Hann hlýtur síðan að fá sigg á hausinn þar sem hann dettur töluvert oft af stólnum og niður...maður gæti kannski furðað sig á því afhverju hann þýtur uppá stólinn strax aftur, með tárin í augunum ennþá..vonandi er hann ekki með gullfiskaminni.
Meira af súkkulaði barninu. Bústýran bakaði jólaköku. Það var þá jólakaka og ís í eftir mat. Hvað er eðlilegra en að aðalmanneskjan sitji útötuð í súkkulaði og alsber uppá eldhúsborði að skenkja sér sjálf köku, við hin, undirlægjur hans, sátum á okkar stólum og leyfðum skrípinu að hafa sinn gang.
Og hér er eitthvað ótrúlega spennandi. Hann hlýtur síðan að fá sigg á hausinn þar sem hann dettur töluvert oft af stólnum og niður...maður gæti kannski furðað sig á því afhverju hann þýtur uppá stólinn strax aftur, með tárin í augunum ennþá..vonandi er hann ekki með gullfiskaminni.
Meira af súkkulaði barninu. Bústýran bakaði jólaköku. Það var þá jólakaka og ís í eftir mat. Hvað er eðlilegra en að aðalmanneskjan sitji útötuð í súkkulaði og alsber uppá eldhúsborði að skenkja sér sjálf köku, við hin, undirlægjur hans, sátum á okkar stólum og leyfðum skrípinu að hafa sinn gang.
Það gerist svo stundum að það er hamagangur og læti í herbergi systkinanna. Þau fara að grenja og garga svona 1000 sinnum á dag. Það er ákveðinn partur af okkar heyrn sem ekki virkar lengur, það er parturinn sem heyrir svoleiðis garg. Það er ekki nema þegar við erum þreytt eða pirruð að við tökum einusinni eftir því að þau eru að góla eitthvað. En svo kemur að því að grenjið er fyrir alvöru og þá kviknar á einhverju inní manni og maður stekkur upp. Það var þannig um daginn, hvort það var ekki bara á sunnudagskvöldið. Þau voru búin að vera með geggjuð læti, ótrúlega æst eftir daginn. Og búin að góla og grenja mikið, klaga og fleira skemmtilegt. Þar til við heyrum dynk mikinn og svo Gvenda garga. Þegar við komum í herbergið lá hann á gólfinu með sár á bakinu og blóð í munninum...ég fékk nokkur auka hjartslög. Við skoðun kom í ljós að hann hafði dottið úr rúminu í gluggakistuna og þaðan á gólfið..eða eitthvað svoleiðis. Hann fékk sár í munninn og rispu á bakið. Það skemmtilega var að þegar ég var að skoða uppí hann tók ég eftir því að lausa tönnin var horfin. Sunneva þaut í herbergið og fann tönnina. Þannig að sársaukinn hvarf eins og dögg fyrir sólu og hann fór beint uppí að sofa til að setja tönnina undir og fá pening fyrir. Eins gott að tannálfurinn gleymdi því ekki...
1 comment:
Vona bara skólanum verði ekki lokað fyrst hann er svona góður! Gott að heyra af gullmolunum sínum, hlakka mjög til að sjá þá stærri. Sunneva mín! Innilega til hamingju með afmælið þitt á morgun. Vona að þú sért búin að fá afmælisgjöfina þína. Ætlum að eyða helginni í Barcelona, förum nú e. hádegi.
Knús og "kremja" til allra.
ástarkveðja, mor
Post a Comment