7 Oct 2007

Afmæli á afmæli ofan

Bryndís systir mín á afmæli í dag. Í því tilefni (það er eins og ég hafi ekkert að gera annað en að blogga, það er ekki satt, ég sit við þetta sveitt á milli annarra mikilvægra verkefna bara fyrir lesendur mína..brabra)
Hér er Bryndís þegar það var ennþá teppi á Melhaganum..já og gott ef ekki glittir í veggfóður þar líka (vona að þetta sé Melhaginn..annars þarf ég trúlega að láta kanna hvort minningaveitan sé ennþá að virka) Þannig að fyrst það er teppi og veggfóður þá hlítur Bryndís að vera kannski um 2 ára.
Foreldrar okkar eru ekki þekkt fyrir að hafa skítugt í kringum sig, þessvegna var hún böðuð og líka börn sem komu í heimsókn. Glöggir, já aðeins glöggir munu sjá að þetta er Otri frændi vor. Ég man vel eftir þessu baðkari, það var flenni stórt, allavega meðan maður var lítill..
Svo kom öskudagur. Bryndís er trúðurinn og Eydís er hjúkka eða læknir í pilsi...þið takið eftir að það er komið parket á Melhagann og ekkert veggfóður.
Merkilega nokk kom annar öskudagur. Enn merkilegra er að það er til alveg eins mynd af mér í þessum sama búning eða mjög svipuðum í sömu stellingu...
Ég veit ekki af hvaða tilefni þessi var tekin eða hvar, í einhverjum garði eða skógi sýnist mér. En sæt mynd samt.
Hún dansaði ballett. Hún er sú sem ber sig best af þeim sem eru á myndinni, fremst í hvítum bol.
Þá var fermt....

....og útskrifast.

Til hamingju með konuna þína Hinrik, mömmu þína Ásdís og dóttur ykkar mamma og pabbi.

Vúff...væmnari verður maður nú varla.
(þeir sem vilja fá senda grettumyndasyrpu af okkur systrum látið í ykkur heyra)

3 comments:

Anonymous said...

Ji vá... ég fæ bara tár í augun... Takk fyrir elsku systir fyrir þetta blogg!! Frábærar myndir, sú efsta alveg örugglega af melhaga - sést inn í hjónaherbergi inn úr eldhúsinu... Þar sem að barnið mitt hefur verið álitið mjög ólíkt mér er ég ánægð að sjá líkindi meðal okkar á þessum myndum og væri til í að fá þær sendar í emaili ef ekki væri mikil fyrirhöfn... Svo jú, ég átti góðan afmælisdag, sólar haustdag við Þingvelli, fékk afmælisköku með kertum og allt!! En nú í kvöld vill barnið ekki sofna og það örlar á pirringi :Þ Hafið það gott...

Anonymous said...

Grettumyndasyrpu takk...

Anonymous said...

minningaveitan alveg rétt, en í rósóttagallajakkanum (sumuðum af móðurinni!) var hún í á 17.júní, annað hvort var hún í Hljómskálagarðinum, eða bara í garðinum á Melhaganum. Skemmtileg afmælissyrpa!
ástarkveðja
mor