Það má segja að nú sé fríið á enda. Það er að segja að nú fari í hönd tíminn sem við höfum jú tæknilega séð verið að bíða eftir, að allt fari að detta í fastar skorður. Að allir séu komnir á dagvist við hæfi.
Það er þá þannig að Gvendi er í skólanum og á skóladagheimilinu, Sunneva í leikskólanum, Bódinn verður að vinna þarna hjá konunni eitthvað lengur og ég fer í dönskuskóla og væntanlega í smá fjarnám (og eitthvað að vinna hjá kellu líka). Sindri er þá eini sem er tæknilega séð eftir. Ég sendi kvörtunarbréf til Pladsavisningen og fékk símtal tveimur dögum síðar um að ég fengi pláss fyrir hann eftir mánuð á vöggustofu fyrir ofan Sunnevu. Á mánudaginn fer ég í fyrsta spilatímann. Það er samspilshópur kallaður Consortgruppen. Orðinu consort þurfti ég að fletta upp og það þýðir hópur hljóðfæraleikara sem spilar á lík hljóðfæri. Enda stendur á heimasíðu skólans að í þessum hóp séu blokkflautur af mörgum gerðum, þverflautur, selló og spinet, sem er eitthvað lítið strengjahljóðfæri held ég. Það verður fróðlegt að vita hvernig þetta verður...hellingur af allskyns flautum.... ég reyndi að komast inn í áhugamanna sinfóníuhljómsveit en þeim vantaði ekki þverflautuleikara, þeim vantaði piccollo leikara en ég spila því miður ekki á svoleiðis flautu.Getið skoðað það hér www.kuso.dk . En það hefði verið gaman. Þá í endann september byrja ég í dönskuskólanum KISS. Getið skoðað það á www.kiss.dk, ef þið hafið nokkurn áhuga. Þetta er víst frekar intensivt nám og er mæting þrisvar í viku frá hálf níu til hálf eitt. Ég mun þá nota annan tíma til að sinna fjarnáminu sem er af upplýsinga og fjölmiðlabraut og svo einu og öðru skemmtiverkefni sem ég held sko að verði nóg af í framtíðinni. Ég hlakka líka til þegar Sindri kemst á leikskólann, þá kemst ég í jóga aftur. Ég er alveg í mínus yfir því að hafa ekkert komist síðan í júlí og er orðin stirð eins og staur. Nú erum við komin með nóg af sjónvarpsleysi. Við erum ekki búin að hafa sjónvarp síðan í endann á júní og þegar farið er að hausta svona myndast bara einhver önnur stemmning inni í íbúðinni. Nú vantar að hafa sjónvarp. Aðallega svo Bóndinn fái ekki heilaskemmdir og legusár á afturendann að horfa alltaf á það sama á spólu. Það tekur víst um 20 daga að fá stöðvar í sjónvarpið...það er aldeilis hann er rólegur daninn. Heima á Íslandi myndi vera sagt að þetta kæmi innan klukkutíma. Já sei sei. Talandi um Ísland þá er ekki frá því að ákveðin heimþrá geri vart við sig af og til. Náttúrulega heimþrá í okkar dásamlegu fjölskyldu eins og hún leggur sig (og hún leggur vítt og breitt ) og aðra útvalda en svo er það vatnið. Mikið sakna ég þess að geta ekki farið peningaáhyggjulaus í sturtu og verið þar lengi. Drykkjarvatn er ekki það sama, ég keypti mér íslenskt vatn hér um daginn...mmmmm, það var dásamlegt. Og að lokum finnst mér hræðilegt að komast ekki í almennilega sundlaug, sem er úti og með heitum potti. Það verður trúlega það fyrsta og eina sem ég geri þegar ég kem í heimsókn heim, s.s að fara í sund.
1 Sept 2007
Síðustu "frí" dagarnir
Posted by Bústýran at 11:17 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Ber á blöndnum tilfinningum hér, get ekki hugsað mér að vera án sundlauganna. En öfunda hljóðfæraspilið og sjónvarpsleysið, því hér eru legusár á rössum sem ættu að vera með harðsperrur... Mikið sakna ég svo þess að hafa ykkur hér í nokkurra metra fjarlægð...
Gvöööð já..það var þvílíkt gaman...þið verðið bara að koma út, hér er þetta bara öðruvísi.
SVONA!
Þið farið ekkert ÖLL frá mér!!!!!! En hafið það gott hvar sem þið eruð og njótið bara lífsins. Elska ykkur.
mor
p.s. vantar mysing eða eitthvað?
jú mysingurinn var kláraður fljótt og örugglega :)
Þú yrðir þá bara líka að koma út :)
Post a Comment