12 Sept 2007

Tónlistaskólinn

O, sei sei.
Þá er loksins byrjaður tónlistaskólinn. Ég var svo spennt á mánudaginn að ég pissaði næstum á mig. Það var þá um kvöldið að ég fór í fyrsta Consort gruppe tímann. Gáfaðir og ekki með athyglisFrest mun að ég skrifaði hér í einhvern pistilinn að consort þýðir lítill hópur fólks sem spilar á svipuð hljóðfæri. Það er líka satt, að vísu eru bara tvær þverflautuleikarar, ég og ein önnur. Annað eru blokkflautuleikarar og flauturnar eru af öllum stærðum og gerðum. Venjulegar sem allir hafa séð, þykkar stórar sem flestir geta gert sér í hugarlund um hvernig líta út en svo líka einhverjar rosalegar hlussur..ég var á tímabili hissa bæði hvernig liðið kom munnstykkinu uppí sig og einnig afhverju það sligaðist ekki undan þunganum. Ég hef að vísu ekki hugmynd um hversu þungar þær eru. Svo er einn kontrabassaleikari og ein á spinet, sem er einskonar píanó..nema það heyrist í því eins og í hverju.. þetta er svona "gamalt" hljóð, bara mini pianó má segja. Sko ég fór líka mánudaginn 3.sept, það stóð á einhverjum miða að ég ætti að mæta þá en það var ekki svoleiðis. Þá voru í stofunni krakkar, svona 10 árum yngri en ég. Það var því eins og tímaflakk þegar ég mætti á síðasta mánudag. Í þessari grúppu er fólk sem er mamma mín og pabbi og afi minn og amma. Næsta mér í aldri er 35 og næst fyrir ofan hana er um 50. Þar höfum við það. En ég er vön því að vera tímaskekkja og skemmti mér konunglega, KONUNGLEGA. Ég hef sérstakt dálæti á því að spila með öðru fólki. Mér er alveg sama hvort það er eldra en ég eða yngra, eins og ég spilaði dulítið með á Hvammstanga. Það var hinsvegar svo skrítið að mér finnst ég alltaf hafa þekkt alveg nokkra þarna. Þið kannist við að hitta manneskju og það er eins og þið hafið bara alltaf þekkst þó þið voruð að hittast í fyrsta skipti, kannski tímaflakk líka :)
Allavega þarna er sú sem er best í öllum lögunum, ég stefni að því að valta yfir hana. Þarna er sú sem ég spila með á þverflautuna, hún sagði : ég spila bara aðrahverja nótu því sú sem spilar með mér þessa rödd, hún kann allt lagið..mér fannst það nú bara gott hjá kellu. Þarna eru nokkrir búnir að vera í 25 ár...vóóó. Einn byrjaði 19 ára og er núna næstum 50!!! Það hlítur bara að vera gaman þarna, annað getur ekki verið.
Svo fór ég í gær í spilatíma hjá flautukennara. Hann er með stór brún augu og þegar hann blæs í flautuna þá hverfur á honum efrivörin. Þannig er andlitið á honum eiginlega bara augu. Hann virkar mjög "pró" Hann kenndi mér t.d alveg nokkra hluti í fyrsta tíma sem ég hafði aldrei heyrt um áður..svo ég hef bara góða tilfinningu fyrir þessu.
Ég verð að viðurkenna, þó ég hafi engum ætlað að segja það, að ég var grautfúl með að vera ekki að fara að læra neitt, í engan skóla og allt í köku. En það hefur heldur betur ræst úr. Ég er í Iðnskólanum í fjarnámi í áföngum af upplýsinga og fjölmiðlabrautinni og það lítur mjög vel út og svo eru þessir flautu tímar mjög áhugaverðir.
Allir til Köben á 12.október, þá spila ég á tónleikum á Kúltúrkvöldi. Gaman

2 comments:

aldisojoh said...

oo... ég öfunda. Þetta hljómar skemmtilegt.

Anonymous said...

Hæ elskurnar...fyrir tilviljun datt ég inn á síðuna ykkar. Alveg frábært að fá fréttirnar svona beint í æð. Gott að allt gengur vel. Knús og kveðjur frá Stellu frænku í Gröf.