Það er einhver fjárinn að ganga hérna..það kallast gestagangur. Við höfum legið í þessu og AHG líka. Við fengum sem sagt kærkomna heimsókn frá Íslandi í vikunni sem leið og þau fóru með einhverjum brösum heim í gær morgun. Við fórum án Bóndans í Bakken, eða segir maður á Bakken? Þar fóru börnin með frænkunni í hestavagn og flest tívolítæki sem leifðu börn. Ég fæ greitt fyrir að vera gunga í tívolíi, ég er komin með dágóðan sjóð sem ég ætla að nota þegar ég leysi Bóndann úr þessari fáránlegu geimflaug þarna fyrir ofan.
31 Jul 2007
Ground control ....
Það er einhver fjárinn að ganga hérna..það kallast gestagangur. Við höfum legið í þessu og AHG líka. Við fengum sem sagt kærkomna heimsókn frá Íslandi í vikunni sem leið og þau fóru með einhverjum brösum heim í gær morgun. Við fórum án Bóndans í Bakken, eða segir maður á Bakken? Þar fóru börnin með frænkunni í hestavagn og flest tívolítæki sem leifðu börn. Ég fæ greitt fyrir að vera gunga í tívolíi, ég er komin með dágóðan sjóð sem ég ætla að nota þegar ég leysi Bóndann úr þessari fáránlegu geimflaug þarna fyrir ofan.
Posted by Bústýran at 5:16 pm 3 comments
27 Jul 2007
(sagt í þrumum og eldingum)
....hvern langar svosem að drolla allan daginn alla daga úti í steikjandi sól og ofþornun að sleikja ís??...
Posted by Bústýran at 2:40 pm 0 comments
25 Jul 2007
Nammi og myggur
Það eru myggur hér,svona ofvaxnar mýflugur eða smávaxnar moskítóflugur. Þær eru búnar að bíta Sindra útum allt og hin börnin á ýmsum stöðum. Ótrúlegt en satt hefur Bóndinn alveg sloppið, það er af sem áður var er hann varð flóm að bráð.
Það var allt fullt af þessu hér inni í gærkveldi og um leið og ég vaknaði í morgun æddi ég út í búð og keypti raflostsflugnaspaða, tvo minni spaða (handa börnunum) og flugnaeytur. Svo var okkur sagt að ef við höfum gluggana lokaða í ljósaskiptunum þá komi þær ekki inn,þó svo að opnað verði út seinna um kvöldið.
Það kom svo mikið nammi með frá Íslandi að ég þurfti að endurskipuleggja í skápunum,það er heil hilla full af gotteríi.
Posted by Bústýran at 8:31 pm 0 comments
22 Jul 2007
Við Sindri fórum og prufuhjóluðum regnkápuna í dag. Það var mjög mikil rigning svo það var upplagt að smella sér. Hann sat í sínu sæti á bögglaberanum. Niðurstaða þessarar regnkápu prufu er að kápan er í alla staði ágæt. Ég verð bara að finna uppá einhverju til að brúa bilið milli framhandleggs og handarbaks, rétt aðeins of stutt þegar ég hjóla. Það er spurning hvort ég reyni ekki að sauma bara á ermarnar einhverja framlengingu. Þegar ég er búin að því get ég sent myndir af því til 66°norður og þeir munu senda mér allar kápurnar sínar og fullt af peningum fyrir að breyta þeim öllum..eða þeir gætu nú líka hlíft mér við að sauma það á sjálf, þeir geta keypt höfundaréttinn af þessari verðandi snilldarhugmynd. Jamm, ég mun græða á tá og fingri, þó ekki eins mikið og af hinu gróðaplaninu mínu sem er að ég og Dísa skvísa förum á Strikið og spilum fyrir landann (þá meina ég Íslendinga,það eru eiginlega ekki aðrir á Strikinu að versla..). Landinn mun þá henda í okkur fé sínu. ÉG tala nú ekki um hversu hræður hann verður yfir undurfögrum hljóðum úr okkar ágætu rörum.
Hér er svo allt gott. Verð að segja að það er betra að vera sólbrenndur í rigningu en í meiri sól...vúff.
Bryndís og co koma í fyrramálið og verður þeim boðið í morgunkaffi áður en þau leggja íann aftur, hlökkum til :)
Posted by Bústýran at 10:21 pm 2 comments
17 Jul 2007
Afmæli í röðum
Ein saga í tilefni aldursbreytinga:
Posted by Bústýran at 3:12 pm 5 comments
16 Jul 2007
Myndir
Krakkarnir föndruðu kort handa Bóndanum, það fór ótakmarkað magn af pínulitlum stjörnum á gólfið...hér er allt glimrandi...
Og um kvöldið spiluðum við kana við þau úr AHG. Það var dejligt, enda var heitt á svölunum allt kvöldið. Ég er ekki feimin við að segja frá því að ég vann.
Posted by Bústýran at 10:27 am 3 comments
Afmæli
Þorvaldur varð 30 ára í dag.
Það sást strax á honum, hann varð allur hokinn og þreyttur, hrukkóttur og niðurdreginn. Ættingjar og vinir sem hringdu sýndu honum reyndar mikla samúð.
Ég segi samt til hamingju með áfangann, við á búinu gáfum honum línuskauta til lukku.
Myndir bráðum :)
Posted by Bústýran at 1:14 am 2 comments
10 Jul 2007
Enn af veðri
Það getur verið að Kaupmannahefningar skuldi mér að þeir leggist á skeljarnar og kyssi á mér tærnar því alveg síðan regnkápan mín fína, sem bæ ðe vei er komin, var keypt þá hefur bara ekki rignt.
Ég er nú reyndar alveg hætt að vera hissa á því og sá þetta gerast, alltaf þegar ég kýs að hengja upp þvott þá rignir. Það er súr staðreynd og ég held að þetta sé ættgengur fjandi.
Héðan er hinsvegar allt gott að frétta. Ég er enn heimavinnandi og held ég geti sagt að ég sé líka húsmóðir, allavega er jólakaka í ofninum.
Bóndinn er að vinna hjá konunni ennþá við málningar. Vinnutíminn er alveg svakalegur, maður skilur ekkert í þessu, ætla mætti að keyra eigi okkur út strax í fyrstu viku. Hann þarf alveg að mæta kl 10 og er ekki búinn fyrr en kl 15...maður spyr sig hvort þetta eigi nokkuð eftir að ganga upp... hvort ekki eigi eftir að koma upp veruleg álagsmeiðsl...ÞÁ Í LETINA.
Voðalega slakir blessaðir danirnir.
Posted by Bústýran at 2:38 pm 2 comments
7 Jul 2007
Rafastugl
Hvernig varetta:
Saltkarl
Rasskjöt
Brennt frúns
Frottblutningur
Hágat
Verðlaun fyrir þann sem getur raðað þessu rétt saman. Bryndís og Hinrik mega ekki keppa :)
Posted by Bústýran at 10:45 am 7 comments
6 Jul 2007
Veðurteppi
Það er rigning ennþá. Maður spyr sig hvort að það sé yfir leitt ekki rigning og rok á Ísland heldur bara þar sem við erum? Nei nei, enga svartsýni hér. Þetta er í lagi fyrst ég er búin að fá rífandi viðbrögð við bauli mínu yfir regnfataleysi og er nú á leiðinni til mín dýryndis (dírindis,dýrindis,díryndis,bryndís) regnkápa frá 66 gráðum norður. Hrópa húrra fyrir því að eiga bæði systur og regnkápu.
Í morgun kom til mín kona að nafni Fransizka til að stilla píanóið fagra. Hvernig haldiði að Fransizkur líti út? Fyrir mér, áður en ég sá hana, þegar ég var búin að heyra í henni í síma, var hún suðræn í útliti, dökkhærð með svakalega sítt hár. Hún var í andlegu jafnvægi vel lyktandi og var píanóleikari og bara um 35 ára og bar með sér þvílíkan þokka að jafnvel gól á borð við einmitt það þegar verið er að stilla falskt hljóðfæri og ýta á sömu nótuna aftur og aftur myndi hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ég sá fyrir mér að hún væri sönn ævintýra manneskja.
Það var ekkert af ofantöldu sem mætti hér kl 9:30 í morgun...að vísu mjög fín manneskja örugglega, en hún var lítil, ljóshærð með stutthár,í bláum útihúsabuxum greiddar ofan í sokkana og æpandi gulum jakka með rauða skólatösku. Hún var með gular tennur og tileygð. En hún var hress og stillti píanóið svo nú get ég byrjað að vekja nágrannana með einhverju velvöldu frá mínum eigins fingrum. Við börnin þurftum að vísu að vera úti á meðan, hún þurfti jú að hafa næði. Þannig að við stóðum bara í rigningunni í klukkutíma..hálf blautt svona..
Posted by Bústýran at 1:37 pm 0 comments
5 Jul 2007
Rigningin
Það bara rignir endalaust. Hvað á það að þíða?? Bóndinn er farinn að vinna hjá konu (nei ekki svoleiðis..). Hann er að mála hjá henni veggina og líma eitthvað. Á meðan sit ég heima og passa börn, eða glápi á rigningu. Það er nefnilega þannig að mig vantar regnkápu, já, kápu, sem er síð niðrá hné eða svo. Hana er ekki að finna hér í Köben. Án hennar kemst ég ekkert út þegar rignir svona. Ég er búin að þræða Strikið, Fiskitorvet og Fields en allir eru að selja ermalausa boli. Svo kæra fjölskylda og þið sem tilheyrið almúganum endilega bendið mér á hvar ég fæ regnkápu. Ef þið vitið um í Köben þá er það glimrandi en ég hugsa að ég þurfi að leita heim til Íslands, þar sem er jú rok og rigning nema í síðustu viku :). Og þið verðið að kommenta eða senda okkur tölvupóst eða sms eða eitthvað, skrifiði bréf, það er alltaf svo skemmtilegt. Love you all.
Posted by Bústýran at 12:09 pm 2 comments
2 Jul 2007
(af símamálum)
Ég hlít að vera orðin merkisborgari Kaupmannahafnar, allavega fékk ég senda ávísun í pósti frá vinum mínum í TDC (þeim sem eru svona mikið í bjórnum). Jámm, eftir að hafa verið rukkuð fyrst um 2500dkk og svo 1400dkk fékk ég reikning uppá 49dkk og ávísun uppá 495dkk.
Það er meira hvað það er billigt að búa í Köben, allir að koma.. það er víst þannig að það streyma bara peningar innum lúguna hjá fólki.
Posted by Bústýran at 11:09 pm 0 comments
Nýja torg og garður Kóngsins
Við fórum hinsvegar í garð kóngsins. Rosenborg have að mig minnir að garðurinn heiti. Í honum er þetta tré sem er hér fyrir ofan. Krakkarnir eru þar undir, eins og maurar að stærð.
Og eitt það undarlegasta. Það lá svartur snákur í grasinu alveg upp við gangstíginn. Það verður nú að teljast hálf furðulegt ekki satt? Hann var alveg eins og dauður, en það ku vera taktík þeirra við að veiða. Sunneva sem vílar til dæmis ekki fyrir sér að þamba grillvökva var ekki sein á sér að pota í fyrirbærið...hún er ótrúleg.
Svo um daginn voru varðeldar um allt. Man ekki útaf hverju en það var eitthvað. Við þangað í kvöldsólinni, bara hreint ágætt. Krakkarnir fengu útrás það var líka fínt. Kaupa þau orku einhversstaðar? Hafið þið verið að lauma þessu til þeirra?
Ég fengi trúlega ekki einusinni einkunn fyrir þessa uppsetningu enda dugði þetta ekkert, skíta taubleiur..hverjum datt þetta eiginlega í hug??
Posted by Bústýran at 10:29 pm 0 comments