11 Sept 2008

Undarlegar venjur Danans

Um daginn þegar ég var að hjóla heim úr skólanum hjólaði ég sem fyrr í gegnum miðbæ Kaupmannahafnar. Það er alltaf jafn sjarmerandi finnst mér. Það sem var hinsvegar hálf furðulegt við þessa ferð var að fyrirtæki sem selur nautakjöt, eða verkar það og selur, veit ekki alveg, var með svona kynningu á miðju Kultorvinu. Þau voru með allskonar nautakjöt, skorið svona og hinsegin og þið vitið, lundir, lendur, lindir og aðra fína vöðva, hehe. Furðulega var að fyrirtækið hafði flutt eitt stykki naut með sér oní miðbæ. Nautið var náttúrulega ekkert lítið. Er ekki pínulítið kaldhæðnislegt að sýna hrátt niðurskorði nautakjöt og lifandi naut hlið við hlið?? Og elda svo kjötið fyrir framan eymingjans nautið..

Þetta er hinsvegar kápan á bók sem Bóndinn fékk í skólanum. Þetta er vörubæklingur. Bókin er um 10cm á þykkt, ekkert smá flykki. Þið veitið því athygli að kokkurinn heldur á tveimur hnífum...
Og þetta er kápan á verðlistanum sem fylgir vörulistanum. Mér finnst þetta dreeeeep fyndið. Eymingja kokkukrinn. Þetta jafnar alveg út það sem mér fannst um nautið sem mátti horfa uppá vin sinn steiktan.Svo er hér mynd sem Bóndinn tók af svölunum okkar í gærkvöldi. Það má segja að hér sé farið að dimma töluvert. Altsvo, það er farið að dimma bara um átta leytið. Myndin er geggjuð finnst mér. Er hún ekki dulúðug? Og í leiðinni töfrandi eða spennandi eða hvernig ætti eiginlega að lýsa þessu. Þú ættir að smella á hana og sjá hana stærri. Hann gerði tilraun og setti myndavélina á fót undan sjónaukanum sem hann fann í fyrra í vinnunni á Kastrupvej.

Annars er hér allt þokkalegt að frétta. Ég uppgötvaði gott vöðvakrem sem heitir Tiger balm. Það er súper. Gummi er alveg að detta í að getað lesið. Ég hef verið að biðja hann að lesa á hin ýmsu skilti. Umferðaskilti og svoleiðis, það hefur gengið bara vel. Sunneva sönglar stafrófið, á dönsku naturligt. Hún kom heim í dag búin að krota með kúlupenna einn blett á nefið á sér og nokkur veiðihár. Ég spurði hvort hún hefði gert þetta sjálf. Hún svaraði að hún og Adam litli væru alltaf að lave ballade...sem útleggst þannig: hún og einhver lítill tittur eru alltaf að prakkarast. Sindri sæti er líka í því að tala. Ef ég tala við hann á dönsku þá svara hann á dönsku, ef ég tala við hann á íslensku...þá svarar hann á dönsku.

Svo las ég bók í kvöld fyrir þau. Hún var um Andrés Önd og Ripp, Rapp og Rupp og þeir fengu sér hundruði hænsna og ætluðu svoleiðis á græða á tá og fingri. Einn partur sögunnar er um að Andrés gefur hænunum svo mikið vítamín að þær byrja að bólgna út og missa fiðrið. Fiðrið safnast saman í því líka hauga og að lokum verða þeir frændur að skúbba því fram af hæðinni sem þeir eru með hænsnabúið á. Hræddir bæjarbúar, væntanlega allir nærsýnir, töldu þetta hvíta vera snjó og hlupu til og byrjuðu að tjarga þökin sín, síðan með mjög svo óvæntum fiður í setningum. Gummi spurði afhverju fólkið tjargaði þökin sín og ég sagði að það væri til þess að þétta þökin, svo rigning og snjór kæmi ekki í gegn...þá spurði hann hvort amma Lóa þyrfti líka að gera þetta..ekki veit ég afhverju amma Lóa er eina manneskjan sem mögulega hefði komið til greina, sem þyrfti að tjarga þakið hjá sér..

3 comments:

Anonymous said...

hehe hann veit þessi elska að þegar rignir úr vissri átt þá lekur þakið hjá ömmu :) sem er reyndar sjaldan. En þetta er gott ráð :)
Kossar og knús.
mAmma.

Anonymous said...

AHAHHAHAHAHA!! Skýri Gummi!! En myndin er sérlega mysterísk! Hún gæti verið kápa á mjög svo spennandi spennuskáldsögu eða kvikmynd sem fjallar um glæp sem framinn er aðeins þegar tunglsbirtan skín framhjá skýjahulunni...

Anonymous said...

Þarna er komin hugmynd að nýrri bók fyrir Arnald !!! :) Myndin er ótrúlega flott.