31 Aug 2008

Skipuleggja

Ég skrifa ekkert hér aftur fyrr en ég er búin að skipuleggja önnina út í hörgul. Tímataflan er að verða tilbúin, skólinn, flautan, sellóið (já..hehe, verður það ekki gaman), hvenær hvaða barn er í íþróttum, hvenær hvaða foreldri fer á hvaða foreldrafund hjá hvaða barni, hvenær hver er í hvaða íþróttum og svo fær Bóndi væntanlega stundaskrá líka... oooog svo erða hvenær á að læra, hvenær á að vinna í Norðanátt (let me tell you, það er ekki lítið á döfinni þar) og hvenær á að æfa sig, hvenær á að sinna börnum, hvenær á að sinna manni, hvenær og hver á að sinna mér hvar ..hvenær á að vinna vinnuna sína já sei sei, það væri lygi ef ég segði að mér finnist þetta ekki vera pínulítið yfirþyrmandi þegar ég er búin að setja þetta svona upp..jibbíkóla skohh..

Ég er samt að vinna í því að koma þessu á koppinn, þetta er allt spurning um að skipuleggja og skipuleggja svo skipulagið með skipulagningu.

Eins og ég segi, ég blogga aftur þegar ég hef sett það í stundaskrána hehe, vonandi samt bara eftir tvo daga eða svoleiðis, ég ætlaði að vera búin að gera öll plön núna en svo var bara sólbaðsveður, þannig að því miður eyddi ég tíma mínum á ströndinni, á svölunum, í búðunum, með AB (Aldísi og Brynjari), með familíunni minni að sjálfsögðu og þannig er þaðnú.

Óver..

27 Aug 2008

Afmæli mÖmmu Lóu er í dag

Já, mér áskotnaðist sá heiður að eiga nöfnu í Gröf sem er tilbúin til að spreða tíma sínum í mig..myndi segja "spreða tíma sínum í mig..hina aumu sál" (sagt með væluvorkennistón) en þar sem ég veit að ég er ekkert aum þá verð ég náttúrulega að segja að hún sé til í að spreða tíma sínum í svo verðugt verkefni eins og að þjóna mér (hinni dásamlegu) með myndir af mÖmmu Lóu. Þær pósta ég að sjálfsögðu í tilefni af því að mAmma Lóa fagnar jú afmælisdegi í dag. Það eru að sjálfsögðu ekki bara við hér í Köbbben sem fögnum þessum áfanga heldur hefur svoleiðis fólk safnast saman í miðju Reykjavíkur til að fagna afmælinu hennar mÖmmu Lóu. Meira að segja Páll Óskar söng kærleiks söng og það komu rútur með veifandi mönnum og æstur múgurinn féll næstum í yfirlið.. Á myndinni að ofan eru mAmma Lóa og Guðmundur Bróðir á jólunum að ég vænti á Auðunnarstöðum.
Þarna eru þau systkin á gamla Blakk, það sést að vísu ekkert mikið í mÖmmu og mér verður spurn hvað séu eiginlega mörg ár á milli hennar og Guðmundar Bróður?
Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að mAmma Lóa hafi líka verið unglingur í eina tíð. Mér finnst frábært hvað Þorvaldur er stundum líkur henni. Stundum er það alveg lygilegt.
Sjáiði hvað kjóllinn sem hún er í er flottur og þetta er tekið í Júlí 1964. Ég veit líka alveg hvernig Sindri verður þegar hann verður eldri, þá í framan.

Og þarna er Dúkka með. Þessi dúkka er ennþá til og hafa mín börn leikið sér að henni í mörgum af þeim dásamlegu ferðum sem við höfum farið og þau ein með mÖmmu Lóu útá Auðunnarstaði.

Við óskum þér, mAmma Lóa svo mikið til hamingju með daginn. Söknum þín alveg ótrúlega mikið, það er alveg annanhvern dag sem Sindri segir , Ha amma??? og þá segi ég "á Íslandi" og þá segir hann...neeeee, amma kooooma.

Afæmlis og lukkukveðjur héðan.

23 Aug 2008

Handbolti en ekki hvað

Hér á heimili er Bóndinn bara frá af tilhlökkun eftir úrslita leiknum í handboltanum. Það lýsir sér þannig að hann segir ekki orð allan daginn og ráfar meira um en venjulega. Hehe, en hér verður risið úr rekkju til að glápa á boltann að sjálfsögðu.

Annars fór ég á lífið í gær. Það er ekki í fyrsta skipti sem ég fæ staðgengil til að gegna starfi Bóndans þegar ég fer út að skemmta mér. Í þetta skiptið ákvað ég að ráða Brynjar sem er hér í heimsókn. Auðvitað nota ég hann fyrst hann er hér hvort sem er. Við fórum til Aldísar og Brynjars til að byrja með. Þá fórum við á pöbbarölt (alltaf svo glatað orð eitthvað) og við komum heim undir morgun. Þegar við vorum á leiðinni heim byrjaði að rigna, það var um kl 6 eða svo í morgun og það hefur bara ekki stytt upp síðan. Við vorum gegndrepa gersamlega..þvílíkt og annað eins. Og þvotturinn varð svo blautur að þvottagrindin var alveg að sligast.

Það var meira að segja það mikil demba að krakkarnir voru ekki send út að leika sér. Það endaði nú samt með því að ég fór með þau út eftir kvöldmat, gallaði alla í gúmmí og við fleygðumst út. Það var hressandi fyrir minn þunna kropp og fyrir þau því þau voru að spila út. Sérstaklega Hitt fíbblið. Það var bara ekkert lát á bröndurunum sem hún reytti af sér, þess á milli tók hún duglega í strákana sem máttu eiga fótum sínum fjör að launa..Sindri amk, en Gummi náttúrulega tók í hana á móti bara. Þau voru eldrauð og sveitt og alveg geggjuð. Þannig það var eiginlega ekki annað í myndinni en að þau færu út. Ég lét þau meira að segja hlaupa hringinn í garðinu..hehe.

Þegar við komum inn fengum við nammi í skál og popp og spiluðum Lúdó. Það var ágætt. Ég man alltaf eftir slönguspilinu sem var aftaná Lúdóinu mínu síðan ég var krakki. Það var skemmtilegt spil.

Þannig fór þessi laugardagur bara í akkúrat ekki neitt að viti. Það er ágætt svona einstaka sinnum.

21 Aug 2008

Sunneva skólastelpa

Fyrsti dagurin hjá Sunnevu í skólanum fór geisilega vel.Að gera sig tilbúna. Hún var frekar spennt
Og við þurftum að stilla böndin á töskunni svo hún myndi ekki bara detta af á leðinni. Og þau bæði voru mjög spennt. Mikið að gerast. Nú er þetta fyrir alvöru að byrja hjá Gumma. Það er ekki eins og heima á Íslandi hvernig námið er uppbyggt hér. Í börnehaveklassen eru þau mikið að læra gegnum leik og svoleiðis og með því að fara og upplifa hlutina en í 1.bekk er bara komin lestrarbók og allt. Það er ekki laust við að Gvenda finnist hann vera orðinn pínu fullorðinn. Svo byrjaði hann á fótbolta æfingum í dag.Svo fóru þau að fíbblast aðeins




Sunneva fór svo líka í ballett tímann í gær. Þar dansaði hún ballett eins og hún lifandi gat. Kennarinn er amerísk en kennir á dönsku, talar svipaða dönsku og ég, hehe. En Sunnevu fannst æði og ætlar pottþétt aftur. Ég veit það ekki, það er krafist svo mikils oft..úff... Nú þurfa þau þegar það eru íþróttir að koma með leikfimisföt, sem er náttúrulega ekkert undarlegt en þau þurfa líka að hafa skó. Þannig að nú þarf skóbúnaðurinn á þeim að vera svona: Stígvél, kuldaskór (nema ég noti "ullarsokkur í stígvéli" aðferðina til sparnaðar), strigaskór (því það er jú ekki kominn vetur eða neitt), inniskór á frítíðs, inniskór í bekkinn, takkaskór/ballett skór og svo er það allur klæðnaðurinn líka. HVer sagði að manneskjur yrðu að ganga í fötum. Eigum við ekki að taka það bara upp hjá okkur öll saman að vera bara allsber og ekki í neinum skóm? Það yrði auðvitað að vera meira bannað en það er að hrækja tyggjói á götuna þá. Sæuð fyrir ykkur ef krakkarnir yrðu þreytt og myndu setjast beint í tyggjóklessu.

Annars fór ég í blóðprufu í dag á Hvidovre hospital. Það er svipað og heima, maður fer til læknis og er svo sendur á biðstofu á rannsóknarstofunni þar sem blóðið er tekið. Mikil ósköp. Þetta á svo illa við mig, ég var næstum farin að grenja það passar svo illa saman fyrir mig að vera inni í svona húsi. Bróðurpartur fjölskyldu minnar mun aldrei skilja þessa tilfinningu enda næstum allar hjúkkur, hehe. Þarna voru sem sagt um það bil 40 manns á biðstofu. Fyrst þeir voru þarna þá er bókað mál að það er eitthvað að þeim. Hvað er náttúrulega ekki vitað en mér finnst að á svona stofum eigi allir að vera í geimbúning til að vera viss um að smita engan í kringum sig. Svo andaði fólkið fyrir aftan mig, andfúlum veikinda andadrætti, í hálsmálið á mér og svo kumraði og heyrðist mjööög annarleg hljóð frá eldra fólkinu. Ein kona var eins og hún væri að berjast við að missa ekki andann í hverjum andadrætti. Ég var gríðarlega fegin þegar ég sá hversu hratt þetta gekk, enda voru líka alveg 10 herbergi og það hentust út hjúkkur eins og gaukar í klukku og görguðu númerin upp. Þegar ég kom í herbergið síðan voru tveir "blóðtöku" stólar í hverju herbergi. Þannig að ég þurfti í þettað skiptið að lesa mér til huggunar meðan tappað var af mér. Ég er vön að glápa bara í hina áttina en þar sat núna kona sem líka var að láta tappa af sér.

Síðasti frí dagurinn er á morgun. Á föstudaginn fer ég á námskeið í tengslum við vinnuna sem ég fékk í skólanum og svo er það bara skóli á mánudaginn. Það er ágætt bara. Sindri orðinn grútleiður að hanga hér með okkur allan daginn. En svona er það nú :)

18 Aug 2008

Fyrsti skóladagurinn í 1.x

Fyrsti skóladagurinn hjá Gvenda fór bara mjög vel. Bara stuttur. Kennararnir sem heita Pia, Lars og Gorm buðu krakkana velkomna með smá ræðu um hvað yrði gaman. Svo fór Pia að tala um fiðrildi í maganum, þegar maður verður spenntur eða þið vitið. Svo dró hún upp fiðrildi innan úr smekkbuxunum sem hún var í sem á stendur nafn allra barnanna. Alveg frábært, krakkarnir voru strax hugfangnir.
Hér er Gvendi að skrifa einhver ósköp eða lita eitthvað. Hann er við hliðina á þerri í appelsínugula.
Og Hrafn lenti með honum í bekk. Þvílík tilhlökkun. Gummi spurði örugglega þúsund sinnum, kemur Hrafn á morgun, kemur hann?? kemur hann?? Og þarna er hann á sínu borði eitthvað að athuga töskuna sína. Duglegir strákar.

17 Aug 2008

Helgi


Hér er allt á suðupunkti. Eða þannig. Það er alveg að fara að gerast veturinn og allt hið dásamlega (ég tel ekki upp hið ódásamlega) sem fylgir vetrinum. Til dæmis er það sem mér finnst skemmtilegt þegar hausta tekur er að það fara að vera ávextir útum allar götur borgar og enn meira í skóginum. Epli, perur, plómur grjótharðar og fleira náttúrulegt góðgæti. Og það má segja að svona "heimaræktuð" epli séu farin að sjást aðeins í stórmörkuðunum. Þau eru mikið minni heldur en þau sem fást venjulega. Ég keypti einn poka af svoleiðis á föstudaginn. Svo var ég eitthvað að skera þau á laugardaginn og þau voru alveg hvít að innan og alveg frábærlega falleg, svo ég tók myndir af þeim, þarna uppi er ein.
Og hér er önnur. Og svo kom Sindri og rændi mig myndefninu:
En það er langt frá því að vera komið haust hér sko. Til að mynda fórum við börnin á ströndina í gær. Nú þegar við erum flutt tekur það nú bara 5 mín að hjóla þangað. Það er geðveikt. Við hrúguðumst í Christianiu hjólið og þutum af stað. Höfðum að vísu tilkynnt komu okkar á ströndina í höfuðstöðvar AB (Aldísar og Brynjars) þannig að Aldís og Hrafn komu líka. Börnin léku sér í sandinum, mokuðu skurði og veiddu að mig minnir að hafi verið komið uppí 24 síli (eða voru þetta bara litlir sjóánamaðkar..oj). Við með brjóstin neituðum harðlega að þeir hálf fermdu kæmu heim með sílin og geymdu þau þar. OJ. Þegar við svo vorum orðin steikt, eða við Aldís vorum steiktar því við sátum í skjóli með fésið í sólina en börnin voru í ísköldum sjónum með vindinn í bakið, brunuðum við heim. Þar voru þeir félagar í BB (Bóndinn og Brynjar) en þeir voru að glápa á handbolta. Við heyrðum að fleiri í húsinu voru að horfa á þegar við renndum í hlað. Það heyrðust svona..Ujjj, noooojjj, voooooóó..af og til innan úr íbúðunum, allir með opið út náttúrulega í þessum hita. Aldís þrumaði uppí rjáfur til að ná afgangnum og ég fylgdi Sindra upp. Svo um kvöldið átum við mat að hætti Bóndans sem er ávalt góður og því við eigum svona heppileg börn þá gátum við spilað kana frameftir kvöldi og það var eins og við hefðum gefið þeim einhver lyf..þau þó að klukkan væri hálf ellefu eða eitthvað tóku til í herberginu..óbeðin. Ótrúlegt.
Í dag erum við svo löt að ég hef ekki farið út fyrir íbúðina, nema útá svalir. Það er e-h að mér á morgnana og ég er komin upp klukkan hálfsjö. Var síðan svo mikið í tölvunni að ég þurfti að leggja mig og svaf í tvo tíma. Þá fór Sindri ekkert í föt..var á bleiunni í allan dag..hvernig fólk erum við eiginlega???

Svo dregur til tíðinda. Hér í Danó fer allt hægt af stað og er allt saman mjög vel undirbúið einhvernveginn. Í síðustu viku hringdu tónlistakennararnir og tilkynntu hvaða tíma ég hafði fengið. Nú lítur út fyrir að mánudagar séu hinir stóru tóndagar. Svo byrjar 1.x á morgun stundvíslega kl. 8. Það er búið að taka til í og þvo skólatöskuna viðeigandi. Þá byrjar 0.y á þriðjudaginn og ekki er minni spenna þar á bæ, Sunneva fékk frábæra Brats skólatösku. Sama dag byrjar hún í ballett. Og Gvendi hefur hætt við að ætla að verða breikari, nú ætlar hann að fara í fótbolta eins og hefur oftast verið talað um að gera, hann hefur bara fengið svona skammhlaup..ekki veit ég hvaðan það kemur.

Vonandi næ ég síðan líka að láta þau læra að synda í vetur. Sjáum til hvernig það fer.
Svo er eitt spennó hjá Bónda sem ekki er hægt að útvarpa á netinu, eða ætti ég að segja netvarpa, strax. Ég er allavega rífandi spennt yfir því.

Á föstudaginn fer ég svo uppí skóla á eitthvað námskeið sem tengist vinnunni sem ég fékk í skólanum, veit ekkert hvað á að fara fram á því. Og svo byrjar skólinn daginn eftir. Og tónó byrjar 1.sept.
Eretta ekki spennandi?? Það finnst mér.

Nokkrar myndir úr strandferð

15 Aug 2008

Símon

Við erum loksins orðin almennilega tengd við umheimin. Nú er hægt að lesa fréttir af okkur hér á síðunni, senda okkur villt og galið sms og hringja í íslenska símann. Þið eruð með númerið. Það má nú varla minna vera. Ég fékk nú samt sendibréf í dag. Það var límt fast á nammi pakka frá systur minni. Það var frábært. Ég settist strax við skriftir og má hún eiga von á ritgerð þegar ég man eftir því að fara með bréfið í póst.

Hér er allt við það rólega þó ég hafi þurft að þvo ótrúlega mikinn þvott í dag, mamma veit hvað ég er að meina..hehe. Ég hef alveg verið í því að spreyja sótthreinsandi um allar trissur.

Ég þori varla að segja það en það er engin mygga búin að sjást hérna eins og í fyrra. Það er frekar furðulegt því það var svo geðððveikt mikið af þeim þá. Kannski hefur ekki rignt nógu mikið. Það er þó spáð rigningu eiginlega út ágúst að mér sýnist, ég var alveg að vona að ég hefði tækifæri á einum góðum strand degi og nokkrum svalasólböðum.

Á mánudaginn byrjar svo ballið. Gummi byrjar þá í skólanum, Sunneva daginn eftir og svo við Sindri mánudaginn eftir viku. Já, þetta verður örugglega frábær vetur :)

14 Aug 2008

Rjáfrið

Nú er komið að því að ég standi mína pligt sem ritstjóri Félagsbúsins. Ég ætlaði sko að bíða þar til ég væri ALVEG búin að pakka upp og gera vort heimili eins flott og það getur verið, og þá taka myndir til að pósta hér á veraldarvefnum. Ég tók alveg til í herbergjum í dag fyrir myndatökuna en þá gerði þetta:
Þetta er hoppukastali gerður úr öllum púðunum í húsinu. Og svo flugu þau hvert á fætur öðru úr kojunum, nema Sindri, hann veit að hann á ekki að þvælast í háloftunum. Þau voru öll eldrauð í framan og sveitt þegar ég stöðvaði þennan hættu leik..það var eftir að ég hafði vaskað upp, sópað gólfið, þvegið eldhúsborðið, hengt upp þvottinn og æft mig á flautuna alveg í friði..múheheheh.
Og ég, til að róa lýðinn, setti á angurværa tónlist af disknum Pottþétt Vitund. Þá braust út í liðinu þvílík dansgleði. Sindri hermdi eftir systur sinni sem stökk strax í ballett pilsið, sem reyndar var partur af búning því hún var jú Bratz á öskudaginn. Það er gaman að sjá hana því hún ætlar að fara í ballett tíma á þriðjudögum í vetur.
Sem sagt séð yfir stofuna. Þar er voooðalega gott að vera, undir súð og allt. Frábært þegar rignir.
Og yfir eldhúsið, eða borðkrókinn öllu heldur. Eldhúsið er eins og ég var búin að segja, nýja ástmey Bóndans. Hann fékk nú bara standpínu þegar hann sá reykháfinn eða hvða þetta er...viftuna, það er ljós í henni og allt.
Minn ruslahaugur. Það verður seint eða jafnvel aldrei sagt um mig að það sé hreint á skrifborðinu mínu. Samt er ég búin að ljúga því í skólanum að það sé alltaf öllu uppraðað...ég veit ekki hreinlega afhverju mér fannst ég þurfa það. En staðsetningin í íbúðinni er góð, enda valdi ég hana.
Höll Örverpisins. Örverpið verður alltaf að vera inni hjá okkur. Fær örugglega aldrei sér herbergi. Enda finnst honum jú best að skóbbla annaðhvort móður eða föður úr rúmi vor og liggja þar sjálfur á ská, þvert eða öfugt með alla arma út breidda. Hann er nú alveg met blessaður. Þrumaði framhjá altarinu sem stóð opið, urraði eitthvað og smellti hurðinni aftur. Það lærir sem fyrir þeim er haft..
Og síðast en ekki síst er það vistarverur Prinsins og Hins Fíbblsins. Hún er í rúminu sem er ...það er engin leið að lýsa því..þau eru bæði við veggin og myndin þannig að hvorugt þeirra er innar..eða til vinstri eða hægri..eða hvað..jú, rúmið sem er til hægri, ekki með boltanum undir..ÖÖÖ. Og hann er þá í hinu rúminu. Þarna undir eru skrifborðin þeirra eins og sjá má og ákvað ég að hengja smávegis gardínu þarna á milli borðanna svo þau ættu smá næði. Það er alveg byrjað að röfla um að langa í sér herbergi. Við horfðum á Euro Sport sjónvarpsstöðina um daginn og á var Breikdans keppni. Gvendi varð alveg heillaður og er að spá í að læra breikdans, þau verða s.s al dansandi eftir veturinn. Svo langar mig að þau læri að synda, glatað að vera ósyndur.

Og nýji tölvupósturinn minn er nitta@youmail.dk, en ekki .com eins og ég var svo snilldarlega búin að senda allri símaskránni minni..úffff

12 Aug 2008

Uppí rjáfri

Félagsbúsmeðlimir hafa nú komið sér þokkalega fyrir uppí rjáfri á Englandsvej 38D á Amager í Kaupmannahöfn. Þetta er geisilega fín íbúð að mér finnst. Ég á alveg eftir að taka myndir, enda er ekki allt komið á sinn stað ennþá, það er í vinnslu. Það var allt gróflega komið upp þegar Bóndinn mætti heim úr útlegðinni í Fljótshlíðinni. Hann og Sunneva komu á miðvikudagskvöldi heim og það fyrsta sem hún sagði við mig var "varstu að kaupa þetta?" því Sindri sat í einhverri kerrudruslu sem ég hafði keypt meðan ég var Christianiu hjóls laus og hjálparhellnalaus (Bóndi og börn). Henni var skítsama þó ástkær móðir hennar, sem ekki hafði séð hana í heilan mánuð og ekki heyrt í henni að kalla í tvær vikur (vegna alls síma leysisins), stæði á flugvellinum væmin á svip og búin að heilaþvo Örverpið með þessum söng:

K:Hver er að koma?
S:Amma..
K: Nei..KVVHER er að koma? (hvísla: Pabbi og..)
S: Pabbi- Sunnemma
K: og hver kemur svo?
S: Amma
K: ...urr..hver er að koma í kvöld?
S: Aaaaaví Gummí ó Gúmmiiii

Henni var sama og hún er alveg eins og hún var, sem betur fer, kannski aðeins stærri en annars alveg jafn mikil skellibjalla.

Svo komu nafnarnir. Ég mistók eitthvað hvenær flugið átti að lenda og var alveg þremur stoppistöðvum frá flugvellinum þegar Pabbi hringdi. Jedúdda. Þannig þeir máttu bíða eftir mér en ekki ég eftir þeim. Og við þutum heim í rjáfur, skondruðumst upp stigana. Pabbi taldi og þetta eru í mesta lagi 12 uppgangar, með held ég 9 tröppum í. 12 neðan úr kjallara (13 ef maður telur niðurganginn þar með (náttúrulega tröppuniðurganginn)). Og þeim leist bara vel á þetta. Hver verður ekki hressari af því að svífa upp nokkrar tröppur?

Ég er semsagt komin í netsamband, það gerðist í gær. Segi söguna af því síðar. Nú þarf ég hinsvegar að fara í sturtu, það er fáránlegt hvað það er langt síðan ég fór, sérlega miðað við að maður getur nú svitnað við að hlaupa upp stigann. Segi síðan líka gólfpússningarsöguna síðar og tek myndir og svona..

Þegar maður er búinn að vera netlaus í svona tíma þá hafa safnast upp hlutir sem þarf að gera í gegnum tölvuna, þar sem hún er jú minn annar heili og minniskubbur.

Fengu allir póstinn frá mér með nýja emailinu mínu ? Það er nitta@youmail.dk.
Og við erum enn sem komið er bara með gsm síma. Skype kristin.gud ef einhver þarf að hringja frítt yfir.

6 Aug 2008

Netlaus = allslaus

Nú er ég tengd heima hjá AHG. Ég veit ekki hvenær ég fæ netið heim til mín. Lenti í einhverjum vandræðum með þetta... þar sem ég bý núna í skýjakljúfi þá nær ekki tengingin betur þar uppeftir að ég varð að taka exekkjútíff ákvörðun um að sleppa því að vera með heimasíma. Það er í lagi því við notum hann heldur ekki neitt. Ekki örvænta, við verðum enn með íslenska símann og þið getið hringt eins og þið fengjuð borgað fyrir það. Númm..og ég hringdi ...og svo hringdi ég aftur..og aftur og alltaf fékk ég furðuleg skilaboð um að fyrst það væri ekki hægt að flytja símann heldur bara sjónvarp og net og svo að það væri sko aldeilis hægt að flytja þetta allt saman..og að það myndi gerast í dag og svo hringdi ég í gær og vildi vita meira um málið því það var síðan hringt um að það væri ekki hægt að flytja þetta... flókið, en kellingin í símanum bað mig að vera þolinmóða..ÞOLINMÓÐA..ég tilkynnti flutninginn fyrir 2 vikum síðan, ég er alveg plentí þolinmóð þykir mér, þó ég segi sjálf frá.

Svo eru dögum mínum sem einstæðingi lokið, dvöl Bóndans og Hins fíbblsins er lokið og þau eru bara komin í loftið held ég. Og lenda á eftir klukkan um hálf níu. Við Sindri ætluðum að elda grjónagraut fyrir þau að borða þegar þau koma heim en erum núna í góðu yfirlæti hjá AHG og nennum ekki heim til að elda.

Meira þegar ég er komin í netsamband og með myndavél svo ég geti sýnt ykkur myndir af íbúðinni nýju :)