Hér
eru nokkrar myndir frá síðustu dögum. Hér er búið að vera með eindæmum gestkvæmt. Ég spilaði á tónleikunum og það gekk vel, rest Félagsbúsins og grúppíurnar Bryndís og Hugrún komu og hlustuðu. Ég skilaði síðasta verkefninu í skólanum og það er að finna hér.
(tæknilegir örðuleikar sem eru hvítur ferningur alveg fyrst, bíðið bara róleg)
(og hér fyrir þá sem geta ekki séð flash spilað) Verkefnið snérist um að við áttum að búa til áróðurs síðu fyrir danskt hjálparstofnunar fyrirtæki. Við fengum feikna góð ummæli um þetta verkefni vort. Þá tekur við yfirferð í næstu viku og svo prófa undirbúningur og ég fer í mitt próf 23.júní. og er þá komin í sumarfrí, ekkkki slæmt.
Síðustu skóladagana hjá krökkunum eru tómt rugl. Það er ferð annan hvern dag og foreldra eitthvað hinn daginn. Við þurfum að mæta á þrjár slútt veislur (börnin eru jú þrjú) allskonar kynningar fundi fyrir næsta vetur og foreldra viðtöl. Mér finnst svoleiðis alveg arfa leiðinlegt.
Svo vinnum við Aldís hörðum höndum að því að koma upp hinum fína vefmiðli, það verður gaman þegar hann er kominn í loftið.
Óver and át.
8 Jun 2008
Síðustu dagarnir
Posted by Bústýran at 9:58 am
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
ég bíð nú alveg sérstaklega þolinmóð... í hálftíma... og það gerist ekkert!! Ég geri ráð fyrir að verkefnið hafi verið e-ð meira en bara þessi hvíti ferningur, er það ekki?
nei, verkið heitir einmitt hvítur ferningur...prufaðu að opna í Firefox..:)
Post a Comment