Já, full langt á milli hérna allt í einu.. ég hef hinsvegar haft í nógu að snúast. Það felst mestmegins í því að snúa mér frá skrifborðinu, í skrifborðsstólnum, til að ná mér í e-h að drekka svo ég ekki drepist við borðið, og svo að snúa mér aftur að því sem ég hef svona mikið að snúast í.
Ég var búin að segja frá því að við Aldís vippuðum upp vefmiðli fyrir Húnaþing vestra og hefur honum verið tekið geysilega vel. Við voðalega upp með okkur. Einhver sem hefur áhuga á að vera fréttamaður þar nyrðra ? (nyrðra..verður e-h erfiðara að bera fram þetta orð..) Bara að koma fram úr skápnum og belgjast fyrir norðan, vera með nefið oní öllu.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, man ekki hvort ég er búin að þusa um þetta áður, að mér finnist oft skrítið þegar e-h hefur bara aldrei tíma. Önnurhvor setning er "ég hef ekki tíma". Hjá mér er það þannig að ég geri allt sem mig langar til að gera og ef það er tæknilega séð ekki tími, þá bara bý ég hann til...þ.e ég vaki lengur og þvæ ekki þvottinn margumtalaða. En svo hefur eiginlega gerst svolítið undarlegt. Þó ég sé komin í sumarfrí í tónlistaskólanum og í skólanum (náði prófinu bæ ðe vei) þá hef ég sett mér að gera nokkur verkefni. Eitt er mjög svo útsmogið plan til að ná mér í verkefni sem vefhönnuður. Eitt er náttúrulega Norðanátt.is og annað er að ég prufaði að sækja um vinnu hjá e-h manni hér í Köben. Það er bara hlutastarf. Það verður spennandi að sjá hvort það gengur upp. En, hið útsmogna plan mitt og Norðanáttin taka allan minni tíma og ég hef svei mér þá, bara ekki haft tíma til að gera margt sem mig langar, svo sem að setja inn heilagan sannleikann á þessa blogg síðu. Biðst afsökunar á því kæru aðdáendur, auðvitað eruð þið sár, illa leikin og haldið að ég elski ykkur ekki lengur, en það er öðru nær.
Svo var mér bent á skemmtilega færslu á bloggi annarra Ísldanlendinga, færslan sem er hér
er um að ofvernda afleggjara sína. Ég er meiriháttar sammála. Ég man ekki betur, nú getur reyndar verið að ég sé að fara með bansett fleypur, en ég man ekki betur en að ég hafi gengið til og frá skóla, hjólað þangað sem ég vildi hjóla, stundaði fimleika svo sund í mörg ár og þrammaði þangað sjálf ...og þar fram eftir götunum, ég vill ekki fara að þylja upp líka það sem ég gerði þegar ég var lítil af ótta við að aðrir bloggarar fari að þusa um að nú séu allir að blogga um hvað þeir gerðu þegar þeir voru litlir. Eníveis, þá er ég bara svo sammála. Ekki það að ég sé að fara að láta þau ganga í skólan ein bara í gær en er þetta ekki pínu lítið svona heimatilbúinn ótti? Og kannski mega heimatilbúið að blessaðir afleggjararnir eru svo ofdekraðir og ofurpassaðir að þeir hafa enga sjálfsbjargar viðleitni. Eða ég veit reyndar að þau hafa það, þegar það er neyð og enginn í kring en það er ekki svoleiðis heima. Ég veit það því Gvendi sagði það nú í kvöld þegar hann kom fram í fimmtánda skiptið að hann hefði fests inná klósetti í einhverri ferð sem hann var í (nú fór hugur minn á flug..ætli hann hafi vaðið með hendurnar á skítugt almenningsklósettið og ekkert þvegið sér og borðað síðan nestið sitt eða stangað úr tönnunum með puttunum...úff). Húnninn á hurðinni var bara ekki þar. Hann sagðist nú bara hafa klifrað yfir vegginn og farið út hinummegin. Það tel ég nú bara gott hjá honum. Eiginlega bara frábært.
Við höfum haft dásamlega gesti hér nokkur kvöld. Það voru Freydís og Jói og þeirra drengir. Krakkarnir ná svo vel saman , það er svo fyndið að sjá hvað þau, eða sérlega þeir, smella saman. Sunneva hefur dregið sig svolítið út úr því að vera svona gaura stelpa og hefur eiginlega breyst í stelpu gaur. Þannig hún hefur verið mikið í því að lita og klippa út dúkkulísur. Það er líka frábærlega gaman.
Og það styttist óðum í næsta gest. mAmma Lóa kemur núna 1.júlí, vonum að flugumferðastjórar verði ekki í fríi akkúrat þá. Við hlökkum til.
26 Jun 2008
Langt á milli
Posted by Bústýran at 11:54 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
æ, hvað var eitthvað gott að lesa e-ð frá þér, við erum jú svo lélegar símadömur. Skömm að því. Passaðu og ofverndaðu víst afleggjarana þína (mína!). Þú átt dugleg börn og bæðövei, þú barst líka út DV 9 ára gömul, en það var jú eftir hádegi :-) Líka gott að heyra að þú elskar okkur ennþá, við elskum þig og þína líka.
ástarkveðja, mor.
Það er búið að semja !!!! :)
Ég hlakka svo til að sjá ykkur,bara fjórir dagar þangað til.
Knús og kremj.
Lóa.
Jeminn, hélt að þú ætlaðir aldeilis að hrauna yfir mig um tímaskortinn, þú veist... hjúkk.. beið bara eftir að nafnið mitt birtist þarna e-s staðar í færslunni. Hihí, en skemmtilega færsla engu að síður...
hehehe..sannarlega ekki mín kæra Ingunn, þetta var nú frekar skot á sjálfa mig þar sem ég kann mér ekki mörk og ætti því sjálf að segjast ekki hafa neinn tíma (því á flestum stundum hef ég hann ekki en geri samt)
Post a Comment