Jimmy er mikill vinur okkar Bónda. Hann er ekki svona vinur sem maður býður í mat heldur mikill góðvinur líkama okkar (ekki fá andateppu.. ég er ekki að tala um neitt rugl sko). Jimmy er fysioterapist. Líkamsmeðferðarmaður. Það er þannig að okkur, eins og svo æði mörgum öðrum, er alltaf illt í baki, öxl, hnakka, haus.. þið vitið, hin eðlilegu vinnueinkenni æfi fólk ekki íþróttir. Og við höfum verið að hitta Jimmy útaf þessu og hann hefur vægast sagt gert kraftaverk. Bóndinn hefur ekki fengið almennilegan hausverk í háa herrans tíð, enda búinn að hitta Jimmy reglulega í núna 2 eða 3 mánuði. Ég fór áðan.
Mætti fyrst á vitlaustum tíma en kom þá bara aftur, fór í bankann á meðan og afgreiðslumaðurinn þekkti að ég væri frá Íslandi því ég setti mína dásamlegu lopavettlinga uppá borðið. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki lopavettlinga, þeir eru notaðir á hverjumdegi alltaf þegar ég fer út. Þeir eru svo mikið notaðir að innri vettlingarir, sem ég gerði heiðarlega (sagði heiðarlega ekki rosa flotta) tilraun til að bæta, eru eiginlega bara uppurnir og það er nærri komið gat á þá ytri... hint, hint amma :)
Aftur að bankamanninum, hann s.s þekkti lopavettlinga og kvaddi mig síðan með "bless bless". Ég bara réð mér varla af kæti, ekki veit ég beinlínis afherju, en það er alveg annað að vera Íslendingur á öðrulandi en á Íslandi sjálfu, tilfinningin er bara ekki sú sama. Það er líkt og að keyra Borgarfjörðinn, sem er afskaplega fallegur, maður tekur bara ekkert eftir því þegar maður þýtur þar í gegn, eins oft og maður hefur jú farið..þið skiljið.
Þá komst ég að því líka að vinur minn sem dreifir blöðum við Ráðhústorgið á morgnana, sá með tónlist og flaður við kvenmenn, "vinnur" nú Strikið um hádegisbil. Hann var þar að held ég örugglega að reyna við einhverjar smápíkur, ég sýndi andúð mína með því að strunsa framúr (kannski svoldið fúl að hann þekkti mig ekki, ég sem brosi til hans fallega á hverjum morgni...) honum og líta í hina áttina, -ég, ætlaði sko ekki að taka hjá honum blað.
AAAAAAAað Jimmy. Jimmy höndlar líkama bara eins og hvert annað kjötstykki. Ég held að þó það hafi verið svitalykt af mér að þá hafi hún ekki verið eins slæm og af mörgum öðrum. Maður er bara í fötunum sko, á nærbolnum í það mesta. Honum finnst ekkert mál að grípa bara í rasskinn á fólki sem hann ekki þekkir og finnst heldur ekkert mál að stinga þumalputtanum lengstu uppí (kommon...engan dónaskap..) handakrika og ýta þar næstum í gegn upp um öxl. Svo er það sem hann gerir er að láta braka á öllum mögulegum stöðum. Er ekki merkilegt að það geti skipt máli hvernig maður er staðsettur í mjaðmagrindinni, varðandi stífelsi í öxlum og þar fyrir ofan og líka í hnén og í öklana..og þetta hefur áhrif, meira að segja bara í fyrsta tíma.
Verst þótti mér að ég VEIT að Jimmy fór á klósettið áður en hann hóf að snerta mig útum allt og ég VEIT að hann þvoði sér ekki um hendur.....
12 Mar 2008
Jimmy
Posted by Bústýran at 2:22 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Lítur út fyrir að þessi maður sé algjör himnasending fyrir utan klósettferðir og handþvott - jakk
mmm ég þangað þegar ég kem næst... Ásdís talar ekki um annað en að fara til dammekku! Alltaf þegar hún sér/heyrir í flugvél þá er hún 100% á leið til dammekku og þá langar hana ægilega að fara þangað líka. En nú veit hún að þið eruð að koma, það verður fjör!
Post a Comment