14 Mar 2008

Lygari

Ég er nú ekki viss um að það sé viðeigandi að viðurkenna það hér á veraldarvefnum að ég er lygari...

Það hefur verið þannig alveg síðan að við fluttum hingað að fólk frá Amnesty International hefur bókstaflega setið um mig. Ég hef alltaf sagt nei við því að styðja og stundum hef ég sagt að ég skilji ekki það sem þau segja, það ein lygin, ég skil þau alveg en get beygt sannleikann þannig að ég er jú útlendingur hér. Þau eru byrjuð að safna fólki til að styðja Amnesty aftur núna, þegar það er farið að hlýna aftur og ég hitti einn í dag. Hann sagði: Har du ikke en minut,kender du Amnesty International?? Og hverju svara ég.. ég fann að hann hafði mig á valdi sínu og ég sá fyrir mér að þurfa að hlusta á danska ræðu um málefnið og jafnvel fá að sjá myndir af voðaverkum útum heiminn.. ég sagði "ja, jeg kender dem godt, and I allready support them!!"...ALREADY SUPPORT THEM..styrki nú þegar.. það gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þetta er alveg eins og þegar (ég er búin að segja þetta milljón sinnum, þið afsakið bara) heyrnarlausi maðurinn dinglaði og bauð mér happdrættismiða og ég ætlaði ekki að kaupa hann þannig ég hvíslaði (að HEYRNARlausa manninum ) "no thank you" þetta var á Íslandi sko, og heyrnarlausi maðurinn var íslenskur. Ekki veit ég afhverju ég hélt að ég þyrfti að tala á ensku við hann... en þetta var s.s sama, bara kom uppúr mér.

Reyndar þekki ég alveg hvað Amnesty gerir og finnst það mjög þarft starf og veröldin væri sannarlega í verri málum ef Amnesty og félög sem það, væru ekki til.

Það er þessvegna sem ég er búin að skammast mín í allan dag. Afhverju stoppaði ég ekki bara til að hlusta á hvað hann hafði að segja, ég hafði alveg tíma til þess, voðalega get ég verið sjálfselsk og súr á köflum..hvað með allt fólkið úti í heimi sem á svona bágt?

Þá hef ég auðvitað tekið rétta ákvörðun núna og styrki nú Amnesty. Hvet alla til að gera það líka, það er hægt á marga vegu, með því að borga 3000 í árgjald, senda nokkur bréf mánaðarlega og eitthvað svona sem tekur engan tíma og þessi 3000 kall hefði hvort sem er örugglega allur farið í gulan m&m sem enginn hefur gott af að éta.
Hér er Amnesty á Íslandi

No comments: