14 Mar 2008

Fugleklat

Flugleklat myndi vera orð yfir fuglaklatta.

Ég var búin að hafa uppi um það hugleiðingu afhverju maður heyrði ekki mikið af því að fólk væri að fá á sig fuglaklatta svona á ferðinni um borg og bí.. því það er jú ekki lítið af fiðurfénaði sveimandi um loftin blá.

Svo það hlaut að gerast.. ég var alveg í sakleysi mínu á Nörrebrogaðe og bara í mínum heimi svona þegar það skvettist framhjá nefinu á mér eitthvað sem ég komst síðan að, að hefði verið fuglaskítur og lenti beint á jakkanum mínum.

Í dag er ég þakklát fyrir tvennt, að hafa verið í regnjakkanum sem er auðvelt að skrúbba með sápu og pappír á klósettinu í skólanum og fyrir að sá fiðraði hafði það ekki í sér að skíta í hárið á mér...

4 comments:

Anonymous said...

Þetta jaðrar nú við einelti !
fyrst Jimmy svo fuglinn !! :)
en Jimmy er nú kraftaverk þrátt fyrir allt :)
er farin að telja niður í klt og mín. það styttist óðum :)Þarf að sýna þér æðislega bók með FULLT af uppskr.af LOPAVETTLINGUM !!
Knús og kossar

Bústýran said...

Ísland Ísland Ísland ÍslandÍslandÍslandÍsland
Ísland
ÍslandÍslandÍsland
ÍslandÍslandÍsland
Ísland
Ísland
Ísland .... jeeehuúúú

Anonymous said...

og ég þarf að sýna þér bók með FULLT af kökuuppskriftum, sem börnin mega ekki sjá, svo þau missi ekki trú á baksturshæfileika mína, sem þau trúa að séu svo miklir að ég þurfi ekki uppskriftir úr bók..............! Þessar elskur, allar saman.
ástarkveðja, mor

Bústýran said...

hehe, þetta var alveg sérlega fyndið. Þau hafa greinilega alveg jafn mikla trú á mér í eldhúsinu og ég sjálf.