29 Mar 2008

Frænka mín

Nú er helst í fréttum að ég er skyndilega orðin 5barna móðir. Þau losna náttúrulega ekki við mig sem neyðast til að búa undir sama þaki og ég en nú á ég líka tvær systurdætur sem eru svo gargandi heppnar að búa allt annarsstaðar. Sú eldri fæddist 17.september 2005 og hin fæddist í gær, 28.mars 2008. Sjáiði bara hvað hún er sæt. Ég hef ekki beinlínis heyrt neinar fæðingarsögur en allt ku hafa gengið eins og í sögu. Það sem er merkilegt við smábörn er hvað þau eru óspillt, saklaus mætti kalla og þurfa svo fáa hluti, ást, éta og skíta. Ég ætla ekki að vera með neina vellu hér um hvað smábörn eru dásamleg, því oft finnst mér akkúrat að þau séu það bara alls ekki, en auðvitað kemst ég ekki hjá því að spá í því hvað ég er heppin og pabbi og mamma að eiga svona sæt börn, með sæt meina ég ekki bara í framan heldur eru þau bara sæt í gegn öll á sinn máta náttúrulega. Það verður spennandi að sjá hvað felst í þessari nýju frænku minni. Óska öllum sem finnst þeir eiga hlut að máli til hamingju.

4 comments:

Anonymous said...

sömuleiðis! Nú er ég með 3 sæt hjá mér.
ástakveðja, mor

aldisojoh said...

hún er voða sæt.. til hamingju

Anonymous said...

Mikið er hún sæt :)
Til hamingju þið öll sem eigið í henni:)
Sakna ykkar mikið það er svo tómt og alltof hljótt síðan þið fóruð :(
Kossar og knús.

Anonymous said...

til hamingju með nýju frænkuna
kveðja Gurrý í Háagerði