10 Mar 2008

Börn betla peninga

Ég veit ekki... ég held ekki að við yfirmenn Félagsbúsins höfum verið að tala um bágan fjárhag við vinnumennina okkar. En einhverra hluta vegna þá fannst elsta þrælnum nóg komið og dró systir sína með sér út að safna peningum. Hún fór í kjól og átti að dansa fyrir fólk á meðan hann barði trommur (svarta black gammon tösku sem hann fann í ruslinu). Hann þaut meira að segja inn til að skrifa á blað " Man skal lægge penge i tasken hvis man synes det vi gør er flot"... ég kunni ekki við að banna þeim að gera þetta, ég tók bara sjensinn á því að enginn myndi sjá þau..eða heyra. Eini plúsinn við þetta er sjálfsbjargarviðleitni þeirra.

Af Sindra er allt danskt að frétta... ég er virkilega farin að hugsa hvort hann eigi eftir að blanda tungumálunum tveimur saman og vera ekki viss um hvort er danska og hvort er íslenska. Hann segir nú nokkur orð, t.d "kom" (útleggst á íslensku konduNÚNA), vehgú (versgú/gjörðusvo vel), gó (náttúrulega skór...já eða bók á dönsku..) og svo eru einhver fleiri orð sem börn segja eins og mitt, ég fá, aðallega svona sjálf miðaðir frasar. Hann hefur líka þróað með sér obbosslega fílusvipi. Því hann er með svo lítið hjarta þá brestur hann bara í grát ef ég tala hærra en venjulega. En svo þegar hann verður móðgaður þá verður hann svo fúll að það næstum lyktar.

Svo varð ég að stytta ferðalag mitt heim... alveg glatað. Ég þarf að fara heim 24.mars en afgangur af búinu hefur það gott lengur á Íslandi.

5 comments:

Anonymous said...

Þau eru svo sannarlega orðin "börn félagsbúsins" - farin að betla!! Án efa á Sindri eftir að fylgja í fótspor þeirra...

Takið eftir að það eru komnar nýjar myndir á síðuna hennar Ásdísar, þó ekki lengra en að jólum og myndirnar frá dk um jólin eru næstar á dagskrá...

Anonymous said...

Þau eru frábær þessi börn :)hlakka
til að sjá fýlusvipina hans Sindra
hehe :)
Kv.amma Lóa.

Anonymous said...

Mér finnst þau æði - úti að betla!
Vona samt að Sindri nái tölustöfunum á íslensku því annars skilur gamla frænkan ekki hvað hann segir - femoghalvfjers - hver fann eiginlega upp á þessu???
Vona að ég sjái þig nú aðeins þó þú verðir að flýta för þinni aftur til Dan!

Anonymous said...

Get varla beðið eftir að sjá þau, þessa yndislegu strumpa, knúsa þá og krumpa! Fast!!! Keypti strumpaegg í dag.
ástarkveðja mor

Anonymous said...

Gummi að spila og Sunneva að dansa.... brillll maður verður nú að dáðst af þessu, þvílík sjálfsbjargarviðleitni..
kveðja
Sæa