Það var 4.janúar 2006 sem þessi krulla skaust út.
Persónulega hefði ég kosið að hafa hann alltaf svona krullaðan, það var alveg rosalega flott
Hann var ekki það stór, en hann var samt stærri en systkini sín þegar þau fæddust.
Ekkert er meira spennandi en auðopnaðar skúffur í eldhúsinu hjá Eðalömmu (eða Ömmu L eins og er einmitt líka kúl að segja)
Skoða dótið sitt í Háagerði, engar krullur þarna og bara líkum sjálfum sér.
Fyrir neðan: svvvoooooo sætur :)
Í Afabæ áður en við fluttum
Kominn til Danmerkur og búinn að fá þríhjól frá Eðaömmu. Það var kátur dagur.
Í gær. Verðandi arkitekt.
Blása á afmæliskertin í gær.
Eftir kökuátið kíktu eldri krakkarnir (s.s allir nema hann og Ásta Hlín) á dótið í herbergi krakkanna og svo kveiktum við á sjónvarpinu til þess að ná líðnum niður sem ég hélt persónulega að ætlaði bara að rifna, þvílík var spennan í liðinu. Sindri fær sér desert þarna á HVÍTA púðanum mínum, sést glitta í hús sem hann fékk frá Yfirpabba. Hann fékk líka margt annað, viðbót við trélest sem við gáfum honum í jólagjöf, föt frá Aðalömmu (Ömmu R) og púsluspil svo eitthvað sé nefnt.
Númm, afmælishaldið. Þarna eru talið frá Sindra og í áttina að bleiku tvíburunum: Sunneva, Lára Huld, Snæbjörn Helgi, Gummi, Tómas og Ásta Hlín
Bleiku tvíburarnir. Fyndið er að Sunneva valdi sér þennan í HM og Lára Huld fékk sinn í jólagjöf. Þær eru nú alveg spes þessar gellur.
Sindri sjálfur í dag, bara núna rétt áðan. Rétt er það sem stendur á bolnum hans. Hann stundar þá morgunleikfimi að klifra af stól uppá eldhúsinnréttinguna, opna þar skápa og hirslur. Grípa sér alvæpni í formi M&M og dúndra því um öll gólf, éta hálfan ópalpakka sem við fengum sendann frá Íslandi, hann var nú svo ljúfur þessi elska að hann kom með hálfétinn pakkan í rúmið til mín þar sem ég svaf eins og ég hefði aldrei sofið áður og vildi gefa mér eitt. Það sem ég heyrði næst var Gummi að garga: "mamma, hann er búinn að éta allt Toblerónið..." Ég spurði í ganni þau eldri hvort þau hefðu ekkert fengið sér Toblerón eða Ópal, svörin voru: "það datt uppí okku" og "Sindri kom og bara SETTI það uppí okkur". Í morgunleikfimitímanum í morgun hrundi hann niður stigann upp í rúmin til krakkanna og er þessvegna með íþróttameiðsl á bakinu.
Í gær komu AHG í öllu sínu veldi. Þegar þau eru öll þá erum við tvær fjölskyldur samtals 11 manns. Það fannst okkur merkilegur fjandi, við gerðum reiknisdæmi uppá það að þurfa félagsheimili til veisluhalda eftir um 20 ár, líka fyrr, en reiknisdæmið var svona: Öll okkar börn væru með maka, þá eru komnir 14, allir ættu amk 2 börn (elsti verður eftir 20 ár 32 ára...) þá er það 28 manns og svo við 4, þá hljóðar dæmið uppá 32 manns. Allt undan okkur (reyndar aðeins fleirum en okkur en það er önnur og bara alveg ágæt saga).
Hlíf og Claus komu áðan. Þau voru ennþá heit eftir að hafa verið í Thailandi frá miðjum des til áramóta. Ég skoðaði myndir frá ferðinni og þetta hljómaði alveg rosalega spennandi. Alveg jafn spennandi og það sem við æðripartur Félagsbúsins hyggjumst reyna að möndla saman í ágúst næstkomandi.
Af atvinnumálum: ég er búin að skrifa annað CV og prenta, setja í umslög og svo hjóla ég á milli búða á morgun. Spennandi verður að vita hvort ég neyðist til að þrífa mannaskít á klósettum á óþekktum stöðum eða hvort ég fæ óskastarfið. Heppilegt að ég er svona óráðin í öllu lífinu og þessvegna gæti mér fundist það bara alveg frábært hvað sem ég myndi fá að gera, nema náttúrulega drulluþrif.
Hej
1 comment:
Hlakka til að sjá ykkur öll eftir rúma viku. Amma kemur með smá afmælispakka handa (fyrrv.)krullunni. Á hún að koma með eitthvað fleira?
ástarkveðja
mor
Post a Comment