Svei mér... það er svo kalt hérna að það er alveg 1,5 stig í mínus. Þrátt fyrir að Íslendingurinn í mér hlægi hátt og snjallt að þessari skitnu 1,5 kommu í kulda, þá held ég að hann hlægi sér til hita. Það er napurt og hendurnar mínar hafa án viðvörunar skroppið saman um númer eða tvö og passa nú ekki lengur um beinin. Þessvegna hefur skinnið sprungið á mörgum stöðum, ég á svo bágt. En í alvöru þá er alveg ótrúelga óþægilegt veður, sem sagt þessi eina og hálfa í kulda og svo er rok í þokkabót. Þá er aldrei beinlínis gaman að vera á hjóli. Ég sé sko ekki eftir 50 krónunum sem ég eyddi hér fyrr í vetur í derhúfu sem er prjónuð og frekar pokuð. Húfan passar um gyllta (aaaallls ekki gráa) lokka mína (eða ætti ég að segja flóka mína..) og líka yfir höfuðið og niðrá eyru, er það ekki snilld? Nú, derhúfuna hef ég kallað "regnhattinn" því ef það rignir þá er gott að hafa der til að skýla sér. Þá kom í ljós að vetrar sólin er ekki ýkja hátt á lofti og þá kom deri sér vel líka. Í dag reddaði mér derið þegar ég var á leiðinni, hjólaði hægar en sá sem labbaði við hlið mér, í vinnuna og ég sá bara sand koma fljúgandi. Með snöggum viðbrögðum beygði ég hausinn og fann sandinn og smásteinana bylja á mér.
Núna erum við komin heim. ÉG þarf hinsvegar að fara á fund með yfirmönnum mínum, honum Lars og Josie kl. 18. Hvað ætla þau eiginlega að segja við mig??? Bara ég ein á fundi með þeim!! Merkilegur fjandi búskapurinn í Amager Blómster. Kerlingin er sú mislyndasta sem ég hef á ævi minni kynnst, að sjálfri mér meðtaldri. Karlinn er ég veit ekki hvað, frekur á frekan ofan. Dóttir þeirra er ofdekruð og helmingurinn af liðinu sem ég taldi upp hér um daginn er hættur. Allar Louisurnar eru hættar. Nú er það bara ég og Christina sem vinnur þessa dagana með mér í gömlu búðinni og svo Nina og Josie sem vinna í nýjubúðinni. Við Christina þeigjum allan daginn og Nina og Josie tala um það sem við "sögðum" allan daginn. Ég hef verið að undirbúa ræðu í marga daga ef ske kynni að þau myndu ætla að spyrja mig að einhverju tengdu "Louisu-málinu" Þá mun ég tilkynna að ég sé ósammála hvernig þau höndluðu málið, en þau héldu að hún hefði stolið einhverju. Það er ekki sannað með sönnunargögnum. Þess í stað baktöluðu þau grey gelluna í bak og fyrir og töluðu um hversu glötuð hún væri, hvað allt sem hún gerði væri rosalega ljótt og asnalegt og svo halda þau að það sé henni að kenna að búðin gekk ekki eins vel og þau höfðu ætlað... Úff, það er eins gott ég hætti núna svo ég verði ekki orðin ösku reið þegar ég kem þá loksins á fundinn...
3 Jan 2008
Kalt í Köben
Posted by Bústýran at 4:52 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment