4 Jan 2008

Svali


Svali minn á afmæli í dag. Hann er 2 ára. Hann er svooo sætur. Seinna ætla ég að setja inn eitthvað skemmtilegt um hann eða frá því þegar við höldum uppá afmælið hans.
Einhver (bara þeir sem eru gáfumenni) hafa kannski spurt sig að því afhverju ég er heima á venjulegum föstudegi... án efa eru allir að fylgjast með því hvað ég er að gera á hverjum degi. Ástæðan er að ég er atvinnulaus....ATVINNULAUS. Er það ekki merkilegt?? Fundurinn í gær var ss um það að þau vildu að ég myndi vinna á opnunartímanum öllum. Þar sem ég eins og æði margir á mínum aldri og í mínum sporum er með smábörn og heimili og svona, áhugamál önnur þá gengur það ekki upp. Ég fékk "take it or leave it" tilboð um að vinna lengur hjá þeim á daginn, sleppa því að hitta erfingjana (einhvern tíma verð ég að hafa til að sjá hver þeirra er hæfastur til að fá fjölskyldu auðinn), hætta öllum tónlistaskólanum (ó mig auma), biðja bóndann að hætta fyrr í sinni vinnu (ekki það að það yrði ekki ágætt...bara frek þau) síðast en ekki síst var ég eina manneskjan sem er að vinna sleitulaust án nokkurra frídaga um páskana... er það ekki merkilegt? Þannig að ég neyddist til að ákveða að ég gæti ekki unnið fyrir þau undir þessum formerkjum. Eins og ég nefndi í öðrum pósti og hefði kannski átt að sleppa, nú hljómar það rosa asnalega, að þá elska ég að vinna með blóm og taldi mig svoleiðis vera búna að finna endastöðina. Ég er farin að halda að mér sé ætlað að læra ekkert og vinna bara einhversstaðar... það má segja að ég sé í ruglinu núna. Það er svosem ekkert annað að gera en að setjast yfir gerð fleiri ferilskráa og hendast um Amager og sækja um annarsstaðar. Eru ekki allir vissir um að ég fái alveg vinnu í annari blómabúð? Senda mér góða þanka.

9 comments:

Anonymous said...

Ég er gáfumenni. Stórt og best afmælisknús til Svala!
Sendi góða þanka.
ástarkveðja,
mor

Anonymous said...

Góðir þankar... Stórt knús og kossar til Svala - sem finnst pirrandi að láta knúsa sig mikið !! Ég var einmitt að velta fyrir mér í gær hvernig væri með leyndardómsfulla fundinn og undarlegur var hann. Aðeins ómanneskjulegt að bæta meiri vinnu á þig, vinnur nú þegar geðveikt mikið!!!! Good luck in job hunting...

Anonymous said...

Ný ennþá betri birjun framundan. Segir föðursystir eldri.

Anonymous said...

Til Lukku með daginn Sindri frændi, njóttu vel.

Kristín það verður allt í blóma hjá þér.

knús og kossar til ykkar allra

Ellan said...

Til haaaamingju með yngsta erfingjann, því þú munt jú láta þau öll fá hluta af fjölskylduauðinum.

Og þú færð rrrrrosa góða strauma hér af tanganum....og ef Danirnir verða e-ð tregir við að móttaka ferilskrá yðar sem er vitanlega æði fríð...þá stofnarðu bara blómabúð sjálf og rústar bilaða blómabúðafólkinu sem þú vannst hjá. Sá hlær best sem síðast hlær múahahahahahaaaa

Anonymous said...

Sniðug hugmynd :-) pant fá vinnu hjá þér
Til hamingju með þann yngsta,
koss og knús til systkinana

Anonymous said...

Þetta var Sæa sem skrifaði síðast

Bústýran said...

hehe, ég var einmitt að hugsa hver þetta væri,

Bestu, bestu, bestu þakkir fyrir allar kveðjurnar ágætu aðdáendur.

Anonymous said...

Ég vona að fólk viti að bústýran er sjálfri sér næg með að fá stórar hugmyndir OG framkvæma, svo varasamt er að ota þeim að henni hehehe... En ég myndi hinsvegar vinna hjá henni, hef mikla trú á stjórnunar-og rekstrarhæfileikum stýrunnar (eins og nafnið gefur til kynna). Myndi fyrst finna upp hanska sem lagast vel að fingrum og verja fyrir raka og þyrnum :D