13 Jan 2008

Sjett...

Ég er alveg að deyja úr stressi yfir vinnunni á morgun..hvað ef ég stend mig ekki og verð send öfug heim..??

Hér er búið að vera gott um helgina annars. Bóndinn fór með stóru börnin í dýragarðinn og þeim fannst það að sjálfsögðu bara frábært. Ég var heima að slæpast meðan Sindri svaf og í dag bakaði ég pönnukökur og við rændum gestum til að koma og éta þær. Við hringdum og buðum Helgu og Adda í pönnur og svo létum við gestina þeirra koma líka og éta pönnur. Það var fínt, sérlega í ljósi þess að það var ekki nóg af pönnukökum til að ég gæti étið yfir mig. Ef ég tel, þá komu hingað að borða pönnur 10 manns fyrir utan okkur og þá vorum við samtals 15 sem átum pönnukökur...hvað ætli ég hafi bakað margar?? Reiknið nú.

4 comments:

Anonymous said...

þú stendur þig............
ástarkveðja,
mor

Ellan said...

Isss, þú rústar þessu og verður orðin starfsmaður nr. 1 áður en þú veist af!

aldisojoh said...

Jæjaaaa... hvernig var? hvað heita allir? hver tuðar hæst? hver brosir mest? og tókstu ekki keppnis á þetta? starfsmaður númer eitt.. vúhaaa.....

Anonymous said...

Já leyf oss að heyra hvernig var!!!