...eða Baggalútur.
Ég er ekkert fyrir jólalög, ég fæ alls ekki fiðring um mig alla við að heyra Svölu Björgvins góla að hún vilji fara heim um jólin eða við neitt annað jólalag. Ég var farin að örvænta og hélt mögulega að annað hvort þyrfti ég að ala börnin upp við engin jólalög og það mun örugglega reiknast sem einhversskonar uppeldisleg mistök,eða að ég þyrfti að harka af mér (eða fá mér eyrnatappa) og versla jóladiska svo þau geti átt góða ævi með fiðringi um jólin við hvert jólalagið á fætur öðru. Ekki veit ég afhverju ég er ekki mikill jólaaðdáandi. Og ekki veit ég afhverju mér er ekkert gefið um jólalög. Hugsanleg skýring gæti verið vera mín í verslunum um og yfir jólahátíðna. Þar eru jólalög spiluð aaaaalllan daginn út og inn og það er ekki eins og það sé minni viðvera í vinnunni akkúrat á þessum tíma. Það er varla að maður nenni svo að fara heim og kveikja á jóladisk.
Það sem er hinsvegar málið núna og er svimandi jólastemmning og stuð er jóladiskur Baggalúts sem ég skyndilega mundi að ég keypti í fyrra. Ég setti hann á fóninn og pissaði næstum í mig af hlátri. Hér er einn textanna:
SAGAN AF JESÚSI
Það var um þetta leyti þarna suðurfrá - í miðausturlöndum.
Þar var ungt par á ferli konan kasólétt - þeim var vandi á höndum.
Öll mótelin vor'upptekin
og yfirbókuð gistiheimilin.
Og þannig byrjaði sagan af því þegar hann Jesús kom heiminn í.
Þau létu fyrirberast inní fjárhúsi - með ösnum og kindum.
En það var ósköp kósí ekki ósvipað – gömlum biblíumyndum.
Þar kom í heiminn – mannkyns von hinn kunni Jesús Kr. Jósepsson.
Hann endaði í jötunni
beint undir Betlehemstjörnunni.
Og þannig hljómar nú sagan af þvíþegar hann Jesús kom heiminn í.
Hallelúja!
Og þannig hljómar nú sagan af þvíþegar hann Jesús kom heiminn í.
Svo rákinn nefið vitringar
sem fyrir rælni voru staddir þar.
Þeir óðu inn með gras og gull
og eitthvað óríental jurtasull.
Ó, Jósep sendi SMS.
Ó, María, var bara furðu hress.
Ó, barnið lá og snuðið saug
með bros á vör – og soldinn geislabaug
Og þannig endar nú sagan af því þegar hann Jesús kom heiminn í.
Já, þannig hljómaði sagan af því þegar hann Sússi kom heiminn í.
Þið ráðið sjálf hvort þið trúið því
Amen
Textinn finnst mér æðisfyndinn.
Í dag kom Gummi heim með brjóstsykur sem hann hafði sjálfur búið til og var brenndur á Fritten (frítíðsheimilinu), það var skemmtilegt og á morgun fer hann í aðventumessu og Sunneva í leikhús. Sindri fer ekkert enda er nóg að gera hjá honum og hinum kúkalöbbunum sem ráfa um með risa bleiurassa á vöggustofunni hans. Þetta er í raun frekar fyndið því það eru allar stofurnar bara opnar og það eru bleiubörn allstaðar. Og svo koma litlu mörgæsirnar út um allar hurðir fram á ganginn með eitthvað hangandi aftan í sér, handklæði, bíl, orm eða dúkku. Eða þau keyra eitthvað fyrir framan sig, dúkkukerru eða einhverja aðra kerru. Og sum eru með hor og önnur slefa svo mikið að það þarf að hafa smekk og þegar þau borða öll saman bitana sína og síldarfiskibollur (oj) eru þau með handklæði um hálsinn, sem er bara gat á, eða svona stroff eins og hálsmál á peysu og handklæðið nær undir diskinn. Það er hugmynd sem ég hefði getað notað síðastliðin 5 ár á eina sem ég þekki. Þegar ég kem og sæki hann mætir mér alltaf alveg rosaleg kúkalykt. Það eru náttúrulega 30 litlar manneskjur þarna sem kúka bara þar sem þær standa...eru ekkert að tilkynna það sérstaklega, bíða bara þangað til það fyrir einhverja "töfra" uppgötvast.
Í dag þegar ég opna dyrnar að ganginum og kíki yfir hópinn sem vaggar þar um og kem ekki auga á Sindra, kemur aðvífandi ljóshærð pæa sem hleypur svona við hliðina á mér og gólar "Diddi , diddi , diddi"... hún hljóp og fann Svala fyrir mig. Ég meinaða, meira að segja smábörn vita hver ég er...hvers á ég að gjalda , það líður ekki á löngu áður en ég þarf að ganga með eitthvað sprey til að verjast ágangi paparassa. En án gríns þá var þetta voða sætt. Og hann er alltaf til í að koma heim. Hann tekur stökk og er alltaf til í að strunsa í skóna og verður bara sár ef ég er ekki nógu fljót að þessu. Þá förum við niður á deildina hennar Sunnu. Það er ekki sömu sögu að segja um það. Þar eru börnin náttúrulega ekki með neina bleiu, eru alveg hætt að vera krútt og svo rífa þau kjaft. Ég þarf alltaf að bíða eftir henni því hún er iðulega nýbúin að sækja sér púsl sem nauðsynlega þarf að klára og hún er hundrað daga að klæða sig í útifötin. Á meðan hún ekki klæðir sig kemur lítill strákur sem á pabba sem greinilega ræður ekkert við hann og hann stappar á fötunum hennar sem að sjálfsögðu liggja á gólfinu. Þegar við loksins erum búin þar förum við í annaðhvort stóra hjólið eða Sindri situr í barnastólnum og Sunneva á hnakknum á mínu hjóli og ég hjóla. Næsta stopp er hjá Gumma. Hann er næstum því undantekningarlaust í fótbolta spili með vinum sínum þegar okkur ber að garði. Hann hefur týnt öllum fötunum sínum. Ég er viss um að hann kæmi heim á brókinni ef hann væri að fara einn til og frá skóla. Hann veit ekkert hvar þessi peysa gæti verið eða hvar snjóbuxurnar mögulega gætu legið. Það er nú svo. Þá keyrum við heim. Þar er gott að vera.
18 Dec 2007
Laggabútur...
Posted by Bústýran at 9:18 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
hehehehe, baggalútur stendur fyrir sínu!!! Svo er Bogomil Font æði á "Majones jól", ég kem kannski með hann EFTIR VIKU!! :D
æ, það er nú meira en gott að lesa um litlu angana sína! Öll með sinn karakter. Alveg vítamínsprauta snemma morguns, þegar maður er að reyna að koma sér í gang í vinnunni og jólastressið að drepa mann!
ástarkveðja mor
Post a Comment