15 Dec 2007

Kramið eða ekki kramið

Sögur herma að Helga í næsta húsi hafi alltaf rétt fyrir sér. Þetta eru ekki handahófskenndar sögur af götunni heldur frekar konkrít sannleikur sem kemur úr munni mannsins hennar. Hann tjáði mér hér í dag að ef maður leitar í alfræði orðabók að því sem rökrætt er um við hana þá stendur þar, það sem hún heldur fram að sé rétt...
Hér hafa verið uppi miklar rökræður um hvort rétt sé að kremja laufabrauðið eða ekki. Það voru færð rök fyrir báðum argjúmentum.
Allan tíman meðan við Addi (hið listræna gengi Kaupmannahafnar) skárum út laufabrauðið og göffluðum það í spað (eða hann gerði það og ég gleymdi því), ræddu Bóndinn og Helga um ágæti þess eða óágæti þess að kremja laufabrauðið, hvort svínafeiti væri góð eða hvort grænmetisfeiti væri betri. Til að friða mannskapinn var ákveðið að vera sammála um að það væri trúlega sinn siðurinn í hverri sveit. Mér skilst að Helga sé úr hinum dalnum... Við Addi erum af æðra kyni úr höfuðstövum Íslands.


Helga kom vopnuð kökukefli og þar sem við Bóndi eigum eitt slíkt núna þá hjálpuðust þau að, til að fleta degið út eins þunnt og frekast getur verið. Við notuðum svo pottlok til að skera hring eftir.



Við höfðum öll verkefni og Addi átti að klippa smjörpappírinn í ferninga. Ég sat bara á mínum fagra og reytti af mér brandarana...


Númm, Bóndinn steikti brauðið. Helga var aðstoðarmaður og gafflaði það sem ég hafði gleymt og rétti lufsur (sem eru afskurðurinn) og svona nokkuð á milli þess sem hún stóð á sínu varðandi flata laufabrauðið. Á myndinni má sjá lufsur í skál, kramið laufabrauð fyrir ofan skálina og svo allt hitt er ókramið, ólögulegt og bólgið laufabrauð.



Hér má sjá eitt af því sem ég gerði, það útnefnist hér með flottasta og sannasta laufabrauðið. Ég var svo upptekin við að reyta af mér brandarana að ég hafði ekki tíma til að klára nafnið mitt...



Niður staða "rifrildisins" um hið kramda eða ókramda er að Helga gekk út með allt flata laufabrauðið og við erum með hitt. Þau reiknuðu út á mjög rökrænan hátt hvað hver átti að fá mikið, við erum að meðaltali 5, þau eru að meðaltali 3 til 4 og stundum 6..þannig þau fengu 8 flöt laufabrauð og við fengum 13 bólgin. Helga gekk út með það að það væri réttast að kremja laufabrauð, enda er það gert í hennar sveit og við höfðum líka haft orð á því að það væri örugglega praktískara að hafa það þannig því það tekur minna pláss og svona. Við hinsvegar hristum haus og rúlluðum augum yfir þessari vitleysu sem við höfðum aldrei séð áður...alveg þangað til við hringdum í AðalÖmmu. Þá varða víst líka gert í Bóndans sveit að kremja lafuabrauðið. Hún sagði að það hefði verið gert þar en ekki í Gröf sem er jú á allt öðru nesi heldur en Auðunarstaðir og þar sem Bóndinn hafi verið þar í laufabrauðslæri að þá hafi hann vitaskuld ekkert vitað um það. Þannig að ef við leitum í alfræði orðabókinni þá myndum við sjá að alfræðileg útskýring á krömdu laufabrauði væri: Kramið laufabrauð tíðkast fyrir austan Vatnsnesfjall en ekki fyrir vestan það (tæknilega séð).



Þetta er nú orðin meiri vitleysan...







Það er þá ekki úr vegi að rugla að eins meira, eins og Bóndinn hefur greinilega gert...ruglast...hverjum hefði dottið í hug að hann væri meistara bakari ofan í allt annað sem hann er meistari í?? Þarna er hann að búa til kransaköku.


Við erum sko að undirbúa tilvonandi fermingar sem trúlega verða framkvæmdar á vegum Félagsbúsins vegna meðlima þess.

Annað gerðum við í dag í ískuldanum, þó mælirinn hafi sýnt 2 gráður í plús og það var blanka logn...eitthvað annað en á fróni skilst mér. Við fórum sem sagt í bæinn, þá niðrá Strik. Þar var allt í jólaljósum og ég held að jólaljósin í Tívolíinu séu næg til þess að lýsa upp alla Köben. Sannarlega jólalegt, líka hjá öllum þeim sem selja "drasl" sem voru þar líka í sumar, nema náttúrulega þá á stuttbuxunum sínum. Og við keyptum brenndar möndlur og jarðaber. Sunnevu fannst möndlurnar verulega ógesslegar og fékk jarðaberin í staðinn.

Svo er Bóndinn búinn að klippa sig alveg stutt!!!!


5 comments:

Anonymous said...

Hm..AðalAmman hefur heldur betur ruglast í ríminu, laufabrauðið í Gröf hefur sko alltaf verið kramið enda legið slétt og fellt í bunkanum!
Ég sé að mín verður ekki þörf í tilvonandi fermingarkransakökubakstri, enda orðin skjálfhent...þetta lítur bara út eins oo bakaríis hjá honum piltinum.
Stuttmyndin er yndisleg Kristín mín, haltu áfram á þessari braut:)
Góðar kveðjur til ykkar úr Grafarbæ.

Helga said...

oh.. það er alltaf jafn yndislegt að hafa "rétt" fyrir sér :) Ef þið viljið fá eitthvað af sléttu kökunum þá erum við reiðubúin að skipta við ykkur nokkrum kökum hehe

Anonymous said...

ekki er nú skafinn af ykkur myndarskapurinn, sérstaklega þó ekki af bóndanum!!!!þetta er algjör stjarna þessi maður! EN hvernig stendur á því að á myndunum sést bara í nefið á honum, má nýja klippingin ekki sjást................! þetta er alveg frábært hjá ykkur öllum saman. Gott að eiga líka svona góða nágranna og vini :-)
ástarkveðja mor

Ellan said...

...hvar er myndin af stutthærða bóndanum? Hef ekki séð hann solleiðis síðan fyrir...jaaaa, allnokkru síðan og heimta mynd, strax!!!!

Anonymous said...

...vil líka sjá nýju klippinguna, hef ekki séð hann með stutt að aftan síðan ég klippti hann forðum og hann fór í sjoppuna, keypti ís og notaði hárið fyrir gjaldmiðil !!!