2 Dec 2007

Aðbíðan

Að-venta. Venta på = bíða. Sem sagt Aðbíða. Afhverju heitir ekki Aðventan á íslensku Aðbíðan. Fyrsti í aðbíðu, annar í aðbíðu, síðasti sunnudagur í aðbíðu. Aðbíðukrans, aðbíðuskreyting, aðbíðutónleikar.
Tilefnið er að sjálfsögðu að það er fyrsti í aðventu á morgun. Í því tilefni bjuggum við Gummi til aðventu skreytingu. Hún inni heldur að sjálfsögðu fjögur kerti og greni, köngla og kúlur. Hún er æði flott. Á meðan við gerðum skreytingu, var Sunneva úr heiminum. Það er stundum svo merkilegt hvað það er ekki hægt að ná sambandi við hana. Þá er hún kannski bara að tala útí loftið, grenja í leik, hlægja, skamma...og allt svona venjulegt í barnaleik. En þegar kemur aðþví að kalla á hana, þá gerist ekkert. Hún er í alvörunni í eigin heimi. Ég vona að þessi hæfileiki hennar eigi eftir að koma sér vel á lífsleiðinni...

Það var julefrokost í vinnunni í kvöld. Ég fór ekki. Ég hef alltof mikið að gera. Svo er ég að vinna svo marga daga í röð og er e-h svo mikið frá heimili að ég er komi með heimþrá...það kann að hljóma furðulega miðað við lýsingar mínar á hreinlæti heimilisins hér í pistli að neðan.

Við keyptum líka aðventuljós í dag, það er alltaf svo ágætur friður yfir aðventu ljósum. Ég man að á Melhaganum þegar komið var fram á morgnana á aðbíðunni þá var þetta svo fallegt ljós í eldhúsglugganum. Þá man ég líka eftir ferðum kannski austur á Breiða og svo þegar komið var til baka í Reykjavík þá taldi ég öll aðventu ljósin sem ég sá. Ég mátti hafa mig alla við þegar við keyrðum fram hjá Elliheimilinu Grund... þar eru jú frekar margir með ljós í glugganum sínum.

Ég hafði planlagt að setja seríur í glugga hér í dag, það er jú 1.des. En það er sem ég segi, samsæri gegn mér í verslunum í Kaupmannahöfn! Það eru ENGAR jólaseríur sjáanlegar, engar. Ég veit ekki hvað á að gera eiginlega. Við jóluðum því ekki meira í dag en aðbíðuskraut og aðbíðuljós.

Allir að aðbíða, allir að bíða....mjá

5 comments:

Helga said...

aldrei hef ég nú hugsað út í tilurð þess orðs.. aðventan. Hljómar mjög lógískt út frá dönsku sjónarmiði :)

ps. eigum ennþá nokkrar jólaseríur sem fara ekki upp í ár

Arnar, Audur, Katrín, Gauti, Ívar, Ída og Steini. said...

Sæl kæra bústýra á PHG 9. Mér leikur forvitni á að vita hvar þú nældir í aðbíðuljósin, eða á sönnu máli Gyðingaljósin ? ( Judetrapperne pa dansk.) Hef verið að senda minn sambýlismann út og suður í leit að þessu en algerlega án árangurs. Svo nú hef ég ekki talað við hann í marga daga og mikil þörf á að finna þau sem fyrst, skilur.Með kveðju úr Bella Center þar sem að aðallinn býr, Audus.

Bústýran said...

Nú, aðbíðuljósin fann ég í myrkuhorni í Súperbrúgsen á Njálsgötu hér í borg.

Helga...ég þakka gott boð en það vildi svo "vel" til að Bóndinn og ég keyptum seríur í dag, í sínhvoru lagi, hann keypti og ég keypti...nú eigum við fleiri en við þurfum, eretta ekki ágætt..

Anonymous said...

.............og ég sem sendi með hraði, frá Íslandi, fleiri seríur. Þið verðir aldeilis upplýst!
ástarkveðja
mor

Anonymous said...

úff þið verðið vel upplýst!! Í fyrra leitaði ég að svona hefðbundnu aðbíðuljósi í helstu verslunum höfuðborgarsvæðisins, en fann ekki. Svekkjandi var það. Mig langaði einmitt í Melhagaljós, verst að það er ekki gluggi í mínu eldhúsi, þar er heldur ekkert pláss. Og hver elskar systur sína? Me! Me! Me! I do!! :D