Vóóóó maður. Það er aldeilis að lífið getur tekið stakkaskiptingum. Meira að segja á mínútu fresti. Ég er að hugsa um að útnefna ár 2007 sem ár óvæntra breytinga. Það er bara hádegi sko. Það sem gerðis hér í morgun eða öllu heldur í KISS dönskuskólanum var að kennarinn kom grátandi eftir seinna hléið og tilkynnti okkur að það væri verið að loka skólanum!!!! Manni er nú ekki sama þegar óléttur kennari kemur grátandi inn í kennslustofuna. Þetta hefur náttúrulega fjárhagslegar og dönskulegar afleiðingar fyrir okkur..ojojoj. Númm, við vorum send í sal þar sem skólastjórinn sagði nokkur orð og dreifði bréfi sem m.a stendur þetta í:
"Københavns Kommune claims that we owe them money, to which we do not agree. We formly belive that it is the other way around."
Það var einhverskonar samkomulag milli kommúnunnar og skólans um greiðslur e-h tíma...
"To them our future seems uncertain-although everybody can see that the students are pouring in"
Það er satt, það er alveg bið eftir að komast að, enda er þetta besti skólinn því hann kennir dönsku hratt og örugglega, ekkert elsku amma (eða Jóna Hansen..)
"We are deeply shocked. KISS has existed for 36 years and has contributed immensely the integration of foreigners in Denmark and thus to the possibility of a successful life in this sometimes difficult country."
36 ár!!! ár af suggsess?? þarf ekki að skera annarstaðar niður??
Þetta er ekki alveg búið samt, minn bekkur ætlar að mæta á mánudaginn og ræða málin með kennaranum. En ef það lokar, sem það hefur tæknilega séð gert það er verið að leita úrræða með öðrum kommúnum kannski eða einhverju, þá hefur það eins og ég sagði áðan fjárhagsleg og dönskuleg áhrif á okkur. Ef ég er ekki þarna þá fæ ég engan framfærslueyri (er búin að opna annan styrktarreikning..) og ef ég tala ekki dönsku þarf ég að vinna við að þrífa mannaskít það sem eftir er, fyrir utan að Sindri er náttúrulega ekki með leikskólapláss...eða hvað?? viti menn, þegar ég kom heim þá lá tilboð til hans um að byrja á Altankassanum 3.október. Altankassen er á hæðinni fyrir ofan Sunnevu. ÞVÍLÍKUR DAGUR. Lukka og ólukka á sama degi og það allt fyrir klukkan 14.
Hvað ætli gerist eiginlega næst?? Ég vona að skólinn sjái sér fært um að halda áfram, án þess að þurfa að vera einkaskóli. Þá þyrfti að greiða 4000danskar á mánuði, þá held ég að ég kaupi mér nú bara geisladisk með dönsku á.
Ætti ég að skrifa bréf til borgarstjórans hér?? kvarta í honum svolítið, það virðist virka að kvarta og hringja mikið í opinberar stofnanir til að fá það sem mar vill..
28 Sept 2007
Þvílíkur föstudagur
Posted by Bústýran at 1:23 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hringdu bara í borgarstjórann!!! ertu ekki hvort eð er búin að læra eitthvað í KISS? Stattu þig stelpa! og til hamingju Sindrinn minn, loksins að fara að "ganga menntaveginn", þó þú hafir nú ekki verið beint illa settur af kennurum á þínu heimili. Ekki allir sem hafa 4 einkakennara :-)
ástarkveðja
mor
Ég heyrði einhverstaðar að Magga drolla gerði allt fyrir þegna sína, nú er bara að kíkja í te og sígo til kellu .....
til hamingju með skólann Sindri
Gangi ykkur vel
Sæa
Heheheh já Kristín mín, þá er að byrja að reykja aftur múhahaha... En ég er nú bara helt sjokket, bara skólanum lokað sisona!! En það var nú auðvitað þegar Kristín Guðmundsdóttir er að sækja blessaðan skólann sem hefur verið starfræktur í 36 ár... Jeg skal krus mine fingre og onske det bedste for dig... eða þú veist...
Post a Comment