Maður er ekki alltaf viss hvaðan þessi börn eru..hvort þau eru úr mannheimum eða einhverjum öðrum heimum.
Annars er allt gott af okkur að frétta. Akkúrat núna (kl. 6:24 á Ísl) er sól, ekta haust sól. Í gær var geðveikis rigning, við Sindri sluppum blessunarlega við hana samt á ferðum okkar um Kaupmannahöfn í gær. Daginn þar áður var mjög heitt, alveg upp með sólgleraugun og af með fötin skohhh. Daginn þar áður var hinsvegar svakalegt rok. Það var svo mikið rok að þegar ég var að hjóla úr vinnunni þurfti ég að hamast við að komast áfram í 1 gír. Ég var ekki með nein sólgleraugu á mér og nasirnar réðu ekki við þennan hamagang svo ég neiddist til að vera lúði og opna munninn svo það myndi ekki líða yfir mig. Þetta var þvílíkt að þegar ég opnaði fauk útúrmér slefið...það lá svona smekklega útá kinn bara. Já..það er ekki fyrir því að fara kúlinu hjá mér, ég yrði reyndar ekki hissa að mér yrði boðið að komið yrði til mín og tekið við mig viðtal hjá einhverju þekktu blaðið svo að heimurinn missi ekki af því hvað ég er kúl og meiriháttar.
Við erum enn að vinna hjá Vilborgu vinkonu vors og blóma. Þetta er síðasta vikan mín þar og á mánudaginn byrja ég í Dönskuskólanum. Bóndinn verður eitthvað áfram...líklega. Næst á dagskrá er svo að koma börnum yfir sjó og land og hitta þar sínar ömmur og aðra ættingja. Það er ekki fyrr en í miðjum október svo að póstglaðir gætu sent okkur íslenskt nammi...svo sem suðusúkkulaði eða appolló lakkrís...svo lyktar smjörlíkið hér ógesslega, ef þetta er þá smjörlíki, gæti þegið svo sem einn eða tvo klumpa af íslensku smjörlíki. Þjóðernishyggjan að springa út hér á haustmánuðum.
Þá fór ég í blóðprufu í gær og sem afleiðing af því er mér að vaxa þriðji olnboginn, hann er staðsettur í olnbogabótinni vinstramegin. Við erum ennþá með tölvupóstfang...bara láta ykkur vita, það er nitta@paradis.dk. Og ekki gleyma því heldur að við erum með íslenskt símanúmer sem kostar jafnmikið að hringja í og frá Reykjavík til ...vesturbæjar :)
4 comments:
Mynd 1 af Gumma og mynd 2 af Sunnevu hræddu mig bara... Undarlegu börn...
þau eru yndisleg börnin þín.. og alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína :) Kveðja frá kellingunni með litla salmónellukrakkann
ÉG veit sko hvaðan þessi börn eru og þau eru yndisleg! Hlakka bara til að fá þau í fangið (ef maður má þá faðma þau bæði!!!) þegar þau koma.
Skemmti mér alltaf jafn vel við að skoða myndirnar af þeim öllum 4, börnunum mínum, í sumar, sérstaklega í bílunum. Sindri er nú enginn smá "Bóndi". "Keyrir" sko sína!
ástarkveðja , mor
Hahahaha ..... þessar myndir eru æði... .þvílíkir karakterar...
kveðja
Sæa
Post a Comment