Ég er nú svo þýð í samskiptum og geri allt til að þóknast fólki. Hér er því myndablogg :) Ég myndi síðan örugglega taka rosalega mikið af myndum til að minnast þessarar Einveru sem stendur yfir í höfuðstöðvum Félagsbúsins síðar...en hr. Bóndi hefur tekið öll minniskortin með sér í sveitina á Íslandi, nema hugsanlega eitt sem finnst hvergi.
Myndabloggið
Eitt er alveg víst Kristín mín að hlýðin ertu! Þökkum foreldrum þínum fyrir það.
ReplyDeleteÞað er bara eins og maður sé hjá ykkur að skoða þessar frábæru myndir.
Kveðjur í einveruna í höfuðstöðvunum
Æðislega myndir!! Hér er verið að baksa við að fá ÁIH og SEÞ til að sofna í sama herbergi... En á "það verður ekki betra"-myndinni, segja svipirnir allt sem segja þarf en hvar bóndinn er að klóra sér skal ég ekki segja til um ;)
ReplyDeleteTakk fyrir sendinguna, nú þegar búin að koma sér vel.... varúð EKKI snerta flugnaspaðan um leið og ýtt er á takkann...... ég varð að prófa, dísús hvað maður getur verið mikill bjáni stundum......
ReplyDeletekveðja
Sæa
Mikið gaman að skoða þessar myndir og rifja upp góðar stundir með ykkur :) Það er ósköp tómlegt í ömmubæ núna þegar þau eru bæði farin.Sakna ykkar allra.
ReplyDeleteVona svo að allur gróðurinn vaxi og dafni,kannan góða gerir án efa mikið gagn :) Ber á einhverju sem gæti orðið að graskeri með tímanum ???
Ástarkveðja.
Lóa.