30 Jun 2008

Myndablogg

Hér eru nokkrar myndir héðan. mAmma Lóa verður komin hingað eftir sólarhring rúmlegan. Börnin eru að springa..Sindri syngur aaaammma Lóóóóaaaa...nanananaaaa...ammmmmma Lóóóaaa og hinir rífast um hvort það voru þrír eða tveir dagar þar til hún kæmi, í fyrradag.

26 Jun 2008

Langt á milli

Já, full langt á milli hérna allt í einu.. ég hef hinsvegar haft í nógu að snúast. Það felst mestmegins í því að snúa mér frá skrifborðinu, í skrifborðsstólnum, til að ná mér í e-h að drekka svo ég ekki drepist við borðið, og svo að snúa mér aftur að því sem ég hef svona mikið að snúast í.

Ég var búin að segja frá því að við Aldís vippuðum upp vefmiðli fyrir Húnaþing vestra og hefur honum verið tekið geysilega vel. Við voðalega upp með okkur. Einhver sem hefur áhuga á að vera fréttamaður þar nyrðra ? (nyrðra..verður e-h erfiðara að bera fram þetta orð..) Bara að koma fram úr skápnum og belgjast fyrir norðan, vera með nefið oní öllu.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, man ekki hvort ég er búin að þusa um þetta áður, að mér finnist oft skrítið þegar e-h hefur bara aldrei tíma. Önnurhvor setning er "ég hef ekki tíma". Hjá mér er það þannig að ég geri allt sem mig langar til að gera og ef það er tæknilega séð ekki tími, þá bara bý ég hann til...þ.e ég vaki lengur og þvæ ekki þvottinn margumtalaða. En svo hefur eiginlega gerst svolítið undarlegt. Þó ég sé komin í sumarfrí í tónlistaskólanum og í skólanum (náði prófinu bæ ðe vei) þá hef ég sett mér að gera nokkur verkefni. Eitt er mjög svo útsmogið plan til að ná mér í verkefni sem vefhönnuður. Eitt er náttúrulega Norðanátt.is og annað er að ég prufaði að sækja um vinnu hjá e-h manni hér í Köben. Það er bara hlutastarf. Það verður spennandi að sjá hvort það gengur upp. En, hið útsmogna plan mitt og Norðanáttin taka allan minni tíma og ég hef svei mér þá, bara ekki haft tíma til að gera margt sem mig langar, svo sem að setja inn heilagan sannleikann á þessa blogg síðu. Biðst afsökunar á því kæru aðdáendur, auðvitað eruð þið sár, illa leikin og haldið að ég elski ykkur ekki lengur, en það er öðru nær.

Svo var mér bent á skemmtilega færslu á bloggi annarra Ísldanlendinga, færslan sem er hér
er um að ofvernda afleggjara sína. Ég er meiriháttar sammála. Ég man ekki betur, nú getur reyndar verið að ég sé að fara með bansett fleypur, en ég man ekki betur en að ég hafi gengið til og frá skóla, hjólað þangað sem ég vildi hjóla, stundaði fimleika svo sund í mörg ár og þrammaði þangað sjálf ...og þar fram eftir götunum, ég vill ekki fara að þylja upp líka það sem ég gerði þegar ég var lítil af ótta við að aðrir bloggarar fari að þusa um að nú séu allir að blogga um hvað þeir gerðu þegar þeir voru litlir. Eníveis, þá er ég bara svo sammála. Ekki það að ég sé að fara að láta þau ganga í skólan ein bara í gær en er þetta ekki pínu lítið svona heimatilbúinn ótti? Og kannski mega heimatilbúið að blessaðir afleggjararnir eru svo ofdekraðir og ofurpassaðir að þeir hafa enga sjálfsbjargar viðleitni. Eða ég veit reyndar að þau hafa það, þegar það er neyð og enginn í kring en það er ekki svoleiðis heima. Ég veit það því Gvendi sagði það nú í kvöld þegar hann kom fram í fimmtánda skiptið að hann hefði fests inná klósetti í einhverri ferð sem hann var í (nú fór hugur minn á flug..ætli hann hafi vaðið með hendurnar á skítugt almenningsklósettið og ekkert þvegið sér og borðað síðan nestið sitt eða stangað úr tönnunum með puttunum...úff). Húnninn á hurðinni var bara ekki þar. Hann sagðist nú bara hafa klifrað yfir vegginn og farið út hinummegin. Það tel ég nú bara gott hjá honum. Eiginlega bara frábært.

Við höfum haft dásamlega gesti hér nokkur kvöld. Það voru Freydís og Jói og þeirra drengir. Krakkarnir ná svo vel saman , það er svo fyndið að sjá hvað þau, eða sérlega þeir, smella saman. Sunneva hefur dregið sig svolítið út úr því að vera svona gaura stelpa og hefur eiginlega breyst í stelpu gaur. Þannig hún hefur verið mikið í því að lita og klippa út dúkkulísur. Það er líka frábærlega gaman.

Og það styttist óðum í næsta gest. mAmma Lóa kemur núna 1.júlí, vonum að flugumferðastjórar verði ekki í fríi akkúrat þá. Við hlökkum til.

17 Jun 2008

Ekki minn þvottur

Svo var það fyrir átta árum
að ég kvaddi það með tárum
að brjóta saman Bóndans þvottinn
hann yrði bara' að vera (kaldur og) loppinn
ég hjarta mínu fylgdi á meðan...


Hver veit nema (fata)skápurinn okkar
(efnis)lítill kjóll og (hné)háir sokkar
hittist fyrir hinum megin? (ef hann er í efnislitla kjólnum og hnéháum sokkum..þá held ég ekki..)
þá getum við í gleði okkar
keypt okkur konu sem sér um þvottinn...ég yrði svo fegin.

Það var hinsvegar um daginn að ég held að ég hafi gefist upp á að brjóta ekki saman þvottinn hans Bónda. Ég tók þá ákvörðun eins og segir í kvæðinu hér að ofan að brjóta ekki saman þvottinn hans, hann væri jú fullvaxta maður sem ætti bara að sjá um þetta sjálfur. Enda við komin með börn og alltof margar spjarir til að brjóta saman... það var í sjálfu sér kannski ekki aðal vandamálið, heldur að halda síðan öllu í röðinni í skápnum.
Ég hef sagt við hann síðan við bjuggum á Kirkjuteignum (við skulum athuga að það eru 10 ár síðan það var) hvort hann vilji ekki grysja úr fötunum sínum, það sem hann er að nota og ekki. Ég hef endurtekið þetta í hvert skipti sem ég hef staðið bölvandi og ragnandi yfir árans fatahaugnum hans, sem þó er troðið mjög vandlega inní skápinn. Og þá hef ég rifið fötin úr skápaplássinu hans. Það er goðsögn að ég eigi svo mikið af fötum og hann svo lítið að hann þurfi bara eina hillu fyrir sín föt en ég heilan skáp. Ég þarf að vísu heilan skáp, það er því allt raðað eftir gerð (þið vitið,buxur,bolir,langermabolir,peysur...) og það er enginn vandi fyrir mig að taka úr skápnum það sem ég þarf að nota. Skápaplássið Bóndans hefur hægt, en örugglega verið að breytast yfir í 3 hillur. 3 hillur fullar af samankuðluðum fatalörfum síðan í Nam. Aftur að því þegar ég ríf fötin hans úr skápnum. Ég tæti þau út. Fryst koma öll semi hreinu fötin, þau sem hann fer í eftir vinnuföt og notar bara í 3 tíma á dag. Þá vella út allir bolirnir sem hann sjálfur hefur rifið úr skápnum og farið í en hætt svo við og troðið þar inn aftur. Á eftir ónotuðu, samt krumpuðu bolunum koma allar nærbuxurnar og allir sokkarnir (athugið að það er allt vel saman brotið af mér) sem dauðaleit hefur verið gerð að og í sumum tilfellum farið í skítugu sokkana aftur (ég reyni að forðast umtal um skítugar nærbuxur hér á veraldarvefnum). Það var jú allt falið á bak við það sem þegar er upptalið. Síðast en ekki síst eru það 20 gallabuxur, 20 bolir og 20 langermabolir sem sitja sem fastast, enn saman brotnir síðan í síðasta kasti, aftast í hilludruslunum.
Það sem ég gerði núna síðast var að ég tók allt sem hafði ekki verið hreyft. Þið hefðuð átt að sjá upplitið á Gvenda við að þvottafyrirmynd hans skaust eins og einhver væri á hælum hennar fram í skúffu til að ná í svartan ruslapoka.. og ég hljóp inní herbergi aftur öll kindarleg á svip, því ég vissi jú að svarið yrði það sama hjá Bónda, að hann ætlaði alveg að fara í að sigta fötin... Markmiðið var að koma fötunum í pokann án þess að hann sæi og að Gvendi, hinn ljóshærði, myndi fást til að halda sér saman um atvikið. Það tókst í svona eina sekúndu. Aumingja Gvenda varð svo um uppátæki þvottakonunnar að hann rauk fram og gargaði að ég væri að henda fötum Foringjans... sem sagði reyndar ekki neitt. Örugglega dauðfeginn að ég á ekki eftir að segja þetta aftur því nú hef ég gefist uppá að gefast uppá að brjóta saman þvottinn hans og vill heldur horfa á fataskápinn í röð og reglu heldur en að reyna að ala manninn upp, það var ekki mitt hlutverk heludr,þó þvotturinn kunni að vera það.

14 Jun 2008

Norðanátt

Loksins...LOKSINS

Við Dísa opnuðum vefmiðilinn fína í dag klukkan 16.

Slólin er hér: Norðanáttin

Mikil vinna að baki, mikil vinna framundan..ekki kvarta ég samt, þetta er frekar skemmtilegt.

11 Jun 2008

Ég hef aldrei..

...borðað jafn mikið gotterí í 10 daga í röð eins og þessa daga sem Bryndís var hér..vóóó. En gott varða. Þær fóru í gær hún og Hugrún og ég er ekki frá því að það sé svolítið tómt í koti. Ég veit að við erum fimm og allt, en samt.

Hér hefur veður snúist uppí e-h rugl held ég bara. Það er rok og svo þykkur himininn að það er örugglega bara tímaspursmál, ég tala um sekúndur, hvenær það byrjar að rigna. Ég er alltaf að bíða eftir þrumum og eldingum. Það er alveg frábært að sitja á svölunum með kertaljós á sumarkvöldi og það er pissandi rigning úti og þrumur og eldingar, en ekkert kemur inná svalirnar. Það er hins vegar ekki mjög vænlegt í svona roki eins og er nú.

Þá er ég bara fegin að eiga eftir að klára verkefni í skólanum og gera prófverkefni og undirbúa sjálft prófið, gott að getað gert það í fúlu veðri :) Ekki það að undanfarna daga hef ég bara smellt mér með tölvuna útá svalir og lært þar.

Það eru örugglega allir sammála mér þegar ég spyr afhverju allt þarf að hrúgast á sama tímann, þið skiljið..þegar allt er að gerast á einni helgi eða þegar það yfir höfuð er vor og allt að klárast fyrir sumarið, svo sem skólar og svona. Hér í Köben virðist vera alveg endalaust af foreldra viðtölum eða samkomum af einhverju tagi. Við þurfum að fara með Gumma í sumarveilsu á laugardaginn, svo er kynning fyrir 0.bekk og 1.bekk á miðvikudaginn efitr það (fyrst hann svo hún), daginn eftir það er eitthvað sem heitir klassehygge hjá Gumma frá 13 til 19 og svo daginn efitr það er bansett foreldra kaffi frá 8 til 8:45. Ég veit það ekki, það er eins og þau hafi bara gleymt að gera þetta allt yfir veturinn og ákveðið að hafa bara öll skiptin í einni viku...rétt undir það síðasta þegar allir (amk ég ) eru að standa í prófum, lokaverkefnum og einhvernvegin að ganga frá vetrinum til að getað farið í frí t.d.

Talandi um frí. Þá er ég farin að hlakka til. Ég fer í mitt próf 23.júní og eftir það er ég komin í sumarfrí. Það er dásamlegt. Ef allt fer eins og ég hafði planað það þá þarf ég ekki að fara að vinna, þó ég velkomi verkefni í margmiðlunargeiranum sem krefjast þess ekki að ég mæti á staðinn.
Það verður ágætt að skipta úr "keyrslu" hamnum og fara að leika sér í staðinn.

Sei, sei..ég ákvað núna áðan að ég ætlaði að fjölvinna. Ég skipti íbúðinni upp í 7 hluta (ég er ekki með þroskaheftni á háu stigi..) og ætla að læra/vinna í klukkutíma í senn og fara svo og þrífa einn hluta og með þessu átti ég að læra og þrífa og hvíla mig á því að sitja við tölvuna með því að brjóta þetta svona upp. Í enda dags á íbúðin að vera hrein, ég langt komin með það sem ég þarfa að klára fyrir föstudaginn og ekki með sofandi rass og aum hné á að sitja...hvað er ég að gera???? blogga kannski... Það er eins og "ég" sé staðráðin í að stoppa það af að "ég" framkvæmi nokkuð, erða ekki merkilegur fjandi?

8 Jun 2008

Síðustu dagarnir

Hér

eru nokkrar myndir frá síðustu dögum. Hér er búið að vera með eindæmum gestkvæmt. Ég spilaði á tónleikunum og það gekk vel, rest Félagsbúsins og grúppíurnar Bryndís og Hugrún komu og hlustuðu. Ég skilaði síðasta verkefninu í skólanum og það er að finna hér.
(tæknilegir örðuleikar sem eru hvítur ferningur alveg fyrst, bíðið bara róleg)
(og hér fyrir þá sem geta ekki séð flash spilað) Verkefnið snérist um að við áttum að búa til áróðurs síðu fyrir danskt hjálparstofnunar fyrirtæki. Við fengum feikna góð ummæli um þetta verkefni vort. Þá tekur við yfirferð í næstu viku og svo prófa undirbúningur og ég fer í mitt próf 23.júní. og er þá komin í sumarfrí, ekkkki slæmt.

Síðustu skóladagana hjá krökkunum eru tómt rugl. Það er ferð annan hvern dag og foreldra eitthvað hinn daginn. Við þurfum að mæta á þrjár slútt veislur (börnin eru jú þrjú) allskonar kynningar fundi fyrir næsta vetur og foreldra viðtöl. Mér finnst svoleiðis alveg arfa leiðinlegt.

Svo vinnum við Aldís hörðum höndum að því að koma upp hinum fína vefmiðli, það verður gaman þegar hann er kominn í loftið.

Óver and át.