Eitt sem ég rakst á í gær, þegar ég var að fara yfir þessa tösku í leit að sæmilegum myndum, einni af mér og einni af Bónda fyrir Gumma að fara með í ferðina sem hann er í núna..ekki veit ég afhverju hann kaus að fá myndir af okkur með, kannski til að vera viss um að fá hressilega heimþrá, það sem ég rakst á voru þónokkuð margar myndir af íbúðum þar sem ég hef búið.
Þetta er í herbergi okkar Bryndísar á Melhaganum margumrædda. Ég meina..sést í veggi fyrir dóti?? Þó ég hafi ekki akkúrat núna sönnunargögn þá veit ég (þar sem ég var jú þarna) að það sést ekki í gólfið heldur.


Og enn er sama sagan. Þetta er í Stóragerði í Reykjavík, þar sem ég bjó með Jóhönnu og Sirrý. Góðar stundir, góðar stundir....líklega e-h aðeins of uppteknar við annað en að taka til...

og í Hágerði (Háagerði..Stóragerði..) enn svo mikið af dóti allstaðar að varla sést úr augunum. Furðulega þá man ég ekkert eftir því að hafa haft eldhúsborðið mitt í stofunni..en það hefur greinilega verið svoleiðis.
Niðurstöður þessarar naflaskoðunar hljóta að vera að ég sé rosalega góð í að skipuleggja kaoz.
Og að lokum önnur mynd af litlu Gunnu og litla Jóni... með ömmu minni og afa. Dásamleg mynd.
það er svo gott að hafa mikið dót og gott fólk í kringum sig! Hver vill hafa lítið í kringum sig????
ReplyDeleteásrtarkveðja, mor
Nákv!! Sætasta myndin af afa og ömmu og búrasystkinunum!
ReplyDelete