29 Mar 2008

Frænka mín

Nú er helst í fréttum að ég er skyndilega orðin 5barna móðir. Þau losna náttúrulega ekki við mig sem neyðast til að búa undir sama þaki og ég en nú á ég líka tvær systurdætur sem eru svo gargandi heppnar að búa allt annarsstaðar. Sú eldri fæddist 17.september 2005 og hin fæddist í gær, 28.mars 2008. Sjáiði bara hvað hún er sæt. Ég hef ekki beinlínis heyrt neinar fæðingarsögur en allt ku hafa gengið eins og í sögu. Það sem er merkilegt við smábörn er hvað þau eru óspillt, saklaus mætti kalla og þurfa svo fáa hluti, ást, éta og skíta. Ég ætla ekki að vera með neina vellu hér um hvað smábörn eru dásamleg, því oft finnst mér akkúrat að þau séu það bara alls ekki, en auðvitað kemst ég ekki hjá því að spá í því hvað ég er heppin og pabbi og mamma að eiga svona sæt börn, með sæt meina ég ekki bara í framan heldur eru þau bara sæt í gegn öll á sinn máta náttúrulega. Það verður spennandi að sjá hvað felst í þessari nýju frænku minni. Óska öllum sem finnst þeir eiga hlut að máli til hamingju.

28 Mar 2008

Til hamingju

Bryndís, Hinrik og Ásdís :)

25 Mar 2008

Menn muna men á mani...

Muna
Man
Munum
Menið

Rossalega gæti maður farið lang með að fallbeygja (eða ekki) orðið Muna. Lesendur ráða hvort Muna þýðir að Muna eða hvort það meigi Muna um minna ,einhver afmynd af Munna, Munni eða hvað. Hjá mér er þetta svona:

Muna: hlutir (til margra muna)
Man: kona
Munum: að hafa ekki gleymt
Menið: hálsfesti

Tilgangsleysið og "ég ætti að vera að læra" er algert.

17 Mar 2008

Allt og ekkert

Er í svo miklu fríi núna að ég er bara búin að liggja í tölvunni og skoða myndir af mér.
Hér er svolítið af myndum frá hinu og þessu.

Annars stendur auðvitað yfir niðurpökkun spjara Félagsmeðlima.

14 Mar 2008

Lygari

Ég er nú ekki viss um að það sé viðeigandi að viðurkenna það hér á veraldarvefnum að ég er lygari...

Það hefur verið þannig alveg síðan að við fluttum hingað að fólk frá Amnesty International hefur bókstaflega setið um mig. Ég hef alltaf sagt nei við því að styðja og stundum hef ég sagt að ég skilji ekki það sem þau segja, það ein lygin, ég skil þau alveg en get beygt sannleikann þannig að ég er jú útlendingur hér. Þau eru byrjuð að safna fólki til að styðja Amnesty aftur núna, þegar það er farið að hlýna aftur og ég hitti einn í dag. Hann sagði: Har du ikke en minut,kender du Amnesty International?? Og hverju svara ég.. ég fann að hann hafði mig á valdi sínu og ég sá fyrir mér að þurfa að hlusta á danska ræðu um málefnið og jafnvel fá að sjá myndir af voðaverkum útum heiminn.. ég sagði "ja, jeg kender dem godt, and I allready support them!!"...ALREADY SUPPORT THEM..styrki nú þegar.. það gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þetta er alveg eins og þegar (ég er búin að segja þetta milljón sinnum, þið afsakið bara) heyrnarlausi maðurinn dinglaði og bauð mér happdrættismiða og ég ætlaði ekki að kaupa hann þannig ég hvíslaði (að HEYRNARlausa manninum ) "no thank you" þetta var á Íslandi sko, og heyrnarlausi maðurinn var íslenskur. Ekki veit ég afhverju ég hélt að ég þyrfti að tala á ensku við hann... en þetta var s.s sama, bara kom uppúr mér.

Reyndar þekki ég alveg hvað Amnesty gerir og finnst það mjög þarft starf og veröldin væri sannarlega í verri málum ef Amnesty og félög sem það, væru ekki til.

Það er þessvegna sem ég er búin að skammast mín í allan dag. Afhverju stoppaði ég ekki bara til að hlusta á hvað hann hafði að segja, ég hafði alveg tíma til þess, voðalega get ég verið sjálfselsk og súr á köflum..hvað með allt fólkið úti í heimi sem á svona bágt?

Þá hef ég auðvitað tekið rétta ákvörðun núna og styrki nú Amnesty. Hvet alla til að gera það líka, það er hægt á marga vegu, með því að borga 3000 í árgjald, senda nokkur bréf mánaðarlega og eitthvað svona sem tekur engan tíma og þessi 3000 kall hefði hvort sem er örugglega allur farið í gulan m&m sem enginn hefur gott af að éta.
Hér er Amnesty á Íslandi

Fugleklat

Flugleklat myndi vera orð yfir fuglaklatta.

Ég var búin að hafa uppi um það hugleiðingu afhverju maður heyrði ekki mikið af því að fólk væri að fá á sig fuglaklatta svona á ferðinni um borg og bí.. því það er jú ekki lítið af fiðurfénaði sveimandi um loftin blá.

Svo það hlaut að gerast.. ég var alveg í sakleysi mínu á Nörrebrogaðe og bara í mínum heimi svona þegar það skvettist framhjá nefinu á mér eitthvað sem ég komst síðan að, að hefði verið fuglaskítur og lenti beint á jakkanum mínum.

Í dag er ég þakklát fyrir tvennt, að hafa verið í regnjakkanum sem er auðvelt að skrúbba með sápu og pappír á klósettinu í skólanum og fyrir að sá fiðraði hafði það ekki í sér að skíta í hárið á mér...

12 Mar 2008

Jimmy

Jimmy er mikill vinur okkar Bónda. Hann er ekki svona vinur sem maður býður í mat heldur mikill góðvinur líkama okkar (ekki fá andateppu.. ég er ekki að tala um neitt rugl sko). Jimmy er fysioterapist. Líkamsmeðferðarmaður. Það er þannig að okkur, eins og svo æði mörgum öðrum, er alltaf illt í baki, öxl, hnakka, haus.. þið vitið, hin eðlilegu vinnueinkenni æfi fólk ekki íþróttir. Og við höfum verið að hitta Jimmy útaf þessu og hann hefur vægast sagt gert kraftaverk. Bóndinn hefur ekki fengið almennilegan hausverk í háa herrans tíð, enda búinn að hitta Jimmy reglulega í núna 2 eða 3 mánuði. Ég fór áðan.
Mætti fyrst á vitlaustum tíma en kom þá bara aftur, fór í bankann á meðan og afgreiðslumaðurinn þekkti að ég væri frá Íslandi því ég setti mína dásamlegu lopavettlinga uppá borðið. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki lopavettlinga, þeir eru notaðir á hverjumdegi alltaf þegar ég fer út. Þeir eru svo mikið notaðir að innri vettlingarir, sem ég gerði heiðarlega (sagði heiðarlega ekki rosa flotta) tilraun til að bæta, eru eiginlega bara uppurnir og það er nærri komið gat á þá ytri... hint, hint amma :)
Aftur að bankamanninum, hann s.s þekkti lopavettlinga og kvaddi mig síðan með "bless bless". Ég bara réð mér varla af kæti, ekki veit ég beinlínis afherju, en það er alveg annað að vera Íslendingur á öðrulandi en á Íslandi sjálfu, tilfinningin er bara ekki sú sama. Það er líkt og að keyra Borgarfjörðinn, sem er afskaplega fallegur, maður tekur bara ekkert eftir því þegar maður þýtur þar í gegn, eins oft og maður hefur jú farið..þið skiljið.
Þá komst ég að því líka að vinur minn sem dreifir blöðum við Ráðhústorgið á morgnana, sá með tónlist og flaður við kvenmenn, "vinnur" nú Strikið um hádegisbil. Hann var þar að held ég örugglega að reyna við einhverjar smápíkur, ég sýndi andúð mína með því að strunsa framúr (kannski svoldið fúl að hann þekkti mig ekki, ég sem brosi til hans fallega á hverjum morgni...) honum og líta í hina áttina, -ég, ætlaði sko ekki að taka hjá honum blað.
AAAAAAAað Jimmy. Jimmy höndlar líkama bara eins og hvert annað kjötstykki. Ég held að þó það hafi verið svitalykt af mér að þá hafi hún ekki verið eins slæm og af mörgum öðrum. Maður er bara í fötunum sko, á nærbolnum í það mesta. Honum finnst ekkert mál að grípa bara í rasskinn á fólki sem hann ekki þekkir og finnst heldur ekkert mál að stinga þumalputtanum lengstu uppí (kommon...engan dónaskap..) handakrika og ýta þar næstum í gegn upp um öxl. Svo er það sem hann gerir er að láta braka á öllum mögulegum stöðum. Er ekki merkilegt að það geti skipt máli hvernig maður er staðsettur í mjaðmagrindinni, varðandi stífelsi í öxlum og þar fyrir ofan og líka í hnén og í öklana..og þetta hefur áhrif, meira að segja bara í fyrsta tíma.

Verst þótti mér að ég VEIT að Jimmy fór á klósettið áður en hann hóf að snerta mig útum allt og ég VEIT að hann þvoði sér ekki um hendur.....

10 Mar 2008

Börn betla peninga

Ég veit ekki... ég held ekki að við yfirmenn Félagsbúsins höfum verið að tala um bágan fjárhag við vinnumennina okkar. En einhverra hluta vegna þá fannst elsta þrælnum nóg komið og dró systir sína með sér út að safna peningum. Hún fór í kjól og átti að dansa fyrir fólk á meðan hann barði trommur (svarta black gammon tösku sem hann fann í ruslinu). Hann þaut meira að segja inn til að skrifa á blað " Man skal lægge penge i tasken hvis man synes det vi gør er flot"... ég kunni ekki við að banna þeim að gera þetta, ég tók bara sjensinn á því að enginn myndi sjá þau..eða heyra. Eini plúsinn við þetta er sjálfsbjargarviðleitni þeirra.

Af Sindra er allt danskt að frétta... ég er virkilega farin að hugsa hvort hann eigi eftir að blanda tungumálunum tveimur saman og vera ekki viss um hvort er danska og hvort er íslenska. Hann segir nú nokkur orð, t.d "kom" (útleggst á íslensku konduNÚNA), vehgú (versgú/gjörðusvo vel), gó (náttúrulega skór...já eða bók á dönsku..) og svo eru einhver fleiri orð sem börn segja eins og mitt, ég fá, aðallega svona sjálf miðaðir frasar. Hann hefur líka þróað með sér obbosslega fílusvipi. Því hann er með svo lítið hjarta þá brestur hann bara í grát ef ég tala hærra en venjulega. En svo þegar hann verður móðgaður þá verður hann svo fúll að það næstum lyktar.

Svo varð ég að stytta ferðalag mitt heim... alveg glatað. Ég þarf að fara heim 24.mars en afgangur af búinu hefur það gott lengur á Íslandi.

7 Mar 2008

Ávöxtur

Loksins er erfiði síðustu 2 vikna farið að bera ávöxt. Fyrsta svona alvöru verkefnið mitt var að útbúa heimasíðu sem innihéldi glósur um námsefnið og ritgerð um ferlið. Hér kíkja á þetta. Það er að vísu ekki allur textinn kominn inn sem á að vera á síðunni, heldur rugltexti en það er alltí lagi í bili.

Þetta er dúndur skemmtilegt skal ég segja ykkur.

Við vorum að ræða það um daginn hvað Danir eru merkilegir með nestið sitt. Þeir eru með nesti alltaf allstaðar. Það er reyndar mjög ágætur siður og nú hef ég sett Bóndann í það verkefni að smyrja samloku handa mér líka á morgnana.

4 Mar 2008

Snjólykt

Ég var eiginlega varla búin að sleppa orðinu við hann föður minn í gær, ég var að lýsa því hversu mikill vorhugur væri komin í mig og vorið væri bara komið, temmilega hlýtt, sólskin og svona, þegar byrjaði bara að snjóa...SNJÓA. Ég veit að þið heima eruð ekkert hneyksluð á því að það snjói, en mér finnst það alger tímaskekkja. En svo uppgötvaði ég hvað ég saknaði þess að vera úti í svona snjókomu. Það eru til trilljón gerðir af snjókomu, hagl, slydda. Pínulítil snjókorn sem svífa til jarðar, hlussu stór snjókorn sem líka svífa til jarðar, snjór að meðalstærð sem æðir uppí nefið á manni, slyddu snjókoma sem gerir mann votan í lappirnar og svo er það snjókoma eins og hér í dag. Temmilega meðalstór korn sem reyndar æddu uppí nefið á mér þegar ég hjólaði heim úr spilatíma, sem betur fer var ég með derhúfuna góðu, annars hefði ég þurft að labba, það er ekki hægt að hjóla með snjókorn í augunum. Svo var alveg logn og kanallinn undir Íslandsbryggjubrúnni alveg sléttur og dimmt og götuljós í Köben. Það var einmitt þá þegar ég fattaði að það er til spes snjólykt, hún er af loftinu þegar það er búið að snjóa hressilega í logni og það er hlýtt úti. Venjulega myndi fylgja lýsign á brakandi snjó þið vitið, þegar maður labbar í honum en það er auðvitað ekki svoleiðis hér þar sem grasið er jú búið að vera grænt í allan vetur, gott ef það hefur ekki vaxið smá líka. Það besta við þetta er að loftið er alveg hreint eftir á, svona eins og þegar það er búið að rigna í Reykjavík, maður finnur það svo vel hvað loftið er hreint á eftir. Hlakka allaveg til að koma heim og anda íslensku.