28 Dec 2007

Hátíðarnar

Ég er ekki minni manneskja en aðrir bloggarar í bloggheimum og óska því öllum sem ég þekki og líka þeim sem fyrir tilviljun eða forvitni eina eru að lesa sögur mínar, gleðilegra jóla (sem tæknilega eru liðin) og enn betra komandi árs.

Hér er einn til að pæla í:

Nú fljúga töluvert margir fulgar yfir höfðum manna á hverjum degi. Endur, krummar og hvað þetta allt heitir. Fiðurféð hefur skammast sín ekkert þó það láti flakka bara þar sem það flýgur eða stendur. Afhverju hafa ekki fleiri manneskjur sögur að segja um það þegar fugl kúkaði á axlirnar á þeim?

Að allt öðru. Seinni hluti tarnar er að byrja á morgun, eða byrjaði í dag. Þá meina ég í vinnunni. Í gær var ég í fríi og eyddi fríinu á búðarölti með systur minni sem er í heimsókn. Ég þori ekkert að segja það við hana en hún hefur fitnaði eitthvað blessunin. Ég veit ekki hvort ég þori að segja eitthvað við hana útaf þessu, kannski ýja ég að því að hún þurfi nú mögulega að fara í ræktina... Fyrst þau eru í heimsókn þá er spilað á hverju kvöldi. Það er æðislegt. Þið hefðuð átt að sjá mig leika köngulóarmanninn í gær. Ég spýtti köngulóarvef útúr hendinni eins og ég hefði aldrei gert annað og prílaði svo upp, ímyndaðan náttúrulega, vegg. Þeim fannst það svo vel gert að þau gátu ekki varist því að tárast bara (að vísu úr hlátri en hver þarf að vita það). Þeir svilar fóru í bíó áðan og við ætlum að horfa á sjónvarpið. Það hefur heyrst úr næstu blokk að ef maður sofnar fyrir framan sjónvarpið og vaknar svo aftur eftir miðnætti án þess að slökkva á sjónvarpinu að þá finni maður klámstöðvar. Okkur hefur aldrei tekist þetta, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ég hef alltaf vaknað í rúminu mínu daginn eftir og Bóndinn í sófanum. Ekki veit ég hinsvegar afhverju það er alltaf ég sem vakna í rúminu en hann í sófanum, kannski hefur hann einhverja aðra sögu að segja um þetta en ég.
Allir eru hressir og í jólafríi. Það finnst þeim ekkert verra. Nú er svo komið að margir leikir fara fram á dönsku. Það er voða skemmtilegt að hlusta á þau tala svona.

Aftur gleðileg jól og alsælt nýtt fár. Og fyrst ég er byrjuð þá finnst mér ekki úr vegi að biðja alla að njóta sín (ekki þannig) út í ystu æsar og anda inn og út og svona... umfram allt að gera eitthvað skemmtilegt. Ekki gera eitthvað leiðinlegt, það er svo ... leiðinlegt.

Eitt nýtt orðatiltæki á dönsku: Heldig kartofel, lesist= hellig kartoffel og þýðir =heppin kartafla.

22 Dec 2007

Loðnar bækur

Það er satt. Bækurnar í bókahillunni voru sannarlega loðnar hér fyrr í kvöld. Við erum í því að undirbúa jólin. Þó að við séum verulega slök með að hreingera og svona óþarfa rulg fyrir jólin þá er nú allt í lagi að hafa svona sæmilega hreint. Svo ég stökk á hillurnar áðan eftir vinnu. Rykið þar var ótrúlegt, alveg steingrátt og þykkt. Það er reyndar fáránlegt hvernig þessir dagar eru. Ég er alla daga í vinnunni og Bóndinn heima. Það er ekki ýkja mikið hægt að gera þannig almennilega þegar allur skarinn er heimavið. Ég er ekki í fríi næst fyrr en á 27.des. Já, alla jóladaga í vinnu frá 9-16. ÉG er ekki viss um að mér finnist þetta neitt sérstaklega sniðugt sko. Á morgun mæti ég klukkan 7, ég er skítug upp fyrir haus, með glimmer útum allt, komandi sinaskeiðabólgu, bakverki ómögulega og með táfýlu fjandans. Þannig er að það eru alltaf 18 gráður í búðinni. Það er kalt skal ég segja ykkur. Það er svo kalt að ég er alltaf í tveimur sokkum, gammósíum, buxum náttúrulega og tveimur peysum, langermabol innan undir því og svo stundum í flíspeysu. Í dag var 0 gráðu hiti úti og ég þurfti að vera í snjóbuxum í vinnunni...í blómabúð, hver hefði haldið?? Það er sko engin pikknikk að vinna í blómabúð heldur, þetta er bara bölvað hark. En ég elskaða. Ég var spurð um daginn hvort ég héldi að ég yrði hamingjusöm með að vinna alltaf í blómabúð, ég hef uppi áætlanir um að læra til blómsterdekoratör hér í Köben. Og ég fór að hugsa, það rúlluðu allar hinar hugmyndirnar um hvað ég gæti hugsað mér að læra og ég hef skipt um skoðun fáránlega oft, þá varðandi hvað ég ætla að gera við mitt líf. Og ég hugsaði meira að segja um hvort ég væri þá nokkuð á réttri braut, hvort ég vildi ekki reyna við eitthvað stærra og meira en bara blómsterdekoratörinn... ég komst að niðurstöðu sem ég held að gæti verið þokkalega eðlileg niðurstaða. Ég get ekki hugsað mér að vinna við nokkuð annað. Ég hef alltaf leitað í svona vinnu þar sem hana er að fá og finnst þetta mjög skemmtilegt. Það er svona þegar árið er að verða búið, þá fer ég að hugsa um hvað hefur gerst og hvað hefur ekki gerst. En svo getur allt breyst á morgun hvað mér finnst um þetta allt saman, en ég held samt að niðurstaðan sem ég fékk í þessar ponderingar um framtíðina hafi verið hin ágætasta. Nú er klukkan of marg og ég nenni ekki í sturtu. Megn táfýlan verður bara falin með einhverju ilmvatni, það verður bara að duga.
Skötukveðjur ágætar til ykkar mín kæru :)

18 Dec 2007

Laggabútur...

...eða Baggalútur.
Ég er ekkert fyrir jólalög, ég fæ alls ekki fiðring um mig alla við að heyra Svölu Björgvins góla að hún vilji fara heim um jólin eða við neitt annað jólalag. Ég var farin að örvænta og hélt mögulega að annað hvort þyrfti ég að ala börnin upp við engin jólalög og það mun örugglega reiknast sem einhversskonar uppeldisleg mistök,eða að ég þyrfti að harka af mér (eða fá mér eyrnatappa) og versla jóladiska svo þau geti átt góða ævi með fiðringi um jólin við hvert jólalagið á fætur öðru. Ekki veit ég afhverju ég er ekki mikill jólaaðdáandi. Og ekki veit ég afhverju mér er ekkert gefið um jólalög. Hugsanleg skýring gæti verið vera mín í verslunum um og yfir jólahátíðna. Þar eru jólalög spiluð aaaaalllan daginn út og inn og það er ekki eins og það sé minni viðvera í vinnunni akkúrat á þessum tíma. Það er varla að maður nenni svo að fara heim og kveikja á jóladisk.
Það sem er hinsvegar málið núna og er svimandi jólastemmning og stuð er jóladiskur Baggalúts sem ég skyndilega mundi að ég keypti í fyrra. Ég setti hann á fóninn og pissaði næstum í mig af hlátri. Hér er einn textanna:

SAGAN AF JESÚSI

Það var um þetta leyti þarna suðurfrá - í miðausturlöndum.
Þar var ungt par á ferli konan kasólétt - þeim var vandi á höndum.
Öll mótelin vor'upptekin
og yfirbókuð gistiheimilin.

Og þannig byrjaði sagan af því þegar hann Jesús kom heiminn í.

Þau létu fyrirberast inní fjárhúsi - með ösnum og kindum.
En það var ósköp kósí ekki ósvipað – gömlum biblíumyndum.
Þar kom í heiminn – mannkyns von hinn kunni Jesús Kr. Jósepsson.
Hann endaði í jötunni
beint undir Betlehemstjörnunni.

Og þannig hljómar nú sagan af þvíþegar hann Jesús kom heiminn í.
Hallelúja!
Og þannig hljómar nú sagan af þvíþegar hann Jesús kom heiminn í.

Svo rákinn nefið vitringar
sem fyrir rælni voru staddir þar.
Þeir óðu inn með gras og gull
og eitthvað óríental jurtasull.

Ó, Jósep sendi SMS.
Ó, María, var bara furðu hress.
Ó, barnið lá og snuðið saug
með bros á vör – og soldinn geislabaug

Og þannig endar nú sagan af því þegar hann Jesús kom heiminn í.
Já, þannig hljómaði sagan af því þegar hann Sússi kom heiminn í.
Þið ráðið sjálf hvort þið trúið því
Amen

Textinn finnst mér æðisfyndinn.


Í dag kom Gummi heim með brjóstsykur sem hann hafði sjálfur búið til og var brenndur á Fritten (frítíðsheimilinu), það var skemmtilegt og á morgun fer hann í aðventumessu og Sunneva í leikhús. Sindri fer ekkert enda er nóg að gera hjá honum og hinum kúkalöbbunum sem ráfa um með risa bleiurassa á vöggustofunni hans. Þetta er í raun frekar fyndið því það eru allar stofurnar bara opnar og það eru bleiubörn allstaðar. Og svo koma litlu mörgæsirnar út um allar hurðir fram á ganginn með eitthvað hangandi aftan í sér, handklæði, bíl, orm eða dúkku. Eða þau keyra eitthvað fyrir framan sig, dúkkukerru eða einhverja aðra kerru. Og sum eru með hor og önnur slefa svo mikið að það þarf að hafa smekk og þegar þau borða öll saman bitana sína og síldarfiskibollur (oj) eru þau með handklæði um hálsinn, sem er bara gat á, eða svona stroff eins og hálsmál á peysu og handklæðið nær undir diskinn. Það er hugmynd sem ég hefði getað notað síðastliðin 5 ár á eina sem ég þekki. Þegar ég kem og sæki hann mætir mér alltaf alveg rosaleg kúkalykt. Það eru náttúrulega 30 litlar manneskjur þarna sem kúka bara þar sem þær standa...eru ekkert að tilkynna það sérstaklega, bíða bara þangað til það fyrir einhverja "töfra" uppgötvast.
Í dag þegar ég opna dyrnar að ganginum og kíki yfir hópinn sem vaggar þar um og kem ekki auga á Sindra, kemur aðvífandi ljóshærð pæa sem hleypur svona við hliðina á mér og gólar "Diddi , diddi , diddi"... hún hljóp og fann Svala fyrir mig. Ég meinaða, meira að segja smábörn vita hver ég er...hvers á ég að gjalda , það líður ekki á löngu áður en ég þarf að ganga með eitthvað sprey til að verjast ágangi paparassa. En án gríns þá var þetta voða sætt. Og hann er alltaf til í að koma heim. Hann tekur stökk og er alltaf til í að strunsa í skóna og verður bara sár ef ég er ekki nógu fljót að þessu. Þá förum við niður á deildina hennar Sunnu. Það er ekki sömu sögu að segja um það. Þar eru börnin náttúrulega ekki með neina bleiu, eru alveg hætt að vera krútt og svo rífa þau kjaft. Ég þarf alltaf að bíða eftir henni því hún er iðulega nýbúin að sækja sér púsl sem nauðsynlega þarf að klára og hún er hundrað daga að klæða sig í útifötin. Á meðan hún ekki klæðir sig kemur lítill strákur sem á pabba sem greinilega ræður ekkert við hann og hann stappar á fötunum hennar sem að sjálfsögðu liggja á gólfinu. Þegar við loksins erum búin þar förum við í annaðhvort stóra hjólið eða Sindri situr í barnastólnum og Sunneva á hnakknum á mínu hjóli og ég hjóla. Næsta stopp er hjá Gumma. Hann er næstum því undantekningarlaust í fótbolta spili með vinum sínum þegar okkur ber að garði. Hann hefur týnt öllum fötunum sínum. Ég er viss um að hann kæmi heim á brókinni ef hann væri að fara einn til og frá skóla. Hann veit ekkert hvar þessi peysa gæti verið eða hvar snjóbuxurnar mögulega gætu legið. Það er nú svo. Þá keyrum við heim. Þar er gott að vera.

16 Dec 2007

Tíminn sem ég hef...

Ég hef greinilega aaaaltof mikinn tíma á höndum mér..ég hef verið að dunda mér við þetta í kvöld, mér finnst það vooooðalega fyndið og loksins hef ég fundið góðan farveg fyrir alveg gríðar margar sjálfsmyndir... það er hljóð líka.

Bóndinn

Fagur er Bóndinn.
Og hér er myndin sem æstir aðdáendur MÍNIR hafa beðið um...það er ekki frá því að ég sé orðin hrædd um sess minn sem betri helmingurinn.. hann fór ekki með hárið og keypti sér ís, enda skilur enginn það sem hann segir hér í danaveldi.


Þegar ég var í bloggfríi fengum við tvær heimsóknir. Önnur var frá Yfirpabba sem alltaf er dejligt að fá í heimsókn. Krakkarnir voru heldur súrir þegar hann fór og hefðu gjarnan viljað hafa hann lengur, svo ég tali ekki um sjálfa mig, ég hefði líka gjarnan viljað hafa hann lengur. Svo var Jóhannes líka hér. Það er trúlega eitthvað spes samband milli hans og Sindra. Sindri hefur ekki verið neitt fyrir aðrar mannsveskjur gefinn, hvort sem það er ættin eða ekki ættin. Það hefur að vísu aðeins verið að breytast en þetta var eitthvað alveg spes. Hann tók Jóa opnum örmum og svo hékk hann bara þar. Þeir áttu hvorn annan.

Hann kom fram á kvöldin og í eitt skiptið mátti Jói gjörasvovel og fara með hann inn að sofa, það tók 10 mínútur!!!!.....10 MÍNÚTUR...


Svo var líka ráðist á hann meðan hann lá og hvíldi sig í sófanum. Þeim fannst hann æði. Það var ekki verra að hann nennti (eða gerði það allavegana) að hlusta á allar sögur sem þau höfðu að segja og fór svo í tölvuna með þeim eldri.

Og þarna fannst honum Svala litla best að vera...merkilegt. Þeir bræður fóru svo á íþróttaleik. Þeir keyptu sér miða í dönsku stúkuna, það fannst mér fyndið. Þeir komu kaldir heim, eða Bóndinn var kaldur, enda leyfist honum ekki að ylja sér með öli, hinn var góður á því. Þeir bræður eru fagrir að innan sem utan (að undanskyldu lofti því sem sá stærri kýs að hleypa út þegar hann slakar í sófanum okkar, kannski kallast það ekki slökun nema maður reki miskunarlaust við hjá gestgjöfum sínum og sófaeigendum) og eru bestu bræður sem ég hef hitt. (mínir drengir eru vitaskuld líka bestu bræður en það er ekki verið að tala um þá akkúrat núna)


Margt annað hefur verið að gerast náttúrulega meðan ég var í bloggfríi, en ég man ekki í augnablikinu hvað það var en ég hugsaði nánast daglega hvað ég gæti skrifað um hér. Það sem ég man hinsvegar er að við fórum eftir vinnu hjá mér í dag í leyniferð. Við fórum út heima hjá okkur og í lyftuna. Þar ýttum við á -1 og fórum út ofan í jörðinni. Við fórum um tvær dyr og í gegnum bílakjallara, þá komum við að annari lyftu og ýttum þar á 2, þegar lyftu hurðin opnaðist þá vorum við komin yfir á AHG. Er ekki merkilegt að þurfa ekkert að fara út til að fara frá Poul Hartlings Gade yfir á Axel Heides Gade? Mér finnst það. Ef tildæmis það kemur svona óveður eins og ku vera heima á Íslandi þá væri agalega heppilegt að geta farið nánast á brókinni yfir í kaffi.


Og þar vorum við líka, ekki á brókinnni reyndar, að útbúa piparkökur. Piparkökudeigið sem ég gerði á hinn og lét vera í ísskáp yfir nótt og átti að vera fyrir krakkana að gera, meðan við gerðum laufabrauð (eða eitthvað svoleiðis) í gær var svo grjót hart að rota mætti mann með því og svo þegar kom til kastanna þá var ekki hægt að hnoða það. Þetta segir allt um mig í eldhúsinu. Þannig að Helga bjó til dásemdar deig í dag og við Bóndinn og börnin 5 (Gummi, Sunna, Lára Huld, Sindri og Ásta Hlín) skárum út myndapiparkökur. Þau al yngstu átu deigið án þess að skammast sín, hin þrjú reyndu að fela það. Við gerðum helling af kökum og vænti ég þess að fá myndir frá því annað hvort í mína tölvu eða þá á bloggið hjá Adda eða Helgu.


Að lokum (því ég er jú uppfull af allskonar sem hefur gerst en ekki verið sagt frá) þá fór ég á tónleika í nóvember með hljómsveitinni MUSE. Ég er mikill MUSE aðdáandi og keypti tvo miða á leikana lööööngu áður en þeir áttu að vera.


Ég keypti miðana að sjálfsögðu fyrir okkur Bónda og við ætluðum samferða Helgu og Adda, en svo fengum við enga pössum. Hvað er til ráða?? Ég útvarpaði því að ég yrði einsömul á þessum tónleikum og þá dúkkaði upp maður að nafni Siggi Frigg og greiddi mér meira að segja pening fyrir að fá að vera með mér á tónleikunum. ÉG er að sjálfsögðu löngu orðin þekkt manneskja hér í Kóngsins Köben og ekkert nema gott fyrir landslagsarkitektúrsnema eins og Sigga og Adda að vera í návígi við mig og finnst mér ekkert undarlegt að hann hafi heimtað að greiða mér fé fyrir að fá að koma með mér sem staðgengill Bóndans. Hann stóð sig eins og hetja. Hann var alveg eins og Bóndinn þegar við förum eitthvað... stóð hæfilega langt í burtu frá mér, reyndi að tala ekkert við mig og sagði mér síðan aldrei hvert hann ætlaði þegar hann fór eitthvað... Tónleikarnir voru hinsvegar obboðslega góðir. Það er alltaf spes að fara á tónleika og sjá framkvæmd lög sem maður hefur kannski hlustað á í ræmur í græjunum. Myndinni rændi ég af síðunni hans Sigga (sem ég vona að sé sama um það..) en hún er af risa blöðrum sem sleppt var út í salinn í enda tónleikanna.

15 Dec 2007

Kramið eða ekki kramið

Sögur herma að Helga í næsta húsi hafi alltaf rétt fyrir sér. Þetta eru ekki handahófskenndar sögur af götunni heldur frekar konkrít sannleikur sem kemur úr munni mannsins hennar. Hann tjáði mér hér í dag að ef maður leitar í alfræði orðabók að því sem rökrætt er um við hana þá stendur þar, það sem hún heldur fram að sé rétt...
Hér hafa verið uppi miklar rökræður um hvort rétt sé að kremja laufabrauðið eða ekki. Það voru færð rök fyrir báðum argjúmentum.
Allan tíman meðan við Addi (hið listræna gengi Kaupmannahafnar) skárum út laufabrauðið og göffluðum það í spað (eða hann gerði það og ég gleymdi því), ræddu Bóndinn og Helga um ágæti þess eða óágæti þess að kremja laufabrauðið, hvort svínafeiti væri góð eða hvort grænmetisfeiti væri betri. Til að friða mannskapinn var ákveðið að vera sammála um að það væri trúlega sinn siðurinn í hverri sveit. Mér skilst að Helga sé úr hinum dalnum... Við Addi erum af æðra kyni úr höfuðstövum Íslands.


Helga kom vopnuð kökukefli og þar sem við Bóndi eigum eitt slíkt núna þá hjálpuðust þau að, til að fleta degið út eins þunnt og frekast getur verið. Við notuðum svo pottlok til að skera hring eftir.



Við höfðum öll verkefni og Addi átti að klippa smjörpappírinn í ferninga. Ég sat bara á mínum fagra og reytti af mér brandarana...


Númm, Bóndinn steikti brauðið. Helga var aðstoðarmaður og gafflaði það sem ég hafði gleymt og rétti lufsur (sem eru afskurðurinn) og svona nokkuð á milli þess sem hún stóð á sínu varðandi flata laufabrauðið. Á myndinni má sjá lufsur í skál, kramið laufabrauð fyrir ofan skálina og svo allt hitt er ókramið, ólögulegt og bólgið laufabrauð.



Hér má sjá eitt af því sem ég gerði, það útnefnist hér með flottasta og sannasta laufabrauðið. Ég var svo upptekin við að reyta af mér brandarana að ég hafði ekki tíma til að klára nafnið mitt...



Niður staða "rifrildisins" um hið kramda eða ókramda er að Helga gekk út með allt flata laufabrauðið og við erum með hitt. Þau reiknuðu út á mjög rökrænan hátt hvað hver átti að fá mikið, við erum að meðaltali 5, þau eru að meðaltali 3 til 4 og stundum 6..þannig þau fengu 8 flöt laufabrauð og við fengum 13 bólgin. Helga gekk út með það að það væri réttast að kremja laufabrauð, enda er það gert í hennar sveit og við höfðum líka haft orð á því að það væri örugglega praktískara að hafa það þannig því það tekur minna pláss og svona. Við hinsvegar hristum haus og rúlluðum augum yfir þessari vitleysu sem við höfðum aldrei séð áður...alveg þangað til við hringdum í AðalÖmmu. Þá varða víst líka gert í Bóndans sveit að kremja lafuabrauðið. Hún sagði að það hefði verið gert þar en ekki í Gröf sem er jú á allt öðru nesi heldur en Auðunarstaðir og þar sem Bóndinn hafi verið þar í laufabrauðslæri að þá hafi hann vitaskuld ekkert vitað um það. Þannig að ef við leitum í alfræði orðabókinni þá myndum við sjá að alfræðileg útskýring á krömdu laufabrauði væri: Kramið laufabrauð tíðkast fyrir austan Vatnsnesfjall en ekki fyrir vestan það (tæknilega séð).



Þetta er nú orðin meiri vitleysan...







Það er þá ekki úr vegi að rugla að eins meira, eins og Bóndinn hefur greinilega gert...ruglast...hverjum hefði dottið í hug að hann væri meistara bakari ofan í allt annað sem hann er meistari í?? Þarna er hann að búa til kransaköku.


Við erum sko að undirbúa tilvonandi fermingar sem trúlega verða framkvæmdar á vegum Félagsbúsins vegna meðlima þess.

Annað gerðum við í dag í ískuldanum, þó mælirinn hafi sýnt 2 gráður í plús og það var blanka logn...eitthvað annað en á fróni skilst mér. Við fórum sem sagt í bæinn, þá niðrá Strik. Þar var allt í jólaljósum og ég held að jólaljósin í Tívolíinu séu næg til þess að lýsa upp alla Köben. Sannarlega jólalegt, líka hjá öllum þeim sem selja "drasl" sem voru þar líka í sumar, nema náttúrulega þá á stuttbuxunum sínum. Og við keyptum brenndar möndlur og jarðaber. Sunnevu fannst möndlurnar verulega ógesslegar og fékk jarðaberin í staðinn.

Svo er Bóndinn búinn að klippa sig alveg stutt!!!!


13 Dec 2007

Stuttmynd

Ef einhvern langar til að prufa, þá er hér stuttmyndin sem ég gerði í staðinn fyrir þá sem ég átti að gera. http://kennarar.2t.is/hgu/video_h07f/felagsbuid.wmv margir geta ekki séð hana eða bara bút, kannski verður þú "heppinn"

Hejsa

8 Dec 2007

Loksins

Þá hef ég 99% lokið verki veturs sem snýr að fjarnámi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Afraksturinn næstum allan, eða sko ekki næstum allan það eru fjölda mörg önnur verkefni en þau gat ég auðvitað ekki verið að setja öll þarna inn, má sjá á þessari slóð: http://nemar.2t.is/IR29688

2 Dec 2007

Aðbíðan

Að-venta. Venta på = bíða. Sem sagt Aðbíða. Afhverju heitir ekki Aðventan á íslensku Aðbíðan. Fyrsti í aðbíðu, annar í aðbíðu, síðasti sunnudagur í aðbíðu. Aðbíðukrans, aðbíðuskreyting, aðbíðutónleikar.
Tilefnið er að sjálfsögðu að það er fyrsti í aðventu á morgun. Í því tilefni bjuggum við Gummi til aðventu skreytingu. Hún inni heldur að sjálfsögðu fjögur kerti og greni, köngla og kúlur. Hún er æði flott. Á meðan við gerðum skreytingu, var Sunneva úr heiminum. Það er stundum svo merkilegt hvað það er ekki hægt að ná sambandi við hana. Þá er hún kannski bara að tala útí loftið, grenja í leik, hlægja, skamma...og allt svona venjulegt í barnaleik. En þegar kemur aðþví að kalla á hana, þá gerist ekkert. Hún er í alvörunni í eigin heimi. Ég vona að þessi hæfileiki hennar eigi eftir að koma sér vel á lífsleiðinni...

Það var julefrokost í vinnunni í kvöld. Ég fór ekki. Ég hef alltof mikið að gera. Svo er ég að vinna svo marga daga í röð og er e-h svo mikið frá heimili að ég er komi með heimþrá...það kann að hljóma furðulega miðað við lýsingar mínar á hreinlæti heimilisins hér í pistli að neðan.

Við keyptum líka aðventuljós í dag, það er alltaf svo ágætur friður yfir aðventu ljósum. Ég man að á Melhaganum þegar komið var fram á morgnana á aðbíðunni þá var þetta svo fallegt ljós í eldhúsglugganum. Þá man ég líka eftir ferðum kannski austur á Breiða og svo þegar komið var til baka í Reykjavík þá taldi ég öll aðventu ljósin sem ég sá. Ég mátti hafa mig alla við þegar við keyrðum fram hjá Elliheimilinu Grund... þar eru jú frekar margir með ljós í glugganum sínum.

Ég hafði planlagt að setja seríur í glugga hér í dag, það er jú 1.des. En það er sem ég segi, samsæri gegn mér í verslunum í Kaupmannahöfn! Það eru ENGAR jólaseríur sjáanlegar, engar. Ég veit ekki hvað á að gera eiginlega. Við jóluðum því ekki meira í dag en aðbíðuskraut og aðbíðuljós.

Allir að aðbíða, allir að bíða....mjá

1 Dec 2007

Hver elskar systur sína?




Örugglega allir :)