28 Sept 2007

Þvílíkur föstudagur

Vóóóó maður. Það er aldeilis að lífið getur tekið stakkaskiptingum. Meira að segja á mínútu fresti. Ég er að hugsa um að útnefna ár 2007 sem ár óvæntra breytinga. Það er bara hádegi sko. Það sem gerðis hér í morgun eða öllu heldur í KISS dönskuskólanum var að kennarinn kom grátandi eftir seinna hléið og tilkynnti okkur að það væri verið að loka skólanum!!!! Manni er nú ekki sama þegar óléttur kennari kemur grátandi inn í kennslustofuna. Þetta hefur náttúrulega fjárhagslegar og dönskulegar afleiðingar fyrir okkur..ojojoj. Númm, við vorum send í sal þar sem skólastjórinn sagði nokkur orð og dreifði bréfi sem m.a stendur þetta í:

"Københavns Kommune claims that we owe them money, to which we do not agree. We formly belive that it is the other way around."

Það var einhverskonar samkomulag milli kommúnunnar og skólans um greiðslur e-h tíma...

"To them our future seems uncertain-although everybody can see that the students are pouring in"

Það er satt, það er alveg bið eftir að komast að, enda er þetta besti skólinn því hann kennir dönsku hratt og örugglega, ekkert elsku amma (eða Jóna Hansen..)

"We are deeply shocked. KISS has existed for 36 years and has contributed immensely the integration of foreigners in Denmark and thus to the possibility of a successful life in this sometimes difficult country."

36 ár!!! ár af suggsess?? þarf ekki að skera annarstaðar niður??

Þetta er ekki alveg búið samt, minn bekkur ætlar að mæta á mánudaginn og ræða málin með kennaranum. En ef það lokar, sem það hefur tæknilega séð gert það er verið að leita úrræða með öðrum kommúnum kannski eða einhverju, þá hefur það eins og ég sagði áðan fjárhagsleg og dönskuleg áhrif á okkur. Ef ég er ekki þarna þá fæ ég engan framfærslueyri (er búin að opna annan styrktarreikning..) og ef ég tala ekki dönsku þarf ég að vinna við að þrífa mannaskít það sem eftir er, fyrir utan að Sindri er náttúrulega ekki með leikskólapláss...eða hvað?? viti menn, þegar ég kom heim þá lá tilboð til hans um að byrja á Altankassanum 3.október. Altankassen er á hæðinni fyrir ofan Sunnevu. ÞVÍLÍKUR DAGUR. Lukka og ólukka á sama degi og það allt fyrir klukkan 14.
Hvað ætli gerist eiginlega næst?? Ég vona að skólinn sjái sér fært um að halda áfram, án þess að þurfa að vera einkaskóli. Þá þyrfti að greiða 4000danskar á mánuði, þá held ég að ég kaupi mér nú bara geisladisk með dönsku á.

Ætti ég að skrifa bréf til borgarstjórans hér?? kvarta í honum svolítið, það virðist virka að kvarta og hringja mikið í opinberar stofnanir til að fá það sem mar vill..

24 Sept 2007

Fyrir sögu þyrsta aðdáendur mína

Í dag fór ég í fyrsta skipti í KISS dönsku skólann. KISS, stendur fyrir Københavns Intensiv SprogSkole. Þar voru um 15 manns held ég. Kennarinn sem er kona, ekki einsömul sem lítur út eins og Evan McGregor. Hún var vandræðaleg en samt held ég að hún sé mjög góður kennari. Þarna var ég frá Íslandi, tvær píur frá Ísrael. Önnur þeirra var líka ólétt og hafði allt á hornum sér, svona bylur hæst í tómri tunnu manneskja, hin var í svo stuttu pilsi og með svo flegið niður að það lá við að henni hefði nægt að vera í belti. Númm, þarna var ein frönsk/kanadísk sem las dönskuna með frönskum framburði. Þá kom sú frá Ameríku, bjó í New York (allir spurðu "afhverju fluttirðu hingað frá NEW YORK???) hún er að læra dönsku fyrir kærastann sinn...þó ég sé mjög hrifin af Bóndanum, enda er hann gull af manni, þá myndi ég ekki nenna að læra eitthvað fyrir hann, það yrði ég að gera fyrir sjálfa mig. Hún um það, en þau ætla s.s að flytja eftir e-h tíma til New York og hann sagðist þurfa að hafa einhvern til að tala við á dönsku...ojæja. Þá kom slæða. Hún var held ég örugglega frá Afganistan. Ekkert að því heldur ímynda ég mér alltaf að slæður séu svona hógværar og hömbúl...þessi var með slæðu frá Kalvin klæn, það þótti mér stinga í stúf. Þá kom tæja. Þið vitið öll hvernig hún lítur út. Máluð í rauðu og bláu, þá um varir og augu. Allt "skóladótið" hennar var Hello Kitty og hún var þarna í annað sinn og segir enn heller í staðinn fyrir heððer (hedder). Svo var hommi. Það er ég alveg viss um því hann sagði his partner væri héðan. Segir maður ekki konan mín er héðan ef maður á konu? Ekkert að því heldur, þá að vera hommi, hann passar þá vel inn því allir hinir þátttakendur eru konur. Númm, þá var ein frá Kína, ég sá eiginlega ekkert framan í hana svo ég get ekkert sagt. Öðru máli gegnir um þessa frá Þýskalandi. Hvað er það nú...vóóó...hún var sérlega ósmekklega til fara, alveg sérdeilis. Köflóttar buxur og bleikur síðerma með rauðum stutterma yfir...það toppað með dýryndis hárgreiðslu..eða ekki. Það er náttúrulega ekkert að þessu fólki, en þetta var það sem mitt gagnrýna auga nam við fyrstu kynni. Ég er hinsvegar lang fallegust og það er í meira lagi merkilegt landið sem ég kem frá, úúúú segir fólkið þegar ég segi að ég komi frá Íslandi. Sú frá Ísrael heldur örugglega jafn mikið að ég hafi búið í torfkofa eða snjóhúsi og hvað mér finnst ótrúlegt að hana langi til að fara heim í stríðshrjáð land.Jámm maður getur verið svo grunnhygginn stundum.

Annars þá höfum við bara verið að gera venjulega hluti. Ég var síðasta daginn minn í vinnunni hjá Vilborgu á sunnudaginn og vinn nú hörðum höndum að endurheimta eigið skinn á hendurnar. Þvílíkir þurrkar sem ég hef mátt líða af völdum þrifa. Þá er búið að ákveða og panta flug heim til Íslands fyrir krakkana eldri, þau fara til ömmanna um miðjan mánuðinn og verða í tvær vikur. Það finnst þeim ekki lítið spennandi og tala um það á hverjum degi. Kannski amma Ragna knúsi okkur svo fast að við segjum ái, amma Lóa veit allt, hún er líka svo gömul, hún er ÞRJÁTÍU ÁRA. Kannski segir amma Lóa að við förum í Auðunarstaðasveit, förum við ekki til ömmu Hlíf?? Endalausar pælingar. Það er líka byrjað að telja niður í afmælið hennar Sunnevu. Ég hef verið að skjóta því að henni hvernig köku hún vilji og hún er enn við sama heygarðshornið, hún vill köku með grænu kremi...

19 Sept 2007

Forboðinn skápur

Það er svo furðulegt hvernig minningar koma til manns. Þær mæta bara á svæðið skyndilega. Í dag mætti ein alveg óboðin, eða það var ekkert í kringum mig sem minnti mig á þetta.
Minningin er um forboðinn skáp. Það er á hverju heimili allavega einn skápur sem börn mega ekki fara í.

Ef mín ágætu frænd/systkini sem voru eldri en 3 ára þegar amma og afi fluttu frá Breiða eru að skoða þetta...hver man ekki eftir skápnum í eldhúsinu þar sem var svona í horninu að mig minnir við hliðina á þeim sem var undir vaskinum?? Þar inni var eitthvað geymt, ég veit ekki hvað, því það var náttúrulega bannað að fara í skápinn. Þvílíkir leyndardómar!! Ég man eftir að hafa horft á skápinn löngunar augum. Skápurinn að mig minnir var rosalega stór, þá fyrir aftan hurð hans. Hvað var í honum?

Annað af Breiðabólsstað eins og það situr í huga mér: teppi á gólfinu niðri og upp stigann; svart með grænu, hvítu og rauðu og gulu..rosalegt teppi, langar jójó setur í stiganum, herbergið uppi sem var frekar heitt í, herbergið hans Geira og lyktin þar, GEYMSLAN...vúfff, þar voru nú aldeilis gersemar, öll fötin sem hægt var að klæða sig í og líka ísinn sem var í frystikistunni, vaskahúsið og Lappi og Týra, mjólkurapparatið (ég man ómögulega hvað það heitir, skilvinda? það sem skilur að mjólk og undanrennu og það), afleggjarinn að bænum, túnin sem voru jafn misjöfn og þau voru mörg (eða eru :)), skógræktin (mitt persónulega uppáhald), ég var svolítið skúffuð þegar ég keyrði svo framhjá e-h tíma og sá að skógræktin er pínulítil, áin, gróðurhúsin fyrir ofan HDS og svo náttúrulega HDS. Margt fleira náttúrulega, gæti örugglega skrifað heila bók með því sem ég man þaðan.
Ég er til að fá myndir þaðan ef einhver af mínum dæmalaust ágætu ættmennum hefur akkúrat ekkert að gera og hefur nennu til að skanna myndir og senda mér :)

Rosalega verður maður heimþrár í útlöndum.
Heyrði þetta í útvarpinu og hlandaði næstum á mig af hlátri (HH=Hlanda af Hlátri): Hér er hrós, um hross, frá hrasi, til hrís

Til gamans

Maður er ekki alltaf viss hvaðan þessi börn eru..hvort þau eru úr mannheimum eða einhverjum öðrum heimum.















Annars er allt gott af okkur að frétta. Akkúrat núna (kl. 6:24 á Ísl) er sól, ekta haust sól. Í gær var geðveikis rigning, við Sindri sluppum blessunarlega við hana samt á ferðum okkar um Kaupmannahöfn í gær. Daginn þar áður var mjög heitt, alveg upp með sólgleraugun og af með fötin skohhh. Daginn þar áður var hinsvegar svakalegt rok. Það var svo mikið rok að þegar ég var að hjóla úr vinnunni þurfti ég að hamast við að komast áfram í 1 gír. Ég var ekki með nein sólgleraugu á mér og nasirnar réðu ekki við þennan hamagang svo ég neiddist til að vera lúði og opna munninn svo það myndi ekki líða yfir mig. Þetta var þvílíkt að þegar ég opnaði fauk útúrmér slefið...það lá svona smekklega útá kinn bara. Já..það er ekki fyrir því að fara kúlinu hjá mér, ég yrði reyndar ekki hissa að mér yrði boðið að komið yrði til mín og tekið við mig viðtal hjá einhverju þekktu blaðið svo að heimurinn missi ekki af því hvað ég er kúl og meiriháttar.
Við erum enn að vinna hjá Vilborgu vinkonu vors og blóma. Þetta er síðasta vikan mín þar og á mánudaginn byrja ég í Dönskuskólanum. Bóndinn verður eitthvað áfram...líklega. Næst á dagskrá er svo að koma börnum yfir sjó og land og hitta þar sínar ömmur og aðra ættingja. Það er ekki fyrr en í miðjum október svo að póstglaðir gætu sent okkur íslenskt nammi...svo sem suðusúkkulaði eða appolló lakkrís...svo lyktar smjörlíkið hér ógesslega, ef þetta er þá smjörlíki, gæti þegið svo sem einn eða tvo klumpa af íslensku smjörlíki. Þjóðernishyggjan að springa út hér á haustmánuðum.
Þá fór ég í blóðprufu í gær og sem afleiðing af því er mér að vaxa þriðji olnboginn, hann er staðsettur í olnbogabótinni vinstramegin. Við erum ennþá með tölvupóstfang...bara láta ykkur vita, það er nitta@paradis.dk. Og ekki gleyma því heldur að við erum með íslenskt símanúmer sem kostar jafnmikið að hringja í og frá Reykjavík til ...vesturbæjar :)





12 Sept 2007

Tónlistaskólinn

O, sei sei.
Þá er loksins byrjaður tónlistaskólinn. Ég var svo spennt á mánudaginn að ég pissaði næstum á mig. Það var þá um kvöldið að ég fór í fyrsta Consort gruppe tímann. Gáfaðir og ekki með athyglisFrest mun að ég skrifaði hér í einhvern pistilinn að consort þýðir lítill hópur fólks sem spilar á svipuð hljóðfæri. Það er líka satt, að vísu eru bara tvær þverflautuleikarar, ég og ein önnur. Annað eru blokkflautuleikarar og flauturnar eru af öllum stærðum og gerðum. Venjulegar sem allir hafa séð, þykkar stórar sem flestir geta gert sér í hugarlund um hvernig líta út en svo líka einhverjar rosalegar hlussur..ég var á tímabili hissa bæði hvernig liðið kom munnstykkinu uppí sig og einnig afhverju það sligaðist ekki undan þunganum. Ég hef að vísu ekki hugmynd um hversu þungar þær eru. Svo er einn kontrabassaleikari og ein á spinet, sem er einskonar píanó..nema það heyrist í því eins og í hverju.. þetta er svona "gamalt" hljóð, bara mini pianó má segja. Sko ég fór líka mánudaginn 3.sept, það stóð á einhverjum miða að ég ætti að mæta þá en það var ekki svoleiðis. Þá voru í stofunni krakkar, svona 10 árum yngri en ég. Það var því eins og tímaflakk þegar ég mætti á síðasta mánudag. Í þessari grúppu er fólk sem er mamma mín og pabbi og afi minn og amma. Næsta mér í aldri er 35 og næst fyrir ofan hana er um 50. Þar höfum við það. En ég er vön því að vera tímaskekkja og skemmti mér konunglega, KONUNGLEGA. Ég hef sérstakt dálæti á því að spila með öðru fólki. Mér er alveg sama hvort það er eldra en ég eða yngra, eins og ég spilaði dulítið með á Hvammstanga. Það var hinsvegar svo skrítið að mér finnst ég alltaf hafa þekkt alveg nokkra þarna. Þið kannist við að hitta manneskju og það er eins og þið hafið bara alltaf þekkst þó þið voruð að hittast í fyrsta skipti, kannski tímaflakk líka :)
Allavega þarna er sú sem er best í öllum lögunum, ég stefni að því að valta yfir hana. Þarna er sú sem ég spila með á þverflautuna, hún sagði : ég spila bara aðrahverja nótu því sú sem spilar með mér þessa rödd, hún kann allt lagið..mér fannst það nú bara gott hjá kellu. Þarna eru nokkrir búnir að vera í 25 ár...vóóó. Einn byrjaði 19 ára og er núna næstum 50!!! Það hlítur bara að vera gaman þarna, annað getur ekki verið.
Svo fór ég í gær í spilatíma hjá flautukennara. Hann er með stór brún augu og þegar hann blæs í flautuna þá hverfur á honum efrivörin. Þannig er andlitið á honum eiginlega bara augu. Hann virkar mjög "pró" Hann kenndi mér t.d alveg nokkra hluti í fyrsta tíma sem ég hafði aldrei heyrt um áður..svo ég hef bara góða tilfinningu fyrir þessu.
Ég verð að viðurkenna, þó ég hafi engum ætlað að segja það, að ég var grautfúl með að vera ekki að fara að læra neitt, í engan skóla og allt í köku. En það hefur heldur betur ræst úr. Ég er í Iðnskólanum í fjarnámi í áföngum af upplýsinga og fjölmiðlabrautinni og það lítur mjög vel út og svo eru þessir flautu tímar mjög áhugaverðir.
Allir til Köben á 12.október, þá spila ég á tónleikum á Kúltúrkvöldi. Gaman

9 Sept 2007

Ýmislegt

Við höfum verið við venjuleg heimilisstörf undanfarið. Til dæmis hentu krakkarnir og Halla Rakel (hún býr fyrir neðan okkur) í jólaköku í gær

Þau skiptust á að setja hráefnin oní skál. Sindri sat í sínum stól og horfði á. Það má segja að allt hafi verið í hveiti eftir þetta, það var alltí lagi því kakan er glimrandi góð.

Sindri fékk þríhjól frá ömmu Lóu. Það er meiriháttarflott hjól og hann er mjög ánægður með það. Hann er samt ennþá innan við tveggja ára og hjólar því stundum bara með öðrum fætinum...


Aldurinn hefur hinsvegar ekki hindrað hann í að spila góð lög á píanóið og nota pedalana og allt með. Þarna spila þeir bræður fjórhent.

Það er allt í vösunum hjá þessum börnum. Sunneva kom heim með þessa snigla í húsunum sínum um daginn. Ég var ekkert sérlega hrifin af því en lánaði þeim plastdollu og þau gáfu þeim sykur og settu mold í dolluna til þeirra. Fyrir einhverja töfra (væntanlega náttúrunnar) þá voru sniglarnir horfnir daginn eftir, þeir hafa fengið aukinn kraft af sykurátinu...




Við vorum á leið í göngu eitthvert og biðum meðan Bóndinn fór með borvél til AHG, en á meðan biðum við Sindri úti og þá kom poki fljúgandi, það er s.s pokinn sem svali litli er að benda á.


Fyrir viku kom Sæa í heimsókn. Það var þannig að þegar ég var að þrífa á gistiheimilinu sá ég töskur í þvottahúsinu. Þeim bölvaði ég og varð svona litið (já eða ég þreif í merkimiðann til að sjá nafnið á þorpurunum sem ættu töskurnar) á merkimiðana og sá nafnið hennar Sæu. En spennandi. Sérstaklega fyrir Gumma því hann er mjög hrifinn af henni. Það var því sögustund þegar Sæa kíkti við í kaffi og svo fóru eldrisystkinin í Dýragarðinn með henni á Sunnudaginn.

Annað er við sama heygarðshornið. Við vöknum á morgnana og skutlum liðinu í skólana, þá fer Bóndinn í vinnuna og ég líka. Ég er byrjuð í fjarnámi og það er spennandi, fer í fyrsta flautu tímann á morgun, fyrst það var enginn síðast og svo hefst dönsku námið í endann á September.
Nú er suðusúkkulaðið og mysingurinn búinn....það er ekki úr vegi fyrir útvalda að senda oss svo sem suðusúkkulaði og mysing (eða koma með kælivöruna þegar þið komið í heimsókn, sem er vonandi bráðlega :). Einnig finnst okkur góður appollo lakkrís (sjett, mamma hvað afgangapokinn var fljótur að fara..), nóakropp og margtfleira.
Ég skil ekki afhverju ég gleymdi að segja það hér, líklega því ég var of upptekin í að éta það sem kom, en Lóa sendi okkur dýrðarkassa með t.d harðfiski og nóakroppi.....JÖÖÖÖMMMÍ




5 Sept 2007

Mitt hlutverk sem foreldri...

....hefur mistekist gersamlega.

Í gær tilkynnti frumburðurinn (sem á samkvæmt reglunum að vera mest og best upp alinn) að mömmur væru bara til þess að rétta börnunum það sem þau vilja hverju sinni. Ég þarf ekkert að fara útí það hversu hneyksluð ég var á þessari fullyrðingu frumerfingjans. Hvað hef ég gert eiginlega...afhverju heldur hann að ég sé á jörðinni bara til þess að rétta honum það sem hann vill?? Ég held að það sé best ég sendi þau öll með tölu í sveit, til sveitastarfa. Ég efast um að þetta hafi verið svona í gamladaga. Ég sverða, ég er ennþá rauð í framan af hneykslan. Talandi um andlitið á mér. Mér varð hugsað á mánudaginn, þegar ég þeyttist á Skjaldbökugötu til að láta stimpla eymingjakortið mitt í síðasta skipti, hvað það er mikilvægt að halda kúlinu svona þegar maður er úti á götum stórborgar á hjólinu einu saman. Engar litaðar bílrúður til að fela þegar borað er í nefið og það kemur geðveik horhlussa og eitthvað þarf að gera við hana svo henni er nuddað saman í kúlu milli fingranna og svo skotið í öskubakkann eða bara á gólfið, hvað þá þegar maður læðist til að klóra sér þar sem sólin ekki skín. Maður er svo berskjaldaður eitthvað. Þessvegna hef ég byrjað að vera alltaf með sólgleraugun, líka þegar það er ekki sól. Í fyrstalagi svo ég geti slakað á í andlitinu. Í öðrulagi til að geta horft á fólkið sem ég mæti án þess að blikna, það sér náttúrulega ekki að ég er að glápa á það. Í þriðja lagi til að halda fyrrnefndu kúli. Það eina sem ég er ekki með lausn á, varðandi kúlið, er þegar ég er búin að hjóla eins og fjandinn sé á hælum mér upp brekkur, t.d yfir Íslandsbryggjubrúna (með börn og buru í farteskinu) og kannski líka upp rampinn svo ég komist að Dybbolsbro, og þá sem leið liggur yfir Dybbolsbro og eftir allt þetta á leiðinni niður Dybbolsbro að hafa nú lokaðan munninn og anda djúpt til að vera ekki eins og hundur í steikjandi hita (til að sýnast vera í rosalega góðu formi..blæs ekki úr nös...)...en við það að hafa munninn lokaðan þá verða nasavængirnir ískyggilega stórir, ef það væri ekki svona mikið rok á leið niður brekkurnar (því ég fer svo hratt) þá myndi ég heyra vængjaþyt.

1 Sept 2007

Síðustu "frí" dagarnir

Það má segja að nú sé fríið á enda. Það er að segja að nú fari í hönd tíminn sem við höfum jú tæknilega séð verið að bíða eftir, að allt fari að detta í fastar skorður. Að allir séu komnir á dagvist við hæfi.
Það er þá þannig að Gvendi er í skólanum og á skóladagheimilinu, Sunneva í leikskólanum, Bódinn verður að vinna þarna hjá konunni eitthvað lengur og ég fer í dönskuskóla og væntanlega í smá fjarnám (og eitthvað að vinna hjá kellu líka). Sindri er þá eini sem er tæknilega séð eftir. Ég sendi kvörtunarbréf til Pladsavisningen og fékk símtal tveimur dögum síðar um að ég fengi pláss fyrir hann eftir mánuð á vöggustofu fyrir ofan Sunnevu. Á mánudaginn fer ég í fyrsta spilatímann. Það er samspilshópur kallaður Consortgruppen. Orðinu consort þurfti ég að fletta upp og það þýðir hópur hljóðfæraleikara sem spilar á lík hljóðfæri. Enda stendur á heimasíðu skólans að í þessum hóp séu blokkflautur af mörgum gerðum, þverflautur, selló og spinet, sem er eitthvað lítið strengjahljóðfæri held ég. Það verður fróðlegt að vita hvernig þetta verður...hellingur af allskyns flautum.... ég reyndi að komast inn í áhugamanna sinfóníuhljómsveit en þeim vantaði ekki þverflautuleikara, þeim vantaði piccollo leikara en ég spila því miður ekki á svoleiðis flautu.Getið skoðað það hér www.kuso.dk . En það hefði verið gaman. Þá í endann september byrja ég í dönskuskólanum KISS. Getið skoðað það á www.kiss.dk, ef þið hafið nokkurn áhuga. Þetta er víst frekar intensivt nám og er mæting þrisvar í viku frá hálf níu til hálf eitt. Ég mun þá nota annan tíma til að sinna fjarnáminu sem er af upplýsinga og fjölmiðlabraut og svo einu og öðru skemmtiverkefni sem ég held sko að verði nóg af í framtíðinni. Ég hlakka líka til þegar Sindri kemst á leikskólann, þá kemst ég í jóga aftur. Ég er alveg í mínus yfir því að hafa ekkert komist síðan í júlí og er orðin stirð eins og staur. Nú erum við komin með nóg af sjónvarpsleysi. Við erum ekki búin að hafa sjónvarp síðan í endann á júní og þegar farið er að hausta svona myndast bara einhver önnur stemmning inni í íbúðinni. Nú vantar að hafa sjónvarp. Aðallega svo Bóndinn fái ekki heilaskemmdir og legusár á afturendann að horfa alltaf á það sama á spólu. Það tekur víst um 20 daga að fá stöðvar í sjónvarpið...það er aldeilis hann er rólegur daninn. Heima á Íslandi myndi vera sagt að þetta kæmi innan klukkutíma. Já sei sei. Talandi um Ísland þá er ekki frá því að ákveðin heimþrá geri vart við sig af og til. Náttúrulega heimþrá í okkar dásamlegu fjölskyldu eins og hún leggur sig (og hún leggur vítt og breitt ) og aðra útvalda en svo er það vatnið. Mikið sakna ég þess að geta ekki farið peningaáhyggjulaus í sturtu og verið þar lengi. Drykkjarvatn er ekki það sama, ég keypti mér íslenskt vatn hér um daginn...mmmmm, það var dásamlegt. Og að lokum finnst mér hræðilegt að komast ekki í almennilega sundlaug, sem er úti og með heitum potti. Það verður trúlega það fyrsta og eina sem ég geri þegar ég kem í heimsókn heim, s.s að fara í sund.