Það er með söknuði og trega að ég kveð þetta vefsvæði. Ég hef ákveðið að flytja annað og nú má nálgast fréttir af Félagsbúinu á þessari slóð www.felagsbuid.nittadesign.org
Þar liggur þá pistill dagsins. Er nokkur þörf á því að fara að grenja yfir þessum umsviptingum?
Ps: ég leiðrétti allar stafsetningarvillur þar síðar, klukkan er kannski rétt rúmleag ellefu hjá ykkur en hún er sko að nálgast hálftvö hjá mér..
21 Sept 2008
Færsla númer 177
Posted by Bústýran at 1:02 am 2 comments
17 Sept 2008
Ái
Það er Ásdís Iða sem á afmæli í dag. Hún er 3 ára. Er ekki merkilegt hvað tíminn líður hratt?
Þarna eru þær mæðgur í einhverju ferðalaginu. Ég veit nú svosem ekkihverskonar hættuspil þau spila þarna á Hafnarfjarðarvöllunum að láta krakkann standa útum gluggann þegar það er verið í bíl...
Og þarna eru þær frænkur síðan Sunneva var ættleidd af þeim í sumar. Hún var víst frekar dugleg að passa, sérlega á bílferðum.
Af okkur er jú allt gott að frétta. Skólar ganga vel og Gvendi er farinn að fá heimavinnu svo þetta er allt að skella á varðandi það. Gerist sem betur fer mjööög hægt og rólega, það er eins gott því við eigum í basli með að láta þetta ganga upp án þess að þurfa að muna að láta hann eða annan en sjálfan sig læra heima. Ég minni á að það er ekki af leitilífi sem okkur finnst við ekki hafa tíma til að muna eitt eða neitt, hér er ræs rétt uppúr 6 á morgnana, stundum fyrr, fer eftir því hvenær vekjaraklukkan kemst í gegnum drauminn og það er síðan ekki slakað á aftur fyrr en við förum að sofa milli miðnættis og eitt.
Sellótímarnir eru skemmtilegir og það er nú að koma hjá mér að koma hljóði úr þessu stóra hljóðfæri. Mér er að vísu dúndur illt í þumalputtanum því hann heldur við bogann undir og stingst inní á horninu á þumlinum, við nöglina.
Flautan gengur líka vel og það er frábært að vera aftur komin í Blæserensemblet. Ballettinn hjá Sunnevu gengur líka vel, eða það held ég amk, ég fæ náttúrulega ekki að vera neitt inni til að glápa svo ég sit frammi og les námsbækur eða kjafta við Helgu t.d. Fótboltinn hjá Gumma gengur líka vel og var hann að keppa áðan. Ég fékk mynd af honum senda í símann minn áðan frá Bóndanum, ég þarf að finna út hvernig á að koma henni í tölvuna..
Posted by Bústýran at 9:13 pm 5 comments
15 Sept 2008
Mæði
Verið þolinmóð lömbin mín... ég er við að uppgötva tilgang lífsins...hO Ho
Posted by Bústýran at 10:02 pm 5 comments
11 Sept 2008
Undarlegar venjur Danans
Um daginn þegar ég var að hjóla heim úr skólanum hjólaði ég sem fyrr í gegnum miðbæ Kaupmannahafnar. Það er alltaf jafn sjarmerandi finnst mér. Það sem var hinsvegar hálf furðulegt við þessa ferð var að fyrirtæki sem selur nautakjöt, eða verkar það og selur, veit ekki alveg, var með svona kynningu á miðju Kultorvinu. Þau voru með allskonar nautakjöt, skorið svona og hinsegin og þið vitið, lundir, lendur, lindir og aðra fína vöðva, hehe. Furðulega var að fyrirtækið hafði flutt eitt stykki naut með sér oní miðbæ. Nautið var náttúrulega ekkert lítið. Er ekki pínulítið kaldhæðnislegt að sýna hrátt niðurskorði nautakjöt og lifandi naut hlið við hlið?? Og elda svo kjötið fyrir framan eymingjans nautið..
Þetta er hinsvegar kápan á bók sem Bóndinn fékk í skólanum. Þetta er vörubæklingur. Bókin er um 10cm á þykkt, ekkert smá flykki. Þið veitið því athygli að kokkurinn heldur á tveimur hnífum...
Og þetta er kápan á verðlistanum sem fylgir vörulistanum. Mér finnst þetta dreeeeep fyndið. Eymingja kokkukrinn. Þetta jafnar alveg út það sem mér fannst um nautið sem mátti horfa uppá vin sinn steiktan.Svo er hér mynd sem Bóndinn tók af svölunum okkar í gærkvöldi. Það má segja að hér sé farið að dimma töluvert. Altsvo, það er farið að dimma bara um átta leytið. Myndin er geggjuð finnst mér. Er hún ekki dulúðug? Og í leiðinni töfrandi eða spennandi eða hvernig ætti eiginlega að lýsa þessu. Þú ættir að smella á hana og sjá hana stærri. Hann gerði tilraun og setti myndavélina á fót undan sjónaukanum sem hann fann í fyrra í vinnunni á Kastrupvej.
Annars er hér allt þokkalegt að frétta. Ég uppgötvaði gott vöðvakrem sem heitir Tiger balm. Það er súper. Gummi er alveg að detta í að getað lesið. Ég hef verið að biðja hann að lesa á hin ýmsu skilti. Umferðaskilti og svoleiðis, það hefur gengið bara vel. Sunneva sönglar stafrófið, á dönsku naturligt. Hún kom heim í dag búin að krota með kúlupenna einn blett á nefið á sér og nokkur veiðihár. Ég spurði hvort hún hefði gert þetta sjálf. Hún svaraði að hún og Adam litli væru alltaf að lave ballade...sem útleggst þannig: hún og einhver lítill tittur eru alltaf að prakkarast. Sindri sæti er líka í því að tala. Ef ég tala við hann á dönsku þá svara hann á dönsku, ef ég tala við hann á íslensku...þá svarar hann á dönsku.
Svo las ég bók í kvöld fyrir þau. Hún var um Andrés Önd og Ripp, Rapp og Rupp og þeir fengu sér hundruði hænsna og ætluðu svoleiðis á græða á tá og fingri. Einn partur sögunnar er um að Andrés gefur hænunum svo mikið vítamín að þær byrja að bólgna út og missa fiðrið. Fiðrið safnast saman í því líka hauga og að lokum verða þeir frændur að skúbba því fram af hæðinni sem þeir eru með hænsnabúið á. Hræddir bæjarbúar, væntanlega allir nærsýnir, töldu þetta hvíta vera snjó og hlupu til og byrjuðu að tjarga þökin sín, síðan með mjög svo óvæntum fiður í setningum. Gummi spurði afhverju fólkið tjargaði þökin sín og ég sagði að það væri til þess að þétta þökin, svo rigning og snjór kæmi ekki í gegn...þá spurði hann hvort amma Lóa þyrfti líka að gera þetta..ekki veit ég afhverju amma Lóa er eina manneskjan sem mögulega hefði komið til greina, sem þyrfti að tjarga þakið hjá sér..
Posted by Bústýran at 9:05 pm 3 comments
8 Sept 2008
Erfiðara en ég hélt
Afhverju er þetta erfiðara en síðasta önn?? Hafði ég það alltof gott í sumar? Það hefur komið í ljós að það má aldrei slaka á heilanum. Ef ég slaka á heilanum þá gleymist íþróttapokinn, nestið, að það eigi að gefa bangsa og blýant til fátækra, fara á foreldrafund,loppemarkað og þar frameftir götum.
Það var loppemarkaður hjá bekknum hans Gumma á laugardaginn var. Það var til styrktar bekknum,þ.e þau ætla að safna fé til að gera e-h skemmtilegt saman. Ég svosem veit ekki hvað seldist fyrir mikið en börnin gáfu dót og sumir verðmerktu og aðrir stóðu og seldu.
Við flæktumst um á loppemarkaðnum og sáum svosem fullt af dóti sem okkur dauðlangaði í en svo af einhverjum undraverðum ástæðum þá gleymdum við að kaupa nokkuð af því. Það var margt sniðugt, kollar í eldhúsið þar sem við eigum ekki nógu marga stóla fyrir alla félagsbús meðlimi, ljósakróna í staðin fyrir þá sem brotnaði þegar Bóndinn hamaðist með krökkunum í púðaslag (NB. ég sagði þeim svona tuttugusinnum að hætta því, með venjulegri rödd, aðeins hvassari rödd, gargaði og öskraði svo á Bóndann einan því þau hin voru farin að grenja undan mér, það getur verið erfitt að buga hann...) Svo voru þarna kasettur með dönskkum lögum og ævintýrum sem ég hefði viljað festa kaup á.
Á föstudaginn fór ég svo að grenja úr vonsku og reiði og það í skólanum. Það er svoleiðis þegar maður er ON allan sólarhringinn alla sólarhringa, þá má oft ekkert gerast þá spilaborgin bara hrunin. Kellllingar beygggGla frá e-h skíta fyrirtæki sem við skiptum við hringdi því í hennar bókum stendur að ég sé ekki búin að greiða það sem ég átti að greiða... ég fer ekki nánar út í þá sögu hér en í stuttu máli sakaði hún mig um að hafa ekki borgað á réttum tíma, að ég hefði aldrei haft samband við þau, hún hefði það jú skrifað hjá sér, að ég hefði aldrei sent þeim tölvupóst og svo sagði hún mig bara vera lygara og fleira. Jáhh...ég sat s.s og grenjaði í skólanum, vorkenndi mér svo frameftir degi og eyddi svo tveim tímum í að skrifa þriggja síðnalangt kvörtunarbréf með 9 viðleggjum (skjöl sem maður leggur við svona bréf..). Þetta bréf hyggst ég senda annað hvort í þetta fyrirtæki eða til Forbrugs fyrirtækið, sem verndar kúnnann. Merkilega við þetta er að það kom í ljós á þessari forbrugs síðu að umrætt fyrirtæki hefði ekki hreint pokahorn..það verður forvitnilegt að sjá hvar þetta endar.
Mig langaði fyrir 2 tímum að fara uppí rúm og sofa. Ég var að vísu ekki komin heim, hehe, en afhverju ég er ekki enn farin uppí veit ég ekki:) Jú, því mér þykir vænt um ykkur og langar til að segja ykkur fréttir hér á þessari ágætu rás.
Annars..gleðifréttirnar eru að Bóndinn fór fyrsta daginn í skólann í dag. Honum líst bara vel á. Hann yrði náttúrulega að skrifa hér sjálfur hvenrig það var nákvæmlega því ekki fór ég og hélt í höndina á honum á meðan, hehe.
Þá verður spennandi að sjá hvenrig það hefst að samræma það að við séum bæði að læra, vúff.
Enn annað er að hin ágæta systir vor Ása í Hálöndum var að útskrifast frá Bifröst á laugardaginn, við óskum henni og hennar fjölskyldu, s.s okkur..hehe, innilega til hamingju með áfangan.
Í sömu útskrift var líka Aldís vinkona mín og medarbejder, hún hélt ræðu með sóma og fékk síðan verðlaun fyrir að vera hæst. Og fleiri sem ég kannast við útskrifuðust líka og þeir fá líka hamingju óskir. En ég verð að telja það svolítið merkilegt og eiginlega að ég fyllist öryggiskennd að þekkja svona gáfað fólk eins og Aldísi og Ásu, ég gæti nefnilega þurft á þeim að halda þegar lögreglan kemur og handtekur mig fyrir að hafa skrifað harðort kvörtunarbréf til kúkalabba starfsgeggjunarinnar sem starfar við það að hringja í fólk og vera svo þver að það er ekki hugsandi að hún eigi mann eða hafi verið við svoleiðs kennd..enginn kæmist náttúrulega til þess að skvera sér uppá svoleiðis þurrkunntu, eingöngu vegna færðar bíst ég við....já, ég er ill þessa dagana..mjög ill meira að segja.
Posted by Bústýran at 10:08 pm 5 comments
4 Sept 2008
Sellóið
Já svei mér. Ég er búin að búa til á A3 blaði vikuplan fyrir næstu tvær vikur. Það er sett upp með marglituðum post-it miðum hvar hver og hvað hann er að gera hvenær er sýnt, sem ég síðan skipti út og set aftur tvær vikur þegar þessar eru liðnar. Og við bjuggum til matarplan líka, erum við ekki óð? Það er hinsvegar spurning hvort okkur tekst að fylgja þessum plönum, ég hef gert marga lista og mörg plön en kannski ekki síðan fylgt þeim og allt hefur farið til fjandans.
Það er þá flauta á mánudögum, bæði einkatímarnir og Blæserensemblet. Í vetur verður einhver norrænn tónverka vetur og byrjum við á dönskum, svo var eitt með norskum og svo sagðist hún ætla að finna eitthvað með sænskum, veit hún ekki að Ísland er líka eitt af norðurlöndunum???
Þá er selló á þriðjudögum. Það var nú meira. Hafiði ekki kynnst fólki sem tekur þéttingsfast í hendina á ykkur (ekkert að því , þoli ekki lausheilsara reyndar) og heldur svo bara endalaust í hendina. Þegar maður heilsar tekur maður í hendina og gerir uþb þrisvar niður eða einusinni fast og ákveðið. Svo sleppir maður og setur hendurnar í vasann eða á mjöðmina eða í aðra vandræðalega stöðu, maður heilsar jú ekki fólki sem maður þekkir vel og þarf þar af leiðandi ekki að vera vandræðalegur.
Selló kennarinn sem heitir Thomas hélt og hélt í hendina, ég vissi eiginlega ekkert hvert ég ætlaði. Þá hófst leit í skólanum að sellói og kom það loks í ljós inní einum skápnum og það er gamalt og notað og lyktar þannig líka, frábært semsagt. Sellóið er stórt, eiginlega stærra en ég hafði haldið, ég hef jú aldrei snert selló fyrr. Og ég fékk að læra hvernig á að halda á boganum og sitja við spilun og það á ég að æfa heima. Hlakka til að geta farið að spila af alvöru.
Svo stofnaði ég hljómsveit. Það vita það reyndar ekki alveg allir meðlimir held ég, þetta var svona einstaklings ákvörðun og ég var einstaklingurinn sem ákvað. En ég bíst við að þetta verði rætt hér eftir skammastund á PHG 5, hjá AB. Ég held að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem ég stofna hljómsveit, en eins og með plönin þá hef ég ekki enn komist í að framkvæma fyrstu æfingu. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer..hehe.
Annars er allt að fara á fúll svíng í skólanum núna. Og Þorvi byrjar á mánudaginn. Þannig að ég held að við verðum að fá oss au per, einhver??
Posted by Bústýran at 3:54 pm 4 comments
31 Aug 2008
Skipuleggja
Ég skrifa ekkert hér aftur fyrr en ég er búin að skipuleggja önnina út í hörgul. Tímataflan er að verða tilbúin, skólinn, flautan, sellóið (já..hehe, verður það ekki gaman), hvenær hvaða barn er í íþróttum, hvenær hvaða foreldri fer á hvaða foreldrafund hjá hvaða barni, hvenær hver er í hvaða íþróttum og svo fær Bóndi væntanlega stundaskrá líka... oooog svo erða hvenær á að læra, hvenær á að vinna í Norðanátt (let me tell you, það er ekki lítið á döfinni þar) og hvenær á að æfa sig, hvenær á að sinna börnum, hvenær á að sinna manni, hvenær og hver á að sinna mér hvar ..hvenær á að vinna vinnuna sína já sei sei, það væri lygi ef ég segði að mér finnist þetta ekki vera pínulítið yfirþyrmandi þegar ég er búin að setja þetta svona upp..jibbíkóla skohh..
Ég er samt að vinna í því að koma þessu á koppinn, þetta er allt spurning um að skipuleggja og skipuleggja svo skipulagið með skipulagningu.
Eins og ég segi, ég blogga aftur þegar ég hef sett það í stundaskrána hehe, vonandi samt bara eftir tvo daga eða svoleiðis, ég ætlaði að vera búin að gera öll plön núna en svo var bara sólbaðsveður, þannig að því miður eyddi ég tíma mínum á ströndinni, á svölunum, í búðunum, með AB (Aldísi og Brynjari), með familíunni minni að sjálfsögðu og þannig er þaðnú.
Óver..
Posted by Bústýran at 9:53 pm 7 comments