


Annars er hér allt þokkalegt að frétta. Ég uppgötvaði gott vöðvakrem sem heitir Tiger balm. Það er súper. Gummi er alveg að detta í að getað lesið. Ég hef verið að biðja hann að lesa á hin ýmsu skilti. Umferðaskilti og svoleiðis, það hefur gengið bara vel. Sunneva sönglar stafrófið, á dönsku naturligt. Hún kom heim í dag búin að krota með kúlupenna einn blett á nefið á sér og nokkur veiðihár. Ég spurði hvort hún hefði gert þetta sjálf. Hún svaraði að hún og Adam litli væru alltaf að lave ballade...sem útleggst þannig: hún og einhver lítill tittur eru alltaf að prakkarast. Sindri sæti er líka í því að tala. Ef ég tala við hann á dönsku þá svara hann á dönsku, ef ég tala við hann á íslensku...þá svarar hann á dönsku.
Svo las ég bók í kvöld fyrir þau. Hún var um Andrés Önd og Ripp, Rapp og Rupp og þeir fengu sér hundruði hænsna og ætluðu svoleiðis á græða á tá og fingri. Einn partur sögunnar er um að Andrés gefur hænunum svo mikið vítamín að þær byrja að bólgna út og missa fiðrið. Fiðrið safnast saman í því líka hauga og að lokum verða þeir frændur að skúbba því fram af hæðinni sem þeir eru með hænsnabúið á. Hræddir bæjarbúar, væntanlega allir nærsýnir, töldu þetta hvíta vera snjó og hlupu til og byrjuðu að tjarga þökin sín, síðan með mjög svo óvæntum fiður í setningum. Gummi spurði afhverju fólkið tjargaði þökin sín og ég sagði að það væri til þess að þétta þökin, svo rigning og snjór kæmi ekki í gegn...þá spurði hann hvort amma Lóa þyrfti líka að gera þetta..ekki veit ég afhverju amma Lóa er eina manneskjan sem mögulega hefði komið til greina, sem þyrfti að tjarga þakið hjá sér..
hehe hann veit þessi elska að þegar rignir úr vissri átt þá lekur þakið hjá ömmu :) sem er reyndar sjaldan. En þetta er gott ráð :)
ReplyDeleteKossar og knús.
mAmma.
AHAHHAHAHAHA!! Skýri Gummi!! En myndin er sérlega mysterísk! Hún gæti verið kápa á mjög svo spennandi spennuskáldsögu eða kvikmynd sem fjallar um glæp sem framinn er aðeins þegar tunglsbirtan skín framhjá skýjahulunni...
ReplyDeleteÞarna er komin hugmynd að nýrri bók fyrir Arnald !!! :) Myndin er ótrúlega flott.
ReplyDelete